Þau Anna Dögg og Vigdís í 9. bekk, Anna Lucia, Guðrún og Sigurður Hákon í 10. bekk ásamt kennurunum Birnu Dís og Sirrí fóru til Ítalíu og Slóveníu á sunnudaginn. Þessi ferð er liður í Evrópuverkefni sem við erum að taka þátt í ásamt nemendum í fimm öðrum löndum. Við höfum fylgst með þeim í gegnum Fésbókina og sáum þessa fínu mynd af þeim í Feneyjum. Nemendur gista hjá ítölskum fjölskyldum og nota ensku óspart. Það verður gaman að fá ferðasöguna þegar þau koma aftur til baka, sunnudaginn 8. mars. Sendum þeim bestu kveðjur úr Tjarnó.