Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Unglingurinn í Gaflaraleikhúsinu

Það var mikið hlegið á leikritinu Unglingurinn í Gaflaraleikhúsinu fyrir skemmstu.. Þeir Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson fóru á kostum. Leikritið dregur upp bráðskemmtilega mynd af lífi unglinga og hefur ýmsar tilvísanir, bæði kátbroslegar en einnig með alvarlegum undirtón. Þær Anna Dögg og Sara voru dregnar upp á svið og látnar taka þátt í einu atriðinu. Þær stóðu sig mjög vel við mikla kátínu skólafélaganna. Fín skemmtun sem foreldrafélag Tjarnarskóla stóð fyrir!


Efst á síðu