Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Kahootverkefni

Síðast liðna þrjá daga unnu nemendur bráðskemmtilegt verkefni. Um var að ræða lestur á stuttum útgáfum af Rómeó og Júlíu, eftir Shakespeare og Innrásinni frá Mars, eftir Orson Wells. Eftir lestur unnu nemendur verkefni, horfðu síðan á kvikmyndir um sama efni og í lokin var hópvinna þar sem unnin var spurningakeppni með því að nota forritið Kahoot. Alls voru hóparnir sjö. Það skapaðist skemmtileg stemning og spenna og auðvitað vann besti hópurinn. Í honum voru: Fanney, Ívana og Gunnur. Flott hjá þeim!  Til hamingju!


Efst á síðu