Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


 • 1.Feb 1970
  22. sept. Klifurhúsið

  Nemendur í útivistarhópnum fóru í Klifurhúsið og æfðu sig í klifri, nema hvað!

 • 1.Feb 1970
  22. sept. Tíundu bekkingar í Vísindasmiðjunni

  10. bekkur fór í Vísindasmiðjuna í dag. Aðalviðfangsefnið var stöðurafmagn og umhvefisvernd en einnig skoðuðu krakkarnir ýmislegt annað spennandi. Alltaf gaman að fara í Vísindasmiðjuna.

 • 1.Feb 1970
  8. september Hönnunarhópur að þæfa, hekla og teikna

  Hönnunarhópurinn var að þæfa, hekla og teikna með klór í dag. Gaman!

 • 1.Feb 1970
  8. september Útivistarkrakkar í frisbí á Kalmbratúni

  Nemendur í útivistarvalinu fóru og spiluðu frisbígolf á Klambratúni í dag.

 • 1.Feb 1970
  3. sept. Allir á Úlfarsfell

  Við þurftum að hafa skólahúsið lokað í dag vegna þess að það var heitavatnslaust vegna viðgerða hjá Orkuveitunni. Við höfðum því útivistardag; gengum á Úlfarsfell og þegar við komum niður beið Vöfflubíllinn eftir okkur. Gott að fá vöfflur og kakó. 

 • 1.Feb 1970
  1. sept. Tíundi bekkur fór og sá Iðavelli á Listasafni Reykjavíkur

  Nemendur fengu mjög skemmtilega leiðsögn . Krakkarnir fengu hrós í lokin, enda til fyrirmyndar.

 • 1.Feb 1970
 • 1.Feb 1970
  31. ágúst Níundi bekkur á Listasafn Reykjavíkur

  Nemendur í 9. bekk fóru með kennaranum sínum á sýningu í Listasafnir Reykjavíkur í dag. 

 • 1.Feb 1970
  30. ágúst 9. bekkur í göngutúr í góða veðrinu

  Níundi bekkur fór í fínan göngutúr í góða veðrinu. 

 • 23. ágúst Nýtt skólaár - skólasetning í 37. sinn

  Það var mjög ánægjulegt að hitta alla nýju nemendurna og auðvitað eldri nemendur einnig á skólasetningunni. Sjana Rut, fyrrverandi Tjarnarskólanemendi kom og söng svo fallega fyrir okkur. Við gleðjumst ávallt á nýjum byrjunarreit og vonum að skólárið verði frábært, þangað stefnum við. 

 • 7. júní Útskrift og skólaslit í 36. sinn í Dómkirkjunni

  Heil og sæl öll og kærar þakkir fyrir síðast, á skólaslitum í 36. sinn í Dómkirkjunni 8. júní síðast liðinn.

  Langar að deila með ykkur myndum sem ég tók um leið og ég þakka aftur þeim sem lögðu fram sinn skerf til að gera athöfnina ánægjulega. Kærar þakkir til Arndísar í 8. bekk fyrir frábæran tónlistarflutning á víóluna sína, Árna í 10. bekk fyrir skemmtilega ræðu útskriftarnemanda, Helgu Ægisdóttur, mömmu í 10. bekk fyrir dásamlega ræðu. Einnig Guðrúnu Evu í 10. bekk fyrir fallega sönginn.

  Sex nemendur í 10. bekk fengu viðurkenningar; þau Ívar, Katrín, Árni, Nikolai, Guðjón Már og Kristófer Óli. Fimm nemendur í 9. bekk, þau Þórunn, Dharma, Eyjólfur, Elmar og Sólveig og þrír nemendur í 8. bekk; þau Kayla, Arndís og Ingibjörg.

  Útskrift 10. bekkinganna var ánægjuleg, eins og alltaf, en að þessu sinni útskrifuðust 18 nememendur sem halda nú inn í nýjan kafla í skólagöngunni. Helga Júlia, umsjónarkennari, kvaddi þá svo fallega. Ég óska þeim allra heilla.

  Svo kvöddum við einnig Helgu Markúsdóttur sem lauk starfsferlinum sínum hjá okkur. Þakka þér enn og aftur, Helga mín.

  Fulltrúar í foreldrafélaginu fengu líka þakkir.

  Í lokin fórum við út í skóla þar sem var fjölmenn kveðjustund með fjölskyldum 10. bekkinga, það eru nokkrar myndir þaðan líka.

  Njótið sumarsins!  Kv. Margrét

 • 3. júní Gleðidagur hjá 10. bekk - á fullu í alls konar

  Tíundu bekkingar fögnuðu því að skólaárinu er að ljúka. Þeir fóru í dagsferð með umsjónarkennaranum sínum henni Helgu Júlí. Frábær dagur að þeirra sögn.

 • 26. maí Foreldrar grilluðu í Mæðragarðinum

  Frábærir foreldrar og ein amma þau Guðrún, Aðalsteinn, Harpa og Ágústa amma og foreldraráð í heild sinni stóðu fyrir frábærr pylsu og ísveislu í dag. Dásamleg samvera í góða veðrinu í Mæðragarðinum sem hefur tekið breytingum. Veisluhaldarar slóu í gegn, allir glaðir. Grill og ísbíll, gerist ekki betra!

 • 20. - 21. maí Vorferð í Ölver

  Loksins fengum við tækifæri til að fara saman í ferðalag eftir langvinnar lokanir vegna...þið vitið. Hópurinn fór í tveggja daga ferð og gistu í Ölveri. Um kvöldið var Júróvisjónstemning.  Frábær samvera í góðu veðri allan tímann. 

 • 19. maí Stelpur og tækni

  9. bekkur tók þátt í Stelpur og tækni í dag. Skemmtilegt og fræðandi verkefni þar sem Háskólinn í Reykjavík hvetur konur til náms í tæknigreinum og þær fá að kynnast konum í tæknistörfum og tæknifögum innan háskólans. Markmiðið er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn.

 • 14. maí Kennarinn í tónlistarvalinu ánægður með hópinn sinn

  Kennarinn í tónlistarvalinu hefur verið mjög ánægður með krakkana. Sendi póst á miðvikudaginn:

  ,,Sæl, gekk rosalega vel í dag, það var mjög erfitt að slíta sum þeirra frá tölvunum í lok tímans því þau voru á kafi í að gera tónlist

   

 • 7. maí Tíundubekkingar afhentu Rauða krossinum 75 þúsund

  Tíundubekkingarnir okkar urðu í 3. sæti í Fjármálaleikunum fyrir stuttu og fengu 100 þúsund króna verðlaunafé. Þeir ákváðu að styrkja Rauða krossinn um 75 þúsund af verðlaunafénu. Glæsilegt hjá okkar krökkum. Í kjölfar afhendingarinnar buðum við þeima upp á ís fyrir frækna frammistöðu. Húrra fyrir þeim

 • 4. maí Aldeilis frábær árshátíð

  Stærsti viðburður vetrarins, árshátíðin 2021 var á fimmtudaginn. Hún var svo skemmtileg! Við vorum mjög stolt af krökkunum. Nemendur í 10. bekk lögðu mikið á sig til að kvöldið yrði eftirminnilegt. Guðrún og Árni voru glæsilegir kynnar, mörg skemmtiatriði voru flutt, nemendur fengu alls konar tilnefningar, galdur, dansar, herrar og ungfrúr bekkjanna, skemmtilegt tónlistarval Ragnheiðar, oooog ekki má gleyma kennaragrínunum. Voru alveg frábær í ár. Birna, Goði, Guðrún og Guðjón Már voru með frábær tónlistaratriði. Húrra fyrir ykkur, krakkar

 • 26. apríl Hundurinn Húgó, gestur dagsins

  Gaman að fá dýr í heimsókn. Nú var það hann Húgó sem gladdi okkur með því að vera með okkur hálfan dag.


Efst á síðu