Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Árshátíðin tókst með miklum ágætum

Árshátíð nemenda var haldin með pompi og pragt í Iðnó við Tjörnina rétt fyrir páskafríið. Öll umgjörð var hin glæsilegasta, dúkalögð borð, góður matur og skemmtiatriði. Veislustjórar voru engir aðrir en þeir Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson sem slógu í gegn í leikritinu Unglingurinn í Gaflaraleikhúsinu. Þeir fóru vægast sagt á kostum og skemmtu öllum með ótal atriðum. Við þökkum þeim kærlega fyrir að kitla rækilega hláturtaugarnar.....

Hefðbundið kennaragrín var á dagskrá, nemendur fengu gjafir fyrir hinar ýmsu tilnefningar; ungrú og herra Smiðja, Lækur og Kvos, hlátur, grínisti og fleira skemmtilegt. Þær Arna, Sigga og Gunnar skemmtu með söng og síðan var dansað og dansað. Mjög fín stemning. Árshátíðarnefndin stóð sig með miklum ágætum við undirbúninginn og allir fóru glaðir heim.

Skoða má fleiri myndir á myndasíðunni.

 


Efst á síðu