Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Hópeflisfyrirlestur í 9. bekk

Þeir Benedikt Jóhannsson, sálfræðingur og Evar Friðriksson, sálfræðinemi og leikmaður í meistarflokki Vals í handbolta, voru góðir gestir í 9. bekk fyrir stuttu. Þeir héldu frábæran fyrirlestur um gildi þess að sýna jákvæðni og efla liðsheild í hóp, hvort sem er í íþróttum, bekk eða vinahópi, svo tekin séu dæmi. Líflegar umræður sköpuðust í bekknum. Elvar lýsti eigin reynslu úr handboltanum um hversu áhrifaríkt það er að hvetja og hrósa í stað þess að rífa niður og gagnrýna. Það er einmitt eitt af lykilatriðum í samskiptum okkar á milli! Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og fræðsluna.


Efst á síðu