Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Hákon Darri fékk íslenskuverðlaun unga fólksins í Hörpu

Í dag, 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Árlega tilnefna skólarnir í Reykjavíkurborg nemendur til þess að taka á móti íslenskuverðlaunum í bókmenntaborginni Reykjavík. Að þessu sinni var það Hákon Darri sem fékk verðlaunin. Þeim er ætlað að auka áhuga grunnskólanema á íslenskri tungu og hvetja þá til framfara í tjáningu og töluðu og rituðu máli.

Verðlaunin voru veitt í Norðurljósasal Hörpu að viðstöddu fjölmenni. Hákon Darri var tilenefndur fyrir skapandi vinnubrögð, skemmtilegt borðspil um Laxdæla sögu og hæfileika í framsögn og ræðumennsku. Við óskum honum til hamingju með viðurkenninguna sem frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, afhenti honum. Á myndinni er einnig Marta Guðjónsdóttir formaður verðlaunanefndarinnar. Gaman er að geta þess að Marta var íslenskukennari við Tjarnarskóla í nokkur ár.


Efst á síðu