Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


 • 17. des.: Skautaferðir á þemadögum fyrir jól

  Síðustu þrjá daga fyrir jól vorum við með skemmtilega þemadaga. Nemendur gerðu jólaheimasíður og voru hugmyndaríkir í útfærslum. Allir bekkir fóru á skautasvellið á Ingólfstorgi, einn bekkur hvern dag. Mjög skemmtilegt! 

 • 11. des.: Óvæntur glaðningur frá foreldrafélaginu; Vöffluvagninn!

  Bestu þakkir, kæru foreldrar. Það varð mikil vöfflu- og kakóstemning!

  Hér er hlekkur á myndband af viðburðinum.

   

 • 10. des.: Skemmtileg ,,heimsókn" Ævars vísindamanns

  Skemmtileg rafræn heimsókn í morgun í 8. bekk. Ævar vísindamaður ,,kom" til að segja nemendum frá bókinni ,,Þín eigin undirdjúp". Nemendur voru mjög virkir í að spyrja og koma með hugmyndir.

 • 26. nóvember: Jólalegur föstudagur

  Venjulega eru foreldrar með viðburð síðasta fimmtudag í nóvember. Að þessu sinni fórum við nýjar leiðir og settum okkur í jólagírinn án aðstoðar foreldra. 

 • 19. nóv.: Fallegur dagur - glaðst á svelli

  Skemmtilegt að prófa Tjaranarsvellið á fallegum vetrardegi.

 • 16. nóv.: Árni fékk viðurkenningu á degi íslenskrar tungu

  Dagur íslenskrar tungu var viðburðaríkur hjá okkur. Á hverju ári sendum við tilnefningar til Reykjavíkurborgar um nemanda sem hefur sýnt góð tilþrif í notkun íslenskunnar. Verðlaunaafhending hefur farið fram í Hörpunni - mjög hátíðleg athöfn en frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti er verndari íslenskuverðlaunanna. Að þessu sinni tilnefndum við 10. bekkinginn Árna Kristin Hilmarsson. Vegna óvenjulegra aðstæðna var okkur falið að halda okkar eigin verðlaunaafhendingu. Við sýndum meðfylgjandi myndband áður en við héldum út í Mæðragarðinn. Þar fékk Árni skjal og bók með ljóðum Jónasar Hallgrímssonar að viðstöddum foreldrum Árna, nemendum og kennurum. Síðan var boðið upp á kakó í kleinur. Það var einnig annað tilefni til að gleðjast, því síðasta prófdaginn bar upp á dag íslenskrar tungu. Við óskum Árna og foreldrum innilega til hamingju með þessa viðurkenningu.

 • 30. okt.: Hrekkjavökuskóli

  Hrekkjavakan með sínu sniði - á skólatíma. Betra en ekkert á covidtíma.

 • 29. okt.: Hrekkjavökuundirbúningur

  Þrátt fyrir covidhömlur ákváðum við að hafa okkar útfærslu á Hrekkjavöku og ,,skreyttum" húsið fyrir morgundaginn. 

 • 21. okt.: Þórir kennari fékk glaðning frá nemendum

  Þórir kennari fékk aldeilis glaðning daginn fyrir vetrarfríið. Stelpuhópur í 8. bekk mætti í skólann með köku með nafninu Magnús vegna þess að þeim finnst hann svo Magnúsarlegur (smá saga á bak við það). Skemmtilegt uppátæki. Þórir auðvitað hæst ánægður!

 • 21. okt.: Kátir krakkar á leið í vetrarfrí - ísbíllinn mætti

  Það var kærkomið að eiga vetrarfríið framundan. Af því tilefni mætti ísbíllinn til að gleðja nemendur.

 • 16. okt.: Bleikur föstudagur

  Við gerðum okkur dagamun í dag og höfðum bleikan föstudag.

 • 12. okt.: Gott að koma aftur í skólann

  Sól, rigning og regnbogi í göngutúrnum okkar í 8. bekk. Mikið er gott að koma aftur í skólann.  heart

 • 1.Jan 1970
  20. sept. til 12. okt.: Covidsmit kom upp í skólanum

  Það var mjög lærdómsríkt að fara í gegnum það ferli að takast á við covitsmit í skólanum sem kom upp síðla september. Fimm starfsmenn og 10 nemendur smituðust. Allt fór þó vel og við öll reynslunni ríkari. Mikill samhugur var í okkar litla skólasamfélagi og eftir situr mikið þakklæti fyrir hýjar orðsendingar og hvatningu á þessum erfiða tíma. Nemendur stunduðu fjarnám í þrjár vikur. Mikið reyndi á þá kennara sem veiktust ekki við að halda öllum við efnið- en hinir lögðu einnig ótrúlega mikið af mörkum þrátt fyrir veikindi. Það kom sér aldeilis vel að allir nemendur eru með Chrome Book tölvur til afnota. Takk öll fyrir frábæra frammistöðu!

 • 15. sept.: Samhristingur og pizzur og verðlaun

  Á föstudaginn var fyrsta æfing í hópvinnu í blíðskaparveðri. Við leggjum mikið upp úr að nemendur læri að vera góðir liðsmenn í hóp, sem er mikil æfing og stundum áskorun. Í lokin var öllum boðið upp á pizzur í hádeginu. Það var skemmtilegt að þeir hópar sem urðu í 1. og 2. sæti voru annars vegar stelpuhópur en hins vegar strákahópur. Þessir tveir hópar fá að fara saman á kaffihús á morgun, á skólatíma. Við óskum þeim innilega til hamingu. Í hópunum voru: Freyja og Gabríela í 8. bekk, Dharma og Sólveig í 9. bekk og Katrín í 10. bekk. Í stákahópnum voru: Kjartan og Eyjólfur í 9. bekk, Óðinn, Benedikt og Kristófer í 10. bekk. Við óskum þeim öllum til hamingju með viðurkenningarnar.

 • 14. sept.: Heimsókn á Listasafn Íslands

  Áttundi bekkur heimsótti Listasafn Íslands og skoðaði sýninguna Listþræðir.

 • 29. ágúst: Fyrsta vikan að baki

  Fyrsta vikan að baki í Tjarnó. Gekk ljómandi vel. Gaman að kynnast nýjum nemendum og taka upp kynni við eldri nemendur. Allir að vanda sig í sóttvörnum. Set að gamni upprifjun á skólasetningunni þar sem Örn Árnason, leikari og fyrrverandi foreldri í skólanum, og Jónas Þórir Þórisson, tónlistarmaður, glöddu okkur og settu okkur í gleðigírinn.

 • 9. júní Ásthildur Emelía fékk nemendaverðlaun Skóla- og frístundasviðs

  Við erum mjög stolt af Ásthildi Emelíu,10. bekkingi sem við tilnefndum til nemendaverðlauna Skóla- og frístundasviðs. Hver skóli tilnefnir einn nemanda til að taka við þessum verðlaunum. Í rökstuðningi okkar segir: Ásthildur er afar kappsamur nemandi sem leggur sig fram og sýnir mikla þrautseigju. Ásthildur hefur verið virk í sviðslistum árin þrjú í Tjarnarskóla, hefur jákvæð áhrif á bekkjarandann og hefur einlægan áhuga á loftslagsmálum. Hefur sýnt það í verki með því að mæta vikulega á Austurvöll stóran hluta vetrar en gætt þess vel að það komi ekki niður á náminu. Ásthildur hefur mikinn drifkraft og hrífur aðra með sér og er vel að verðlaununum komin. Til hamingju, Ásthildur Emelía og fjölskylda!     smiley

 • 5. júní Skólaslit og útskrift í 35. sinn

  Við vorum afar glöð með skólaslitin nr. 35 í Dómkirkjunni. Sólin skein og gleðin við völd. Við útskrifuðum 20 frábæra krakka og glöddumst yfir áfanganum með þeim. Níu nemendur, þar af tveir 9. bekkingar luku samtals 14 framhaldsskólaáföngum. Dúxinn í 10. bekk hún Rakel Björginsdóttir var með óvenjulega glæsilegt útskirftarskírteini; var með A í öllum greinum! Við munum ekki eftir öðru eins. Ívar Björgvinsson í 9. bekk lauk tveimur fjarnámsáföngum ásamt öðrum 9. bekkingi honum Árna Kistni Hilmarssyni en Ívar fékk 10 fyrir framhaldsskólastærðfræðiáfangann. Glæsilegt! Margir fengu hrós og viðurkenningar, m.a. hún Ásthildur okkar fyrir að vera mikill umhverfissinni en hún mætti ötullega með hvatningarspjaldið sitt á Austurvöll í vetur, síðast núna á útskriftardaginn. Gaman þegar nemendur eru tilbúnir að bæta jarðarkringluna okkar í verki. Rakel flutti kveðjuorð fyrir hönd 10. bekkinga og söng afar fallegt kveðulag til Tjarnó en mamma hennar hún Írís samdi með henni textann. Ríkharður Sigmundsson pabbi í útskriftarhópnum flutti kveðjuræðu fyrir hönd foreldra útskriftarnenda og Starkaður Snorri spilaði á bassa fyrir okkur. Og svo var hún María Solveig með okkur, sem var annar stofnenda Tarnarskóla fyrir 35 árum   Gleði, gleði!!!

 • 2. júní Foreldrar buðu upp á ís

  Síðasta prófdaginn buðu foreldrar upp á ís. Ísbíllinn mætti á svæðið og allir mjög glaðir, nammi-namm!  Takk fyrir okkur, kæru foreldrar!


Efst á síðu