Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


 • 24. sept. Níundubekkingar hittu Guðrúnu Evu Mínervudóttur, rithöfund

  Níundubekkingar fóru á Bókasafn Kópavogs og hittu Guðrúnu Evu Mínervudóttur rithöfund sem  spjallaði við þá um sköpunarferli og þá hugmyndavinnu sem á sér stað þegar bók verður til. Alveg frábær heimsókn með flottum krökkum!

 • 19. sept. Myndlistarkrakkar fóru á Listasafn Íslands

  Myndmenntahópurinn fór á Listasafn Íslands og skoðaði skemmtilegar sýningar.

 • 18. sept. Góðar móttökur í Arionbanka

  Það var tekið vel  á móti 10.bekk í Arionbanka. Heimsóknin var liður í fjármálafræðslunni. Kærar þakkir Marta Sólveig!

 • 16. sept. Áttundubekkingar í Sjóminjasafnið

  8. bekkur fór á Sjóminjasafnið í dag. Fengu fræðslu og unnu verkefni. Flottur hópur!

 • 13. sept. Útivera og skemmtun í Frístundagarðinum

  Við gerðum okkur dagamun og höfðum skóladaginn í Frístundagarðinum í Gufunesbæ. Þar er hægt að gera margt fjölbreytt og skemmtilegt. 

 • 12. sept. Tíundi bekkur á Sjóminjasafnið

  10. bekkur fór á Sjóminjasafnið í vikunni og fékk m.a fræðslu um plastmengun í sjónum.

 • 9. sept. Nemendaráðið 2019 - 2020

  Þessi glæsilegi hópur skipar nemendaráð Tjarnarskóla skólaárið 2019 - 2020.

 • 6. sept. Frisbígolf á Klambratúni

  Nemendur í útivistarvalinu skellti sér í frisbígolf í frábæru veðri á Klambratúni. 

 • 5. sept. Íþróttir hjá 8. bekk - stoppað hér og þar

  8. bekkur gekk þennan fína hring í íþróttatímanum í dag með stuttum stoppum hér og þar.

 • 3. sept. Tíundi bekkur í heimsókn í VR

  10. bekkur fór í frábæra heimsókn í VR í dag. Krakkarnir okkar fengu mikið hrós fyrir flotta framkomu og skemmtilegar spurningar. 

 • 29. ág. Hlupu í minningu Hlyns okkar

  Anna Lára og Wiktoria í 10. bekk tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Þær söfnuðu áheitum til að minnast Hlyns okkar Snæs, fyrrverandi Tjarnskælings. Fallegt og gott málefni. Voru auðvitað í appelsínugula litnum, hans uppáhalds!

 • Skólasetning 22. ágúst 2019

  Það var ljúf stund hjá okkur í Dómkirkjunni í dag þegar við hófum okkar 35. starfsár. Við buðum nýja nemendur sérstaklega velkomna og tónlistarmennirnir Ari Bragi Kárason og Eyþór Gunnarsson sáu um tónlistina. Síðan héldum við ótrauð á móti nýju skólaári með góðar væntingar í farteskinu.

 • Skólaslitin 7. júní

  Skólaslitin í Dómkirkjunni voru mjög ánægjuleg að vanda. Guðrún Ýr hélt ræðu fyrir hönd útskriftarnemenda, Andri Stefánsson ávarpaði 10. bekkinga fyrir hönd foreldra útskriftarnemenda, og þær Guðrún Ýr, Júlía Guðmundsdóttir, Freyja Rún, Rakel og Sunna Sigríður fluttu þrjú tónlistaratriði. Margir nemendur hlutu viðurkenningar og hrós og þau Helga Júlía og Þórir Andri, kennarar, fengu miklar þakkir fyrir að eiga tíu ára farsælan kennsluferil að baki íTjarnarskóla. Síðan fengu 10. bekkingar útskriftarskírteinin sín. Eftir skólalslitin var kveðjustund í skólanum með nemendum 10. bekkinga og fjölskyldum þeirra. Það eru ávallt blendnar tilfinningar að kveðja nemendur, bæði söknuður en um leið afar ánægjulegt að sjá þau stíga skrefin inn í framtíðina. Við óskum þeim öllum alls hins besta og vonum að þau komi sem oftast í heimsókn. Svo var komið að því að slíta skólanum í 34. sinn. Sjá einnig fullt af myndum frá viðburðinum.

 • Foreldrar grilluðu í frábæru veðri 23. maí

  Frábært grill hjá foreldrum í Tjarnó í sólinni í Mæðragarðinum! Margfaldar þakkir fyrir framtakið og gómsæta hamborgara! Einstakir Tjarnókrakkar nutu viðburðarins og góða veðursins. Bráðum er skólinn búinn og sumarfríið á næsta leiti! Hlökkum til! Skoðið fullt af myndum. 

 • Júlía Guðmundsdóttir Gaehwiller fékk viðurkenningu Skóla- og frístundasviðs 28. maí

  Það var gleðistund að vera viðstödd verðlaunaafhendingu í gær þegar Júlía okkar tók við nemendaverðlaunum Skóla- og frístundasviðs. Athöfnin fór fram í Háteigsskóla. Við erum mjög stolt af Júlíu en hver skóli tilnefnir einn nemanda á ári til að taka við þessari viðurkenningu.

  Húrra fyrir Júlíu!!!!!

 • Stelpur og tækni 22. maí

  Áhugaverður og skemmtilegur dagur hjá stelpunum í 9.bekk á viðburðinum Stelpur & Tækni í HR. Glæsileg dagskrá og skemmtilegar heimsóknir í fyrirtæki í tæknigeiranum. Frábært framtak og gott tækifæri fyrir stelpurnar.

 • Níundi bekkur fór í heimsókn í Borgarleikhúsið 16. maí

  Frábær heimsókn í Borgarleikhúsið þar sem var vel tekið á móti nemendum. Þeir fengu að skoða ýmislegt forvitnilegt baksviðs og fræðast um starfsemi leikhússins. Takk fyrir okkur!.

 • Frábært spilakvöld með Spilavinum 7. maí

  Frábært spilakvöld var hér við Tjörnina með Spilavinum í boði foreldrafélagsins. Takk fyrir okkur kæru foreldrar og foreldrará!ð  smiley

   

 • Tíundi bekkur til Roskilde 3. - 8. maí

  Nemendur í 10. bekk fóru í frábæra ferð til Roskilde 3. – 8. maí. Nemendur gistu hjá dönskum fjölskyldum og nutu ferðarinnar í alla staði. Tívolí, skoðunarferðir, sigling, rölt á Strikinu og margt fleira skemmtilegt á dagskrá. Ómetanleg reynsla! Hlökkum til að fá danska gesti á næsta skólaári og verðandi 10. bekkingar endurtaka leikinn að ári.

 • Árshátíð Tjarnarskóla 2019 tókst frábærlega 11. apríl.

  Vikan sem er að líða var ótrúlega skemmtileg! Árshátíðin okkar á þar stærstan hlut; Tíundi bekkurinn stóð sig framúrskarandi vel í undirbúningi og framkvæmd. Kvöldið var ótrúlega skemmtilegt og vel heppnað í alla staði. Við erum mjög stolt af hvernig til tókst. Flottur fordrykkur, glæsilegir kynnar og veislustjórar kvöldsins, tæknigúrú og ljósmyndari kvöldsins var flottur, margir voru tilnefndir fyrir ýmsa góða kosti og DJ-arnir; stóðu sig vel, einnig skreytingahópurinn. Hápunkturinn var síðan kennaragrínið og árshátíðarmyndband 10. bekkjar og kennaragrín kennaranna féll einnig í góðan jarðveg. Sem sagt: Frábært kvöld!!!!! 


Efst á síðu