Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


  • Frábær ferð til Danmerkur - Roskilde Lille Skole 10. - 15. mars

    Nemendur í 10. bekk, Birna Dís, kennari og Dagmar foreldri fóru í góða heimsókn til Danmerkur. Nemendur gistu hjá gestgjöfum og í skógarhúsi en dvölin tók tæpa viku. Allir komu hæstánægðir til baka eftir ánægjulega ferð og dvöl hjá Dönunum. Við hlökkum mikið til að endurgjalda gestrisnina í næsta mánuði þegar 23 danskir krakkar og 5 fullorðnir heimsækja okkur í Tjarnarskóla. Kíkið endilega á myndirnar hér á fréttasíðunni og svo eru fleiri myndir á myndakrækjunni. (11 myndir)

  • Borgarstjórinn í heimsókn 16. mars ´17

    Það var mjög ánægjulegt að fá borgarstjórann, Dag B. Eggertsson, í heimsókn í dag. Hann skoðaði skólann og rabbaði við nemendur og fékk að sjá eitt verkefnið sem nemendur unnu á nýliðnum þemadögum. Frábært myndband um hvað hægt er að sýna dönsku gestunum okkar í 101 Reykjavík þegar þeir koma í næsta mánuði. Hann heilsaði einnig upp á Mola skólahund. Í kjölfarið var gerð sérstök frétt um Mola á mbl.is þar sem fjallað var um hundinn og borgarstjóraheimsóknina. Bara gaman - lífið í lit! (3 myndir)

  • Krakkar í íþróttavali á skauta 8. mars ´17

    Alltaf gaman að skella sér á skauta! (2 myndir)

  • Stíll í Hörpu 4. mars 2017

    Þær Ivana, Leónóra, Mathilda og Rakel tóku þátt í Stíl í Hörpu fyrir hönd Tjarnarskóla. Þær lögðu mjög mikið á sig og mættu með flotta hönnun í keppnina. Rakel var módelið, Ivana og Mathilda hönnuðu og Leónóra sá um förðunina. Við vorum mjög stolt af frammistöðu þessara stelpna en þetta er í 3. skipti sem Tjarnarskóli tekur þátt. (3 myndir)  

  • Öskudagur 1. mars ´17

    Frábær öskudagur: Margir nemendur mættu í öskudagsbúningum og vegleg verðlaun voru í boði; miðar á Color Run í sumar, tvær skólatöskur, drykkjarflöskur og sokkar sem foreldrar útveguðu. Margir nemendur kusu að skreppa aðeins í bæinn og fá góðgæti meðan hinir voru í skólanum og skemmtu sér við spilamennsku eða horfa á myndbönd. Kennararnir mættu einnig í afrískum klæðnaði (8 myndir).

  • Foreldrar buðu upp á pizzuhádegi 17. febrúar ´17

    Foreldrar komu nemendum skemmtilega á óvart í hádeginu og buðu upp á ljúffengar pizzur. Þetta féll að sjálfsögðu í mjög góðan jarðveg, bæði hjá nemendum og kennurum. Bestu þakkir fyrir okkur!!!  (2 myndir)

  • Heimsókn í Þjóðleikhúsið 31. janúar ´17

    Tíundu bekkingar fóru á kynningu í Þjóðleikhúsinu. Það var leikarinn og leikstjórinn Þórhallur Sigurðsson sem tók á móti nemendum og Helgu kennara og fræddi þau um starfsemi leikhússins. Það voru allir sammála um að þetta hafi verið skemmtilegasta vinnustaðaheimsóknin hingað til. (3 myndir)

  • Rannsóknarverkefni í janúar 2017

    Nemendur skiluðu svo nefndum rannsóknarverkefnum í lok janúar og höfðu kynningu fyrir foreldra. Ótrúlega mörg skemmtileg og vel unnin verkefni voru á sýningunni. Nemendur sögðu frá verkefninu og hvernig þeir höfðu unnið það. Sjö nemendur fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi verkefni; þau Kristján Andri í 8. bekk, Birta Dís og Brynja í 9. bekk og þær Filippía, Ivana, Rebekka og Rakel í 10. bekk. Við óskum þeim öllum til hamingju með frábær verkefni. (4 myndir).

  • Tínudu bekkingar í Seðlabankann 25. janúar ´17

    Tíundubekkingar fóru í heimsókn í Seðlabankann í dag. Þar fengu þau fræðslu um hlutverk og starfsemi bankans ásamt því að fá afar skemmtilega leiðsögn um myntsafn bankans. Frábærar móttökur, takk fyrir það! (3 myndir)

  • Ungbarnadagar í janúar

    Nemendur í 10. bekk sáu um sýndarungbörn í tvo sólarhringa 18. - 20. janúar.  Þetta er í 8. sinn sem við tökum þátt í þessu verkefni sem er unnið í samvinnu við Ólaf Gunnarsson hjá ÓB-ráðgjöf. Nemendur þurfa að sinna þörfum barnsins; skipta á bleyjum, gefa pela, láta ropa, rugga því og hugga eftir þörfum. Nemendur mættu í skólann með barnið og það var ótrúlega skemmtileg stemning í skólanum þessa daga. Í lokin mæltu allir nemendur með því að næsti 10. bekkur fengi að taka þátt í verkefninu að ári liðnu.  

  • Pizzuhádegi og spil 18. janúar

    Alltaf gaman að fá smá tilbreytingu - pöntuðum pizzur í hádeginu og spiluðum (3 myndir)

  • Tíundubekkingar í Verzló 17. janúar

    Í dag fóru krakkarnir í 10. bekk í heimsókn í Verzlunarskóla Íslands. Þetta var fyrsta framhaldsskólaheimsóknin okkar af mörgum í vetur. Nemendur fengu fínar móttökur, fræddust um skólann og voru ánægðir með heimsóknina (2 myndir).

  • Rakel D. Hanson, dýrafræðinemi í heimsókn 20. des.

    Tíundubekkingar fengu góðan gest, hana Rakel Dawn Hanson, fyrrverandi Tjarnskæling. Hún er nemi í dýrafræði við háskóla í Lieds og sagði nemendum frá náminu sínu og framtíðarsýn. Alltaf gaman að fá fyrrverandi nemendur í heimsókn og við óskum Rakel alls hins besta í framtíðinni. 

  • Vísindasmiðjan í Háskólabíói

    Það er gaman að heimsækja Vísindasmiðju Háskóla Íslands. Að þessu sinni skiptum við nemendum í stráka- og stelpuhóp sem fóru saman tvo daga í röð. Gott framtak hjá HÍ.

  • Samvera foreldra og nemenda á aðventunni

    Það er hefð að hittast á aðventunni og föndra, njóta veitinga og ljúfrar samveru. Foreldrar skipuleggja þennan viðburð og 10. bekkingar sjá um veitingarnar og safna í ferðasjóðinn sinn. Myndirnar tala sínu máli. 

  • Þemadagar hófust með skemmtilegu hópefli

    Þemadagarnir hófust 13. desember og þeim lýkur 19. desember. Verkefnið að þessu sinni heitir ,,Köttur úti í mýri með mikro.bit á heilanum". Nemendahópar settu sig í vinnugírinn með því að vinna tvö skemmtileg hópeflisverkefni: Búa til skúlptúr úr spaghettílengjum og sykurpúðum. Síðan áttu hóparnir að pakka inn bók saman, en máttu bara nota aðra höndina (hafa hina fyrir aftan bak). Svo fóru allir á myndina ,,Hin ótrúlegu ævintýri Adele" í Bíó Paradís. 

  • Setbekkirnir orðnir fínir

    Einn valhópurinn vann með Birnu kennara að því að mála og setja nýtt áklæði á bekkina á ganginum. Þetta eru eldgamlir bekkir - að minnsta kosti 40 ára gamlir. Halda nú áfram að þjóna hlutverki sínu, glaðir í bragði. Gangurinn hefur því fengið nýtt og betra yfirbragð. Bestu þakkir, krakkar og Birna fyrir vel unnið verkefni!

  • Flóamarkaður og lukkuhjól 10. bekkinga

    Tíundu bekkingar eru að safna í ferðasjóð til þess að komast í heimsókn til Danmerkur í mars. Ætlunin er að heimsækja vinaskólann okkar; Roskilde Lille Skole. Laugardaginn 9. desember var því skólinn opinn og gestum og gangandi boðið að líta á varning og fá sér kakóbolla. Einnig var hægt var að taka þátt í lukkuhljóli og fá glaðning. Fín stemning á Tjarnarbakkanum - og veðrið unaðslegt :)

  • Ragnheiður Eyjólfsdóttir, rithöfundur

    Ragnheiður Eyjólfsdóttir, rithöfundur, kom og las upp úr nýju bókinni sinni; Skuggasaga - Undirheimar.  Takk fyrir góða heimsókn, Ragnheiður!

  • Vöffluföstudagur

    Heimilisfræðinemendur buðu upp á vöfflur fyrir alla föstudaginn 25. nóvember.  Ljúfur ilmur barst um allt hús og skapaði góða föstudagsstemningu.


Efst á síðu