Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

María, mamma Júlíönnu í 10. bekk, með fyrirlestur um Afríkuferð

Það var afar ánægjulegt að fá Maríu, mömmu Júlíönnu í 10. bekk, í heimsókn í vikunni. Hún sýndi okkur myndir og sagði okkur frá heimsókn mæðgnanna til Afríku. Þær heimsóttu skóla sem er rekinn af ABC-hjálparstarfi, en Tjarnskælingar hafa lagt ABC-söfun lið undanfarin ár. Ferðin hefur greinilega verið mikið ævintýri og heillandi að sjá hvað þær upplifðu. Það er mjög gaman þegar foreldrar koma með innlegg eins og þetta í skólastarfið.


Efst á síðu