Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


 • Níundi bekkur fór í heimsókn í Borgarleikhúsið 16. maí

  Frábær heimsókn í Borgarleikhúsið þar sem var vel tekið á móti nemendum. Þeir fengu að skoða ýmislegt forvitnilegt baksviðs og fræðast um starfsemi leikhússins. Takk fyrir okkur!.

 • Frábært spilakvöld með Spilavinum 7. maí

  Frábært spilakvöld var hér við Tjörnina með Spilavinum í boði foreldrafélagsins. Takk fyrir okkur kæru foreldrar og foreldrará!ð  smiley

   

 • Tíundi bekkur til Roskilde 3. - 8. maí

  Nemendur í 10. bekk fóru í frábæra ferð til Roskilde 3. – 8. maí. Nemendur gistu hjá dönskum fjölskyldum og nutu ferðarinnar í alla staði. Tívolí, skoðunarferðir, sigling, rölt á Strikinu og margt fleira skemmtilegt á dagskrá. Ómetanleg reynsla! Hlökkum til að fá danska gesti á næsta skólaári og verðandi 10. bekkingar endurtaka leikinn að ári.

 • Árshátíð Tjarnarskóla 2019 tókst frábærlega 11. apríl.

  Vikan sem er að líða var ótrúlega skemmtileg! Árshátíðin okkar á þar stærstan hlut; Tíundi bekkurinn stóð sig framúrskarandi vel í undirbúningi og framkvæmd. Kvöldið var ótrúlega skemmtilegt og vel heppnað í alla staði. Við erum mjög stolt af hvernig til tókst. Flottur fordrykkur, glæsilegir kynnar og veislustjórar kvöldsins, tæknigúrú og ljósmyndari kvöldsins var flottur, margir voru tilnefndir fyrir ýmsa góða kosti og DJ-arnir; stóðu sig vel, einnig skreytingahópurinn. Hápunkturinn var síðan kennaragrínið og árshátíðarmyndband 10. bekkjar og kennaragrín kennaranna féll einnig í góðan jarðveg. Sem sagt: Frábært kvöld!!!!! 

 • Óttar Sveinsson, útkall, gaf bækur 8. apríl

  Óttar Sveinsson kom í annað sinn til okkar í 10. bekk í dag. Hann gaf öllum nemendum bókina Flóttinn frá Heimaey og áritaði þær allar. Hér er texti frá honum sjálfum: 
  ,,Til að styðja við nemendur í íslenskunni hef ég ákveðið að halda fyrirlestra fyrir 10.bekkinga og segja þeim spennandi sögur af þjóðinni okkar að berjast við náttúruöflin. Ég hef líka talað við þau um hvað það er mikilvægt að opna á áföll. Í dag gaf ég nemendum í Tjarnarskóla eintak af Útkall - Flóttinn frá Heimaey. Þessu var gríðarvel tekið og gefur mér gleði í hjartað.“

  Takk fyrir Óttar, frábærar gjafir. Við erum mjög þakklát!

   

 • Frábær árangur tveggja Tjarnskælinga í stærðfræðikeppni MR

  Á hverju ári stendur Menntaskólinn í Reykjavík fyrir stærðfræðikeppni fyrir áhugasama grunnskólanemendur. Tólf Tjarnarskælingar tóku þátt í keppninni að þessu sinni. Þeir Ívar Björgvinsson og Starkaður Snorri Baldursson urðu í topp-tíu í 8. og 9. bekkjar hópnum.  Ívar varð í 1. sæti í hópi 8. bekkinga og Starkaður Snorri  í 8. - 9. sæti í 9. bekkjar hópnum. Frábær árangur hjá þessum strákum en 330 nemendur tóku þátt!. Báðir fengu viðurkenningarskjal og forláta reiknivél. Auk þess fékk Ívar 25 þús. krónur í verðlaun en Arionbanki lagði til viðurkenningar. Athöfnin var mjög ánægjuleg. Við erum mjög stolt af strákunum okkar! 

 • Áttundi bekkur á Sjóminjasafnið 28. mars

  Það er mjög skemmtilegt að heimsækja Sjóminjasafnið sem er mjög nútímalegt. Alveg hægt að gleyma sér þar. Helga Júlía fór með nemendur þangað til að fræðast og skemmta sér.

 • Söngkeppni Samfés, 23. mars, Rakel frábær fulltrúi Tjarnarskóla

  Eins og komið hefur fram komst Rakel áfram í Söngkeppni Samfés og tók því þátt í lokakeppninni í Laugardalshöllinni. Við vorum mjög stolt af frammistöðu hennar, söng eins og engill!

 • Samfestingurinn 22. mars

  Hópur Tjarnskælinga fór á Samfestinginn 2019, föstudaginn 22. mars. Það er alltaf eftirvænting að taka þátt og við vitum ekki betur en að allir hafi skemmt sér vel. Þessi viðburður er afar vel skipulagður og vel hugsað um öryggi nemenda. Helga Júlía, félagsmálakennari, hafði veg og vanda að öllum undirbúningi að þátttöku nemenda. Bestu þakkir Helga Júlía fyrir þinn þátt í að allt gekk svo vel upp.

 • Öskudagurinn 6. mars 2019 var skemmtilegur!

  Það var mjög góð stemning í Tjarnó í dag, öskudag. Margir nemendur mættu í öskudagsbúningi og við höfðum síðan vöffluveislu í hádeginu eftir að búið var að veita verðlaun fyrir besta búninginn: Þær Júlía G., Hera og Rakel fengu verðlaun; bíómiða, popp og gos. Frábær dagur og sólin skein skært!

 • Frábært námskeið: Vertu óstöðvandi í topp tilfinningalegu ástandi!!!

  Tíundu bekkingar fengu frábæran gest með námskeiðið ,,Óstöðvandi í topp tilfinningalegu ástandi". Nemendur voru mjög ánægðir og fengu góð ráð um hvernig hægt er að hafa áhrif á eigin líðan og orku. Í kjölfar námskeiðsins sendi Bjartur auk þess pósta til nemenda í fimm daga til þess að fylgja innihaldi námskeiðsins eftir. Mælum með Bjarti! Hann er frábær!

 • Göngutúr og Listasafn Reykjavíkur

  Níundubekkingar fengu sér göngutúr á Landakotstún og litu síðan inn í Listasafn Reykjavíkur. 

 • Viðtalsdagur í kjölfar 2. annar 21. febrúar

  Önn númer tvö lauk með viðtölum umsjónarkennara við hvern nemanda og foreldra/forráðamenn. Það er mikilvægt að eiga spjall um það hvernig gengur og leggja línur fyrir næstu önn. 

 • Tíundu bekkingar í FÁ 19. feb.

  10. bekkur fór í heimsókn í Fjölbrautaskólann við Ármúla. Sandra, námsráðgjafi skólans, tók á móti okkur og sýndi okkur m.a. Heilbrigðisskólann og lyfjatæknibrautina sem var mjög áhugavert. Frábær heimsókn með flottum krökkum. 

 • Áttundubekkingar fóru í Vísindasmiðjuna 14. febrúar

  Það er ótrúlega áhugavert að koma í Vísindasmiðju Háskóla Íslands í Háskólabíói. Myndirnar tala sínu máli. 

 • Heimsókn til Icelandair - 10. bekkur 10. febrúar

  10. bekkur fór í heimsókn á skrifstofu Icelandair og fékk smá innsýn inn í starfsemi fyrirtækisins. Mjög fróðleg og skemmtileg heimsókn. Takk Ívar S. Kristinsson fyrir að taka svona vel á móti okkur.

 • Tíundi bekkur í Hörpu 7. feb.

  10. bekkur skellti sér einnig í Hörpuna að skoða listaverkið, Museum of the Moon, sem er uppblásið tungl með nákvæmum háskerpumyndum frá NASA af yfirborði Tunglsins. Gott tækifæri!

 • Níundu bekkingar í Hörpu að skoða Museum of the Moon 6. febrúar

  Krakkarnir í 9. bekk skoðuðu listaverkið Museum of the Moon sem er uppblásið tungl með nákvæmum háskerpumyndum frá NASA af yfirborði Tunglsins. Skemmtilegt!

 • Tjarnó tók þátt í Stíl 2. febrúar

  Þær Móeiður, Arna, Sara, Freyja Rún og Júlía G. hafa undirbúið sig fyrir keppni í Stíl, hönnunarkeppni grunnskólanna síðan í haust. Keppnin fór fram í íþróttahúsinu, Digranesi. Það liggur mikil vinna í að hanna kjól, skó, fylgihluti, förðun og hárgreiðslu auk þess sem þær þurfa að skila inn möppu með lýsingu á viðfangsefninu. Við erum stolt af þessum flottu stelpum sem lögðu sig fram í hönnun og undirbúningi. Birna kennari á líka hrós skilið fyrir að hvetja, styðja og vera með þeim í ferlinu. 

 • Skautasvellið pússað 31. janúar

  Það er frábært að nýta svellið á Tjörninni í frostinu. Nemendur í íþróttum gerðu það og komu með rjóðar kinnar í hús.


Efst á síðu