Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


 • 20. des. Litlu jólin í Tjarnó

  Síðasta skóladag fyrir jól hittust nemendur í skólanum með sparinesti og góða skapið, enda jólafríið framundan. Nemendur höfðu pakkaleik og áttu ljúfa samveru. 

 • 4. des. Góðir gestir frá Fjármálaviti

  Gestir frá Fjármálaviti heimsóttu 10. bekkinn í dag með fjármálafræðslu um launaseðilinn og svo spiluðum við Kahoot. Frábær heimsókn! 

 • 28. nóv. Áttundi bekkur í Þjóðminjasafnið

  Áttundubekkingar heimsóttu Þjóðminjasafnið í dag og skoðuðu sýninguna: Með Ísland í farteskinu, Pike Ward. Mjög skemmtileg sýning og krakkarnir tóku virkan þátt.

 • 28. nóv. Tíundi bekkur í Borgarleikhúsið

  10. bekkur fór í Borgarleikhúsið í dag og sá leikritið ,,Allt sem er frábært"  sem var algjörlega frábært!  

 • 28. nóv. Aðventustund foreldrafélagsins og 10. bekkinga

  Kæru foreldraráðsforeldrar! Hjartans þakkir fyrir góðan undirbúning aðventustundarinnar sem tókst afbragðsvel! Þakka einnig öllum hinum foreldrunum, nemendum og öðrum fjölskyldumeðlimum sem tóku þátt. Tíundubekkingar fá einnig mikið hrós fyrir veitingarnar sem voru glæsilegar og ljúffengar.  Ilmur af heitu súkkulaði fyllti húsið, alls konar jólaföndur var á boðstólum og góð stemning. 

 • 25. nóv. Foreldraráðið skipuleggur aðventustund

  Fimmtudaginn 28. nóv. verður notaleg aðventustund í Tjarnó. Rjúkandi heitt súkkulaði og veitingar á boðstólum meðan Tjarnskælingar og fjölskyldur þeirra föndra saman og eiga notalega stund. 

 • 19. nóv. Flott leirlistarverkefni

  Nemendur í leirlist unnu mörg flott verkefni á 1. önninni. Hér koma sýnishorn.

 • 18. nóv. Dagur íslenskrar tungu; Rakel fékk verðlaun

  Á laugardaginn, sem var dagur íslenskrar tungu, var ákaflega ánægjulegt að vera viðstödd verðlaunaafhendingu í Hörpu. Þeir nemendur sem skólar í Reykjavík höfðu tilnefnt tóku á móti viðurkenningarskjali frá Skóla- og frístundasviði ásamt ljóðabók með völdum ljóðum Jónasar Hallgrímssonar. Við erum stolt af Rakel Björgvinsdóttur í 10. bekk sem kennarar Tjarnarskóla tilnefndu til verðlaunanna og óskum henni og fjölskyldu hennar innilega til hamingju.

 • 6. nóv. Tjarnskælingar tóku þátt í Skrekk 2019

  Leiklistarkrakkarnir tóku þátt í Skrekk í Borgarleikhúsinu. Voru með frábært atriði! Allir stóðu sig vel, við erum mjög stolt af þeim!!! Húrra fyrir ykkur Skrekkskrakkar! 

 • 1. nóv. Myndmennt - flottar myndir

  Hanna myndmenntakennari sendi okkur þessar flottu myndir sem nemendur unnu hjá henni. 

 • 1. nóv. Heimsókn á Alþingi

  Tíundubekkingar fengu að skoða Alþingi í dag. Frábær heimsókn!

 • 31. okt. Áttundi bekkur á kynningu á myndasögum í Borgarbókasafninu

  Áttundi bekkur fór á kynningu á myndasögudeild Borgarbókasafnins í Grófinni. Þetta var virkilega skemmtileg kynning og hópurinn frábær. Þau spurðu skemmtilegra spurninga og fengu mikið hrós.

 • 31. okt . Hrekkjavaka í Tjarnó

  Nemendaráðið skipulagði opið hús í skólanum frá 19:00 - 21:30 í tilefni Hrekkjavökunnar. Stuð og hryllingur!
   

 • 23. okt. - Vetrarfrí - veiiiiii

  Við í Tjarnó óskum nemendum góðs vetrarfrís! Notaleg tilhugsun að eiga fimm frídaga framundan. Bestu kveðjur til ykkar allra, Margrét

 • 22. okt. Einhyrningadagurinn

  Nemendaráðið skipulagði einhyrningadag í dag. Fjölbreytnin í fyrirrúmi.

 • 16. okt. Tíundubekkingar á myndasögukynningu

  Tíundi bekkur fór á Borgarbókasafnið og fékk frábæra myndasögukynningu. Nemendur fengu mikið hrós fyrir flotta og skemmtilega framkomu. heart

 • 14. okt. Áttundubekkingar á Landnámssýningunni

  Áttundi bekkur endaði daginn á Landnámssýningunni í Aðalstræti. Mjög skemmtileg fræðsla sem við fengum og krakkarnir voru flottir.

 • 3. - 9. okt. Danskir gestir í Tjarnó

  Það var ótrúlega skemmtilegt að taka á móti dönsku krökkunum frá Roskilde lille skole í byrjun október. Gestirnir dvöldu á Íslandi í viku. Nemendur gistu hjá frábærum Tjarnarskólafjölskyldum sem voru aldeilis góðir gestgjafar. Dönsku gestirnir upplifðu margt skemmtilegt; fóru með okkur í haustferð í Vindáshlíð, fóru í alls konar skoðunarferðir, ísferðir, hellaskoðun, foreldragrill í Elliðaárdal, pizzukvöld og margt fleira. Myndirnar tala sínu máli. Tíundi bekkurinn okkar fer síðan í Danmerkurferð í maí - það verður örugglega eftirminnilegt!

 • 1. okt. Weard Wednesday

  Nemendaráðið stóð fyrir Weard Wednesday devil

 • 27. sept. Íslenskan unnin utan dyra í blíðunni

   Áttundi bekkur og  Kristín Inga, kennari, fóru í göngutúr í yndislegu veðri. Íslenska málfræðin unnin úti í blíðunni.


Efst á síðu