Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Ljúf samvera nemenda og fjölskyldna þeirra

Það var kakóilmur og virkilega ljúf stemning í húsinu á fimmtudaginn. Foreldrar höfðu undirbúið samverustund þar sem piparkökuhús og klippiverk litu dagsins ljós. Tíundu bekkingar opnuðu lítið kaffihús (kakóhús) sem fjáröflun fyrir útskriftarferð. Samverustundir eins og þessar eru ómetanlegar og foreldrahópurinn sem sá um undirbúininginn fær hrós og þakkir fyrir framtakið. Það má skoða fullt af myndum inni á myndakrækjunni en hér birtum örfáar með fréttinni.


Efst á síðu