Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


 • 12. sept. Tíundi bekkur á Sjóminjasafnið

  10. bekkur fór á Sjóminjasafnið í vikunni og fékk m.a fræðslu um plastmengun í sjónum.

 • 9. sept. Nemendaráðið 2019 - 2020

  Þessi glæsilegi hópur skipar nemendaráð Tjarnarskóla skólaárið 2019 - 2020.

 • 6. sept. Frisbígolf á Klambratúni

  Nemendur í útivistarvalinu skellti sér í frisbígolf í frábæru veðri á Klambratúni. 

 • 5. sept. Íþróttir hjá 8. bekk - stoppað hér og þar

  8. bekkur gekk þennan fína hring í íþróttatímanum í dag með stuttum stoppum hér og þar.

 • 3. sept. Tíundi bekkur í heimsókn í VR

  10. bekkur fór í frábæra heimsókn í VR í dag. Krakkarnir okkar fengu mikið hrós fyrir flotta framkomu og skemmtilegar spurningar. 

 • 29. ág. Hlupu í minningu Hlyns okkar

  Anna Lára og Wiktoria í 10. bekk tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Þær söfnuðu áheitum til að minnast Hlyns okkar Snæs, fyrrverandi Tjarnskælings. Fallegt og gott málefni. Voru auðvitað í appelsínugula litnum, hans uppáhalds!

 • Skólasetning 22. ágúst 2019

  Það var ljúf stund hjá okkur í Dómkirkjunni í dag þegar við hófum okkar 35. starfsár. Við buðum nýja nemendur sérstaklega velkomna og tónlistarmennirnir Ari Bragi Kárason og Eyþór Gunnarsson sáu um tónlistina. Síðan héldum við ótrauð á móti nýju skólaári með góðar væntingar í farteskinu.

 • Skólaslitin 7. júní

  Skólaslitin í Dómkirkjunni voru mjög ánægjuleg að vanda. Guðrún Ýr hélt ræðu fyrir hönd útskriftarnemenda, Andri Stefánsson ávarpaði 10. bekkinga fyrir hönd foreldra útskriftarnemenda, og þær Guðrún Ýr, Júlía Guðmundsdóttir, Freyja Rún, Rakel og Sunna Sigríður fluttu þrjú tónlistaratriði. Margir nemendur hlutu viðurkenningar og hrós og þau Helga Júlía og Þórir Andri, kennarar, fengu miklar þakkir fyrir að eiga tíu ára farsælan kennsluferil að baki íTjarnarskóla. Síðan fengu 10. bekkingar útskriftarskírteinin sín. Eftir skólalslitin var kveðjustund í skólanum með nemendum 10. bekkinga og fjölskyldum þeirra. Það eru ávallt blendnar tilfinningar að kveðja nemendur, bæði söknuður en um leið afar ánægjulegt að sjá þau stíga skrefin inn í framtíðina. Við óskum þeim öllum alls hins besta og vonum að þau komi sem oftast í heimsókn. Svo var komið að því að slíta skólanum í 34. sinn. Sjá einnig fullt af myndum frá viðburðinum.

 • Foreldrar grilluðu í frábæru veðri 23. maí

  Frábært grill hjá foreldrum í Tjarnó í sólinni í Mæðragarðinum! Margfaldar þakkir fyrir framtakið og gómsæta hamborgara! Einstakir Tjarnókrakkar nutu viðburðarins og góða veðursins. Bráðum er skólinn búinn og sumarfríið á næsta leiti! Hlökkum til! Skoðið fullt af myndum. 

 • Júlía Guðmundsdóttir Gaehwiller fékk viðurkenningu Skóla- og frístundasviðs 28. maí

  Það var gleðistund að vera viðstödd verðlaunaafhendingu í gær þegar Júlía okkar tók við nemendaverðlaunum Skóla- og frístundasviðs. Athöfnin fór fram í Háteigsskóla. Við erum mjög stolt af Júlíu en hver skóli tilnefnir einn nemanda á ári til að taka við þessari viðurkenningu.

  Húrra fyrir Júlíu!!!!!

 • Stelpur og tækni 22. maí

  Áhugaverður og skemmtilegur dagur hjá stelpunum í 9.bekk á viðburðinum Stelpur & Tækni í HR. Glæsileg dagskrá og skemmtilegar heimsóknir í fyrirtæki í tæknigeiranum. Frábært framtak og gott tækifæri fyrir stelpurnar.

 • Níundi bekkur fór í heimsókn í Borgarleikhúsið 16. maí

  Frábær heimsókn í Borgarleikhúsið þar sem var vel tekið á móti nemendum. Þeir fengu að skoða ýmislegt forvitnilegt baksviðs og fræðast um starfsemi leikhússins. Takk fyrir okkur!.

 • Frábært spilakvöld með Spilavinum 7. maí

  Frábært spilakvöld var hér við Tjörnina með Spilavinum í boði foreldrafélagsins. Takk fyrir okkur kæru foreldrar og foreldrará!ð  smiley

   

 • Tíundi bekkur til Roskilde 3. - 8. maí

  Nemendur í 10. bekk fóru í frábæra ferð til Roskilde 3. – 8. maí. Nemendur gistu hjá dönskum fjölskyldum og nutu ferðarinnar í alla staði. Tívolí, skoðunarferðir, sigling, rölt á Strikinu og margt fleira skemmtilegt á dagskrá. Ómetanleg reynsla! Hlökkum til að fá danska gesti á næsta skólaári og verðandi 10. bekkingar endurtaka leikinn að ári.

 • Árshátíð Tjarnarskóla 2019 tókst frábærlega 11. apríl.

  Vikan sem er að líða var ótrúlega skemmtileg! Árshátíðin okkar á þar stærstan hlut; Tíundi bekkurinn stóð sig framúrskarandi vel í undirbúningi og framkvæmd. Kvöldið var ótrúlega skemmtilegt og vel heppnað í alla staði. Við erum mjög stolt af hvernig til tókst. Flottur fordrykkur, glæsilegir kynnar og veislustjórar kvöldsins, tæknigúrú og ljósmyndari kvöldsins var flottur, margir voru tilnefndir fyrir ýmsa góða kosti og DJ-arnir; stóðu sig vel, einnig skreytingahópurinn. Hápunkturinn var síðan kennaragrínið og árshátíðarmyndband 10. bekkjar og kennaragrín kennaranna féll einnig í góðan jarðveg. Sem sagt: Frábært kvöld!!!!! 

 • Óttar Sveinsson, útkall, gaf bækur 8. apríl

  Óttar Sveinsson kom í annað sinn til okkar í 10. bekk í dag. Hann gaf öllum nemendum bókina Flóttinn frá Heimaey og áritaði þær allar. Hér er texti frá honum sjálfum: 
  ,,Til að styðja við nemendur í íslenskunni hef ég ákveðið að halda fyrirlestra fyrir 10.bekkinga og segja þeim spennandi sögur af þjóðinni okkar að berjast við náttúruöflin. Ég hef líka talað við þau um hvað það er mikilvægt að opna á áföll. Í dag gaf ég nemendum í Tjarnarskóla eintak af Útkall - Flóttinn frá Heimaey. Þessu var gríðarvel tekið og gefur mér gleði í hjartað.“

  Takk fyrir Óttar, frábærar gjafir. Við erum mjög þakklát!

   

 • Frábær árangur tveggja Tjarnskælinga í stærðfræðikeppni MR

  Á hverju ári stendur Menntaskólinn í Reykjavík fyrir stærðfræðikeppni fyrir áhugasama grunnskólanemendur. Tólf Tjarnarskælingar tóku þátt í keppninni að þessu sinni. Þeir Ívar Björgvinsson og Starkaður Snorri Baldursson urðu í topp-tíu í 8. og 9. bekkjar hópnum.  Ívar varð í 1. sæti í hópi 8. bekkinga og Starkaður Snorri  í 8. - 9. sæti í 9. bekkjar hópnum. Frábær árangur hjá þessum strákum en 330 nemendur tóku þátt!. Báðir fengu viðurkenningarskjal og forláta reiknivél. Auk þess fékk Ívar 25 þús. krónur í verðlaun en Arionbanki lagði til viðurkenningar. Athöfnin var mjög ánægjuleg. Við erum mjög stolt af strákunum okkar! 

 • Áttundi bekkur á Sjóminjasafnið 28. mars

  Það er mjög skemmtilegt að heimsækja Sjóminjasafnið sem er mjög nútímalegt. Alveg hægt að gleyma sér þar. Helga Júlía fór með nemendur þangað til að fræðast og skemmta sér.

 • Söngkeppni Samfés, 23. mars, Rakel frábær fulltrúi Tjarnarskóla

  Eins og komið hefur fram komst Rakel áfram í Söngkeppni Samfés og tók því þátt í lokakeppninni í Laugardalshöllinni. Við vorum mjög stolt af frammistöðu hennar, söng eins og engill!

 • Samfestingurinn 22. mars

  Hópur Tjarnskælinga fór á Samfestinginn 2019, föstudaginn 22. mars. Það er alltaf eftirvænting að taka þátt og við vitum ekki betur en að allir hafi skemmt sér vel. Þessi viðburður er afar vel skipulagður og vel hugsað um öryggi nemenda. Helga Júlía, félagsmálakennari, hafði veg og vanda að öllum undirbúningi að þátttöku nemenda. Bestu þakkir Helga Júlía fyrir þinn þátt í að allt gekk svo vel upp.


Efst á síðu