Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


 • Öskudagurinn 6. mars 2019 var skemmtilegur!

  Það var mjög góð stemning í Tjarnó í dag, öskudag. Margir nemendur mættu í öskudagsbúningi og við höfðum síðan vöffluveislu í hádeginu eftir að búið var að veita verðlaun fyrir besta búninginn: Þær Júlía G., Hera og Rakel fengu verðlaun; bíómiða, popp og gos. Frábær dagur og sólin skein skært!

 • Frábært námskeið: Vertu óstöðvandi í topp tilfinningalegu ástandi!!!

  Tíundu bekkingar fengu frábæran gest með námskeiðið ,,Óstöðvandi í topp tilfinningalegu ástandi". Nemendur voru mjög ánægðir og fengu góð ráð um hvernig hægt er að hafa áhrif á eigin líðan og orku. Í kjölfar námskeiðsins sendi Bjartur auk þess pósta til nemenda í fimm daga til þess að fylgja innihaldi námskeiðsins eftir. Mælum með Bjarti! Hann er frábær!

 • Göngutúr og Listasafn Reykjavíkur

  Níundubekkingar fengu sér göngutúr á Landakotstún og litu síðan inn í Listasafn Reykjavíkur. 

 • Viðtalsdagur í kjölfar 2. annar 21. febrúar

  Önn númer tvö lauk með viðtölum umsjónarkennara við hvern nemanda og foreldra/forráðamenn. Það er mikilvægt að eiga spjall um það hvernig gengur og leggja línur fyrir næstu önn. 

 • Tíundu bekkingar í FÁ 19. feb.

  10. bekkur fór í heimsókn í Fjölbrautaskólann við Ármúla. Sandra, námsráðgjafi skólans, tók á móti okkur og sýndi okkur m.a. Heilbrigðisskólann og lyfjatæknibrautina sem var mjög áhugavert. Frábær heimsókn með flottum krökkum. 

 • Áttundubekkingar fóru í Vísindasmiðjuna 14. febrúar

  Það er ótrúlega áhugavert að koma í Vísindasmiðju Háskóla Íslands í Háskólabíói. Myndirnar tala sínu máli. 

 • Heimsókn til Icelandair - 10. bekkur 10. febrúar

  10. bekkur fór í heimsókn á skrifstofu Icelandair og fékk smá innsýn inn í starfsemi fyrirtækisins. Mjög fróðleg og skemmtileg heimsókn. Takk Ívar S. Kristinsson fyrir að taka svona vel á móti okkur.

 • Tíundi bekkur í Hörpu 7. feb.

  10. bekkur skellti sér einnig í Hörpuna að skoða listaverkið, Museum of the Moon, sem er uppblásið tungl með nákvæmum háskerpumyndum frá NASA af yfirborði Tunglsins. Gott tækifæri!

 • Níundu bekkingar í Hörpu að skoða Museum of the Moon 6. febrúar

  Krakkarnir í 9. bekk skoðuðu listaverkið Museum of the Moon sem er uppblásið tungl með nákvæmum háskerpumyndum frá NASA af yfirborði Tunglsins. Skemmtilegt!

 • Tjarnó tók þátt í Stíl 2. febrúar

  Þær Móeiður, Arna, Sara, Freyja Rún og Júlía G. hafa undirbúið sig fyrir keppni í Stíl, hönnunarkeppni grunnskólanna síðan í haust. Keppnin fór fram í íþróttahúsinu, Digranesi. Það liggur mikil vinna í að hanna kjól, skó, fylgihluti, förðun og hárgreiðslu auk þess sem þær þurfa að skila inn möppu með lýsingu á viðfangsefninu. Við erum stolt af þessum flottu stelpum sem lögðu sig fram í hönnun og undirbúningi. Birna kennari á líka hrós skilið fyrir að hvetja, styðja og vera með þeim í ferlinu. 

 • Skautasvellið pússað 31. janúar

  Það er frábært að nýta svellið á Tjörninni í frostinu. Nemendur í íþróttum gerðu það og komu með rjóðar kinnar í hús.

 • Fótbolti á Tjörninni 30. janúar

  Það er gaman að breyta til og sparka fótbolta á ísnum á Tjörninni þegar það býðst. 

 • Smíðakrakkar fá hrós

  Valdór smíðakennari er ánægður með hópinn og sendi nokkrar skemmtilegar myndir. 

 • Glæsileg rannsóknarverkefni á sýningu 29. janúar

  Árleg rannsóknarverkefni eru meðal þeirra mörgu verkefna sem við erum svo stolt af. Nemendur velja sér viðfangsefni og útfæra eftir eigin höfði. Útkoman er alltaf ákaflega fjölbreytt og sem er gaman að skoða. Foreldrar mættu á sýninguna og hrósuðu nemendum fyrir flott verkefni. Við veitum alltaf viðurkenningar þeim nemendum sem fá A og að þessu sinni voru það þau Ívar í 8. bekk, Agnes, Hera, Rakel og Wiktoría í 9. bekk og þær Mist, Guðrún Ýr  Júlía G og Eva María í 10. bekk sem fengu viðurkenningarskjal og hádegishressingu í verðlaun. Til hamingju verðlaunahafar og allir hinir!  Glæsileg verkefni!

 • Söngkeppni grunnskólanna - undankeppni - Rakel vann!

  Þær Rakel, Hera og Guðrún, allar í 9. bekk, kepptu fyrir hönd Tjarnarskóla í undankeppni söngkeppni grunnskólanna. Keppnin var haldin í Hagaskóla. Við erum mjög stot af þessum frábæru stelpum sem stóðu sig svo vel og vorum alveg í skýjunum yfir að Rakel fór með sigur af hólmi og kemur til með að keppa í útslitakeppninni. Áfram, Rakel! Áfram Tjarnó!

 • Óttar Sveinnson ,,útkall" góður gestur 22. jan.

  Óttar Sveinsson, rithöfundur, sem nefnir sig gjarnan ,,útkallinn" kom í heimsókn til 10. bekkinga. Hann sagði nemendum frá bókunum sínum og sýndi þeim einnig myndir og myndband sem tengdust bókinni ,,Árás á Goðafoss" sem var skotinn niður í seinni heimsstyrjöldinni. Óttar sagði m.a. frá því þegar skipsverji á Goðafossi, sem komst af, hitti þýskan bátsverja á kafbátnum sem skaut Goðafoss í kaf. Þeir hittust á bókamessu í Frankfurt. Sá fundur var tilfinningaþrunginn og áhrifamikill. Bestu þakkir, Óttar, fyrir heimsóknina.

 • Ungbarnadagar hjá 10. bekk í janúar

  Á hverju ári taka 10. bekkingarnir okkar þátt í svo nefndum ungbarnadögum í skólanum. Þeir frá fræðslu um ábyrgð, virðingu, jafnrétti og ýmislegt fleira sem tengist uppvaxtarárunum og þeim veruleika sem foreldrahlutverkið felur í sér en Ólafur Grétar Gunnarsson var með fræðslu, bæði fyrir nemendur og foreldra í tengslum við þetta verkefni. Nemendur eru með sýndarbarn í rúmlega tvo sólarhringa og sinna því eins vel og þeir geta. Það var falleg og ljúf stemning í húsinu þessa daga og þreyttir ,,foreldrar" sem skiluðu barninu að loknu námskeiðinu. Nemendur stóðu sig frábærlega vel!

 • Leirlistarkrakkar á 2. önn

  Nemendur í leirlist vinna ótrúlega fallega hluti. Kristín Ísleifsdóttir, kennari sendi okkur mynd. 

 • Níundi bekkur heimsótti Sorpu 14. janúar

  Níundi bekkur heimsótti Sorpu í dag. Fengum frábæra og þarfa fræðslu um flokkun og sorp almennt. Áttundi og tíundi bekkur fara næsta mánudag. Vonandi skilar fræðslan sér einnig heim og að við verðum öll enn betri flokkarar og meðvitaðri neytendur. Heimsóknin er liður í átaki sem við erum í, nú í janúar, til að verða umhverfisvænni og betri neytendur.

 • Kósý föstudagur 4. janúar

  Gleðilegt nýtt ár! Bestu þakkir fyrir árið sem var að líða með kærum þökkum fyrir frábært samstarf!!!

  Byrjuðum árið með kósýlestri jólabókanna. Mjög notaleg stemning framan af morgni. Myndir tala sínu máli.  


Efst á síðu