Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Ragnhildur Hólmgeirsdóttir las úr Koparborginni

Það er alltaf gaman að fá rithöfunda í heimsókn og það er einnig til marks um að nú fer jólabókaflóðið að streyma. Við fengum góðan gest í vikunni, hana Ragnhildi Hólmgeirsdóttur, sem las upp úr fyrstu bók sinni, Koparborginni. Atburðarásin var strax grípandi, ljóslifandi og spennandi. Nemendur fengu síðan tækifæri til þess að spyrja Ragnhildi um ýmislegt viðvíkjandi bókinni og tilurð hennar. Við þökkum henni kærlega fyrir komuna og óskum henni alls hins besta á rithöfundarferlinum.


Efst á síðu