Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Styttist í afmæli Tjarnarskóla. Við hlökkum til!!!

Nú styttist í að við höldum upp á 30 ára starfsafmæli Tjarnarskóla. Við ætlum að gera okkur glaðan dag í Iðnó við Tjörnina. Við fáum nemendur og góða gesti til þess að skapa fína stemningu og veitingar verða á boðstólum. Þau Salka Sól söng- og leikkona, Sindri Sindrason, sjónvarpsmaður og Sjana Rut, framhaldsskólanemi, verða góðir fulltrúar fyrrverandi nemenda við að koma okkur í afmælisgírinn. Stella María og Ivana, nemendur í Tjarnarskóla verða einnig með tónlistarflutning. Við vonum að fjölskyldur nemenda fjölmenni og að fyrrverandi nemendur og kennarar ásamt öðrum góðum gestum fagni ærlega með okkur.Fyrir gesti af yngri kynslóðinni verður boðið upp á andlitsmálningu. Við hlökkum til!!!


Efst á síðu