Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Tíundubekkingar æfðu foreldrahlutverkið

Nemendur í 10. bekk tóku þátt í mjög krefjandi verkefni í síðustu viku. Þeir voru með sýndarbarn frá miðvikudegi til föstudags og sinntu barninu allan sólarhringinn. Það var ný lífsreynsla að þurfa í tíma og ótíma að gefa pela, skipta á bleyju, hugga og rugga samhliða því að vera í skólanum, tónlistarnámi og íþróttaiðkun.  Allir stóðu sig með mikilli prýði. Á föstudeginum var þreytan þó farin að segja til sín. Þetta verkefni er unnið í samvinnu við Ólaf Grétar Gunnarsson. Nemendur fá viðurkenningarskjal fyrir þátttöku í þessu námskeiði og auðvitað mikilvæga reynslu í farteskið.


Efst á síðu