Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Fimmmenningar, Birna og Sirrí í Feneyjum

Þau Anna Dögg og Vigdís í 9. bekk, Anna Lucia, Guðrún og Sigurður Hákon í 10. bekk ásamt kennurunum Birnu Dís og Sirrí fóru til Ítalíu og Slóveníu á sunnudaginn. Þessi ferð er liður í Evrópuverkefni sem við erum að taka þátt í ásamt nemendum í fimm öðrum löndum. Við höfum fylgst með þeim í gegnum Fésbókina og sáum þessa fínu mynd af þeim í Feneyjum. Nemendur gista hjá ítölskum fjölskyldum og nota ensku óspart.  Það verður gaman að fá ferðasöguna þegar þau koma aftur til baka, sunnudaginn 8. mars. Sendum þeim bestu kveðjur úr Tjarnó. 


Efst á síðu