Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


 • 21. apríl Kanínan Húgó í heimsókn

  Dýrin streyma í Tjarnó - við fengum kanínuna hennar Gabríelu í heimsókn í dag. Góður og fallegur gestur.

 • 21. apríl Gaman í körfubolta

  Nokkrir nemendur völdu að fara í körfubolta - stuð og stemning.

 • 16. apríl Hvolpurinn Móa sló í gegn

  Sigurborg kennari kom með hvolpinn sinn, hana Móu í skólann í dag. Hún sló í gegn.

 • 12. apríl Ísferð í sárabætur

  Í dag hefðum við átt að vera í skíðaferð í Bláfjöllum en vegna þess að við þurftum að blása hana af út af ,,dottlu" fengu allir ís í sárabætur í góða veðrinu🍦

 • 24. mars Þemadagar sem ekki var hægt að ljúka

  Þemadagar 2021 - Tjarnó ætlaði að safna áheitum fyrir Unicef. Nemendur hófu undirbúning að söfnun fyrir. Eftir fyrsta daginn sem tókst ágætlega ætluðu nemendur að drippla boltum, reikna dæmi, spila kleppara, stjórna lukkuhjóli, selja bollakökur og fleira skemmtilegt en þá greip covidástandið enn og aftur í taumana og allir fóru fyrr í páskafrí, eins og kunnugt er. Nú er það spurningin hvort okkur tekst að ljúka ætlunarverkinu fyrir skólalok.

 • 22. mars Frábær ferð í Perluna

  Frábær ferð í Perluna í dag. Krakkarnir voru mjög áhugasamir enda heil sýning um eitt heitasta umræðuefni þjóðarinnar.

 • 18. mars Tíundu bekkingar urðu í 3. sæti í Fjármálaleikum grunnskólanna 2020 - 2021

  Tíundu bekkingar urðu í 3. sæti í Fjármálaleikum grunnskólanna 2020 - 2021. FRÁBÆRT! Kristín Lúðvíksdóttir, verkefnastjóri Fjármálavits kom í heimsókn í dag og færði nemendum hamingjuóskir, kökur, viðurkenningarskjal og verðlaunin sem eru 100.000 krónur. Vel gert! Innilega til hamingju krakkar og Birna Dís, kennari! Húrra!

 • 16. mars Heimsóknir 10. bekkinga í FMos og fleiri skóla

  Það er nóg að gera hjá 10. bekk í að skoða framhaldsskóla. Í dag fóru nokkrir nemendur í MS og eftir hádegi fórum við í stórskemmtilega heimasókn í FMOS. Ég var einmitt beðin um að skila því til foreldra að það er opið hús hjá FMOS á morgun klukkan 17:00 ef einhverjir vilja skoða hann betur.

 • 11. mars Tíundu bekkingar í framhaldsskólaheimsóknum

  Krakkarnir í 10. bekk eru búin að vera á ferð og flugi í þessari viku. Við fórum í heimsókn í Borgarholtsskóla á mánudaginn, á þriðjudaginn fórum við í Borgarleikhúsið og sáum leiksýninguna, Allt sem er frábært. Eftir hádegið skoðuðum við Menntaskólann í Kópavogi og í morgun fórum við á kynningu í Tækniskólanum. Síðan eru nokkrir úr bekknum skráðir á kynningu í Versló í dag klukkan 15:00.

 • 5. mars Rýmisæfing í dag

  Gátum loksins haft rýmisæfingu í dag. Tókst frábærlega vel; hópurinn var 1 mín. og 20 sekúndur að rýma húsið. Glæsilegt!

 • 3. mars Samvinna og keppnisandi í 10. bekk

  Samvinna og keppnisandi ríkti hjá 10. bekk í morgun þar sem þau eru á fullu að taka þátt í fjármálaleikunum hjá Birnu í fjármálafræðslunni. Nú verður bara spennandi að sjá í hvaða sæti þau lenda í keppninni.

 • 26. feb. Níundi bekkur á sýningu hjá Íslenska dansflokknum í Borgarleikhúsinu

  Níundi bekkur fór á sýningu hjá Íslenska dansflokkunum í Borgarleikhúsinu; Black Marrow. Mögnuð sýning.

 • 19. feb. Fjör á Joe & The Juice - viðurkenning fyrir rannsóknarverkefni

  Fjör á Joe & The Juice í hádeginu í dag. Rannsóknarverkefnishópurinn fékk sér safa og samloku í boði Tjarnó. Flottur hópur sem skilaði framúrskarandi verkefnum!

 • 17. febrúar Öskudagurinn; Vöffluvagninn kom á Tjarnarbakkann

  Við gerðum okkur glaðan dag á öskudaginn eins og venjulega. Sumir mættu í búningi og allir glöddust þegar Vöffluvagninn mætti á Tjarnarbakkann. Ljúffengar vöfflur og kakó í boði skólans fyrir alla. Mmmmmmmm....

 • 12. febrúar Annarlok; boðið í keilu og pizzuhlaðborð

  Til að fagna annarlokum buðum við nemendum í keilu og pizzur í hádeginu; þvílíkt hlaðborð í boði 🙂 - allir örugglega saddir áður en keilan byrjaði kl. 12.00.

   

 • 12. febrúar Viðurkenningar fyrir framúrskarandi rannsóknarverkefni

  Í morgun veittum við viðurkenningar fyrir framúrskarandi rannsóknarverkefni. Níu nemendur fengu viðurkenningarskjal og þeim verður síðan boðið í ljúffenga hádegishressingu á næstunni. Þeir sem sköruðu fram úr eru: Kristinn og Viðja í 8. bekk, Dharma, Sólveig og Þórunn í 9. bekk og Árni, Benedikt, Ísak og Katrín í 10. bekk. Við óskum þeim öllum til hamingu!

 • 9. febrúar Tíundu bekkingar á sýningu í Norræna húsinu

  10. bekkur skellti sér út úr húsi eftir hádegi og fór í heimsókn í Norræna húsið á myndlistarsýninguna Undir niðri. Mjög áhugaverð samsýning eftir norrænar listakonur.

 • 22. jan. Rannsóknarverkefni 2021

  Í byrjun vikunnar skiluðu nemendur afar fjölbreyttum rannsóknarverkefnum. Hugmyndaflugið og áhugasvið nemenda birtist mjög vel í þessum verkefnum. Sýningin að þessu sinni var án foreldra en hver um sig kynnti sitt verkefni fyrir kennurum og nemendum. Það var mjög skemmtilegt að skoða þessi verkefni. 

 • 20. jan. Ungbarnadagar í 10. bekk

  Nú eru 10. bekkjar foreldrar komnir í afa- og ömmuhlutverkið þar sem fjölgun varð umtalsverð í bekknum í dag. Undirbúningur hófst í gær þegar Ólafur Grétar kom með fræðslu og leyfði nemendum að prófa að vera ,,óléttir". Það má búast við að einhverjir missi svefn í nótt. Gangi þeim vel. Þetta er ellefta árið sem nemendur fá að taka þátt í þessu óvenjulega verkefni í Tjarnó.

 • 11. jan. 8. bekkur á Listasafn Reykjavíkur

  8. bekkur heimsótti sýninguna Gilbert og George í Listasafni Reykjavíkur. Alveg óhætt að segja að listamennirnir hafi fangað athygli nemenda. Það var mikið flissað smiley


Efst á síðu