Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


 • 30. apríl Hlökkum til að hitta nemendur aftur í skólanum

  Eftir laaanga fjarveru fáum við að hitta Tjarnókrakkana okkar aftur mánudaginn 4. maí. Þar með lýkur alveg einstökum tíma í skólasögunni en allir hafa verið í fjarnámi síðan í mars. Lokasprettur skólastarfsins er því framundan. Við hlökkum svo sannarlega til að hitta nemendur að nýju og stefnum á að ljúka skólaárinu með glæsibrag með bjartsýni í hjarta. 

 • 3. apríl Ljósmyndaverkefni fyrir páska - fimm fengu viðurkenningu

  Á síðasta kennsludag fyrir páska gerðu nemendur ljósmyndaverkefni sem tókst ljómandi vel. Verðlaun voru veitt fyrir flottustu verkefnin og þau Dharma, Benedikt, Wiktoria, Freyja Ó. og Rakel urðu sigurvegarar. Þau fengu öll páskaegg í verðlaun, sem kennarar færðu þeim í ,,útlegðinni".  Til hamingju öll!

 • 23. mars Tjarnó breytt í fjarnámsskóla í faraldri

  Covidveiran hefur haft talsverð áhrif á skólastarfið í Tjarnó, eins og víðar. Enginn hefur þó veikst, það er mikil gæfa, en tekin var ákvörðun um að breyta kennsluháttum frá og með 23. mars og hafa alla nemendur í fjarnámi. Við erum vel í stakk búin að stíga þetta skref þar sem allir nemendur eru með Chrome book tölvu frá skólanum. Þeir vinna í Google Classroom undir dyggri stjórn kennara skólans sem takast á við þessa áskorun eins og þeim einum er lagið. Þetta verður skemmtileg áskorun!

 • 13. mars Gaman á skautum

  Nemendur í útivistarvali fóru á skauta í Laugardalnum, mjög skemmtilegt hjá þeim!

 • 5. mars Tíundubekkingar heimsóttu MK í vikunni

  Það er ánægjulegt að skoða Menntaskólann í Kópavogi. Þar er boðið upp á margar námsgreinar sem eru ekki endilega í boði annars staðar. Fjölbreytt og skemmtilegt!

 • 4. mars Rósaball í skólanum

  Nemendaráðið stóð fyrir skemmtilegu rósaballi í skólanum, mjög fín stemning!

 • 24. feb. Áttundi bekkur á Listasafn Reykjavíkur

  8. bekkur fór á Listasafn Reykjavíkur og sá nýju ERRÓ sýninguna, Sæborg, og sýningu Hrafnhildar Árnadóttur (Shoplifter), Cromo Sapiens. Þetta var skemmtileg upplifun.

 • 26. feb. Líf og fjör á öskudegi

  Alltaf gaman að breyta til á öskudaginn. Margir mættu í öskudagsbúningi, nemendur fóru í leiðangur í miðborgina til að safna góðgæti. Síðan var boðið upp á vöfflur í hádeginu. Góður dagur!

 • 24. feb. Skemmtilegar myndir frá leirlistarkennaranum

  Fengum skemmtilegar myndir frá leirlistarkennaranum Kristínu Ísleifsdóttur, af verkum nemenda á 2.önninni. Ótrúlega flott hjá krökkunum.

 • 20. feb. Skemmtilegt Fablab námskeið að byrja í Tækniskólanum

  Skemmtilegt Fablabnámskeið að byrja í dag. Nemendur mættu í Tækniskólann og fyrsta verkefnið var að prenta mynd á bol. Lofar góðu! Einnig verður hljóð- og myndvinnsla ásamt hönnun og þrívíddarprentun á dagskrá.

 • 19. feb. Níundubekkingar fóru í heimsókn í Spennustöðina

  9. bekkur fór í heimsókn í Spennustöðina, félagsmiðstöð 101. Tjarnarskólakrakkarnir eru alltaf velkomnir að kíkja þegar það er opið hús. Margt skemmtilegt í boði fyrir krakkana. 

 • 19. feb. Tíundu bekkingar í heimsókn í MR

  Tíundubekkingar fóru í heimsókn í MR sem er liður í námsgreininni MEST (menntun og störf). Þeir fengu fínar móttökur!  

 • 30. jan. Snærún keppti í danskeppni Samfés

  Við áttum góðan fulltrúa í danskeppni Samfés, glæsilegt atriði hjá henni. 

 • 24. jan. Sýning á glæsilegum rannsóknarverkefnum

  Það var ótrúlega gaman að skoða rannsóknarverkefni nemenda. Mikil fjölbreytni og skemmtilegt að sjá hvað margir lögðu mikinn metnað í þau. það var einnig frábært hvað margir foreldrar komu til að skoða. Bestu þakkir fyrir komuna og til hamingju krakkar með flott verkefni! Skoðið endilega myndirnar með fréttinni! 
  FLOTTIR KRAKKAR!

 • 24. jan. Söngkeppni Samfés - Rakel komst áfram

  Söngkeppni Tjarnarinnar ( félagsmiðstöðvar Miðborgar og Hlíða) var haldin í Hagaskóla. Þrjár stelpur úr Tjarnarskóla kepptu fyrir hönd skólans, þær Guðrún, Rakel og Lára. Tvö atriði komust áfram og við vorum afar stolt af því að Rakel okkar kemur til með að keppna í lokakeppninni. Frábært hjá Rakel - sem komst líka áfram í fyrra. 

 • 24. janúar Tíundu bekkingar voru ,,foreldrar" í tvo sólarhringa

  Tuttugu 10. bekkingar fengu lítil kríli í hendurnar á miðvikudaginn; mikið fjör og spenningur. Ungbarnaverkefnið er árlegur viðburður í skólanum en nemendur annast ,,ungbarn" í tvo sólarhringa. Það þarf að huga að þörfum barnsins, skipta á bleyjum, gefa pela, rugga, láta ropa og láta fara vel um barnið. Þetta verkefni er heilmikil áskorun, sérstaklega á nóttunni, þegar þarf að vakna og sinna barninu. Nemendur stóðu sig með mikilli prýði sem löngum fyrr.

 • 18. janúar Ungbarnadagar nálgast - undirbúningur á fullu

  Undirbúningur fyrir ungbarnadagana í 10. bekk er hafinn. Allir sem vildu, fengu að prófa óléttubumburnar og prófuðu m.a. að fara stigana upp á 3. hæð og aftur til baka. Svo þarf að finna gott nafn á krílið sem þau fá í hendur á miðvikudaginn. ,,Ömmurnar" og ,,afarnir" fengu fræðslu fyrr um daginn enda þarf líka að undirbúa þau fyrir komu barnsins. 

 • 16. janúar Heimsókn í Vísindasmiðju Háskóla Íslands

  Nemendur í 8. bekk fóru í skemmtilega heimsókn í Vísindasmiðjuna í Háskólabíói. Ótrúlega skemmtileg heimsókn og fræðandi. 

 • 15. janúar Foreldrafélagið fékk Spilavini í heimsókn

  Miðvikudagskvöld fékk foreldrafélagið Spilavini í heimsókn. Um 25 nemendur tóku þátt og mikið stuð á staðnum og foreldrar buðu auk þess upp á pizzuveislu.  Flottir og skemmtilegir krakkar sem við eigum og frábærir foreldrar!


Efst á síðu