Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Kynningarfundur fyrir foreldra 10. bekkinga

Haldinn var kynningarfundur fyrir foreldra 10. bekkinga áður en verkefni ,,Hugsað um barn" fór af stað í skólanum. Ólafur Grétar Gunnarsson, kom og sagði foreldrum frá verkefninu. Þetta er í 5. skipti sem nemendur í Tjarnarskóla taka þátt í þessu verkefni. Tilgangurinn er að kynnast því hvaða ábyrgð og álag fylgir því að eignast barn og annast það. Ólafur lagði mikla áherslu á umönnunarþáttinn og þá staðreynd að á Íslandi er hlutfall unglinga, sem eignist börn áður en þeir eru í raun tilbúnir að takast á við það verkefni að verða foreldrar, með því hæsta sem gerist meðal þeirra þjóða sem við miðum okkur gjarnan við. 


Efst á síðu