Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Þórdís Elva fræddi um ,,sexting"

Foreldrafélag Tjarnarskóla fékk Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur til þess að fræða foreldra og kennara um svo nefnt ,,sexting" (orðið á rætur sínar í sex og texting). Erindi Þórdísar var afar áhugavert og áhrifaríkt. Hún leiddi okkur inn í netheima og sýndi okkur hvernig myndbirtingar og skilaboð geta verið mjög afdrifarík. Dæmi eru um að einstaklingar hafi í raun tapað mannorði sínu á þessum vettvangi. Næsta skref er að fá Þórdísi til að halda fyrirlestur fyrir nemendur. Við hvetjum alla foreldra til þess að kynna sér málið.


Efst á síðu