Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


  • Vinaball 24. nóvember

    Nemendaráðið skipulagði skemmtilegt vinaball þar sem nemendur máttu taka með sér góðan vin. Mjög gaman!

  • Tíundu bekkingar á Hefndina í Bíó Paradís

    Nemendur í 10. bekk fengu að fara og sjá kvikmyndina Hefndin í Bíó Paradís 24. nóvember. Myndirnar eru valdar af Oddnýju Sen, sem fræðir nemendur alltaf um eitthvað sem tengist kvikmyndagerð í þessum bíóferðum. Það er frábært!

  • Fræðsla um matarsóun

    Við fengum góðan gest til að fjalla um matarsóun á dögunum. Rannveig Magnúsdóttir spjallaði við krakkana og sýndi þeim myndband um þetta málefni. Það var gaman að fá póst frá henni eftir heimsókina:

    ,,Það var mjög gaman að koma og tala við krakkana, sum þeirra eru klárlega með allt á hreinu í sambandi við umhverfismál ;) Við þurfum ekki að kvíða framtíðinni með svona flott ungmenni sem taka við."  

    Við þökkum Ragnheiði kærlega fyrir heimsóknina.

  • List fyrir alla í Ráðhúsinu

    Það var bráðskemmtilegt að horfa á danssýningu á vegum ,,List fyrir alla" í ráðhúsinu, 17. nóvember. Fyndin sýning sem féll vel í kramið. 

  • Moli í uppáhaldi

    Hún Sigrún Edda, ritarinn í skólanum, tekur gjarnan hundinn sinn með í skólann (með samþykki allra, að sjálfsögðu). Hann er í miklu uppáhaldi og við köllum hann Mola skólahund. Þau á myndinni eru miklir vinir. 

  • Krakkarnir í Tjarnó ,,kusu" til Alþingis

    Mjög skemmtilegt tækifæri að kynnast lýðræðislegri kosningu og taka þátt. Gott framtak!

  • Mexíkósúpa foreldraráðsins í hádeginu

    Foreldraráðið eldaði ilmandi Mexíkósúpu í lok október - áður en prófatíminn gekk í garð. Frábært framtak! Sjá má stutt myndband á slóðinni: https://apps.facebook.com/magisto/video/YQ5MOQAIFD0sXAxgCzE?o=w&c=e&l=mmr1&tp=AgMCXjUmPFYXVA1ZWCk6WBRVCA4PeTtcEgRZAgwsbA0TVQ5cX31vU1cUCUkFOioIFDkFXlc5MQ8UCTNIDy48ElcTH18YEDEPTFdcDFN4a1lCU0pZAi42BRQKUV8HLjEH&trydeeplink. Gjörið þið svo vel :) 

  • Kvosarkrakkar fóru á Landnámssýninguna

    Alltaf gaman að skoða sýninguna og fræðast um hvernig upphaf landnáms var í Reykjavík.

  • Sýningin Neyzlan í Árbæjarsafni

    Tíundu bekkingar fóru á fróðlega sýningu á Árbæjarsafni. Þar fengu þeir fræðslu um neysluhætti Reykvíkinga á síðustu öld og á sýningunn var hægt að skoða völundarhús plastsins þar sem sjónum er beint á ofnotkun á plasti. Þessi sýning tengist mjög vel umfjöllunarefni nemenda í samfélagsfræði um neyslusamfélagið og hvað við mannfólkið getum gert til að minnka vistspor okkar á jörðinni.

  • Í roki og rigningu er kósý og spila, hlusta á tónlist eða horfa á Friends

    Það er gott að leggja stundum hefðbundið nám til hliðar og gera eitthvað allt annað. Einn rigningardaginn gerðum við það eftir hádegi.

  • Aftur í Bíó Paradís - nú á myndina Louder than Bombs

    Áhrifamikil mynd - allir nemendur fóru í Bíó Paradís 18. október 

  • Bleikur föstudagur 14. okt.

    Eins og flestir landsmenn tókum við þátt í ,,bleikum föstudegi"14. október til þess að vekja athygli á góðu málefni.

  • Rímur, rapp og sagnaflug í Norræna húsinu

    Norræna húsið stóð fyrir viðburðinum ,,Úti í Mýri" í október sem var hluti af alþjóðlegri barna- og unglingabókmenntahátíð í Reykjavík. Nemendur í 8. og 9. bekk tóku þátt í svo nefndu ,,Sagnaflugi" en nemendur í 10. bekk verkefninu ,,Rímur og rapp". Gaman!  Takk fyrir okkur!

  • Myndmenntarkrakkar unnu með kol

    Hún Sigrún myndmenntakennari er algjör snillingur. Hún hefur m.a. fengið nemendur til að vinna með ,,ljósið í myrkrinu" með því að nota kol. Skoðið endilega myndirnar með því að smella á fyrirsögnina. 

  • Tjarnókrakkar gestir í Útsvari

    Nemendum í Tjarnó bauðst að vera gestir í útsendingu á Útsvarsþætti föstudaginn 30. september. Það er spennandi að sjá hvernig svona útsending fer fram í sjónvarpssal og fá myndir með þeim Sigmari og Þóru, þáttarstjórnendum.

  • Krakkarnir í 8. bekk (Kvos) fóru á Ljósmyndasafn Reykjavíkur

    Það er stutt að fara í Ljósmyndasafn Reykjavíkur og kíkja á skemmtilegar sýningar. Birna Dís fór með 8. bekkinga þangað 30. september. 

  • Allir á myndina Timbuktu í Bíó Paradís

    Frábær mynd! Í kjölfarið (daginn eftir) unnu nemendur í 10. bekk samfélagsfræðiverkefni í tengslum við myndina hjá Helgu Júlíu, kennara.

  • Hljómskálagarðurinn á góðum degi

    Það er gott að brjóta upp daginn og bregða sér í Hljómskálagarðinn þegar vel viðrar. Myndirnar segja sína sögu.

  • Tíundu bekkingar í VR að kynna sér réttindi og skyldur á vinnumarkaði

    Nemendur í 10. bekk fóru í heimsókn í VR 19. september. Það er mjög mikilvægt að kynna sér hvaða réttindi og skyldur fylgja því þegar maður ræður sig í vinnu. Gott mál. Helga Júlía kennari fór með nemendum.

  • Nemendur fóru á myndina The Queen í Bíó Paradís 19. september

    Við erum svo heppin að fá boð frá Bíó Paradís á hverjum skólavetri. Þá röltum við upp Hverfisgötuna, fáum stutta kvikmyndafræðslu hjá henni Oddnýju Sen og horfum síðan á vel valda mynd í nánast hverjum skólamánuði. Fyrsta mynd vetrarins var The Queen sem var sýnd fyrir 8. og 9. bekk.


Efst á síðu