Níundi bekkur og Birna Dís fóru og skoðuðu sýninguna Panik í Hafnarhúsinu. Skemmtileg sýning.
Eftir frábæra dvöl í Bláfjöllum var farið með dönsku gestina í Hellisheiðarvirkjun og síðan í heimsókn í Garðyrkjuskólann í Hveragerði. Þar var boðið upp á dásamlega hressingu, kleinur og ávaxtasafa. Við þökkum kærlega fyrir frábærar móttökur!
Við vorum ótrúlega heppin að fá gott skíðaverður í Bláfjallaferðinni okkar. Gist var í skála Breiðabliks og allir glaðir.
Tjarnógestgjafarnir sýndu mikla gestristni og voru hugmyndaríkir í því að sinna gestunum. Hér koma nokkrar myndir sem sýnishorn.
Foreldrar í skólanum stóðu að myndarlegu morgunverðarhlaðborði fyrir Danina á föstudegi heimsóknarinnar. Síðan fóru allir í hópum um miðborgina og kynntust mörgu áhugaverðu, s.s. Hörpu, Sólfarinu, Hallgrímskirkjuturninum, söfnum, Höfninni og fleiru skemmtilegu. Hluti verkefna var að taka sniðugar myndir. Síðan var boðið upp á pizzur í hádeginu áður en dönsku gestirnir héldu heim með gestgjöfunum. Framundan skemmtileg helgi.
Nemendur og kennarar í vinaskólanum okkar Roskilde Lille Skole komu í heimsókn til okkar og dvöldu á Íslandi í eina viku. Mikill undirbúningur liggur að baki þannig heimsóknar og Tjarnarskólafjölskyldurnar voru ómetanlegir bakhjarlar í að taka á móti Dönunum. Fyrsta daginn gistu þeir í skátaskála í Vesturbænum og þá næstu í Gróttu. Fyrsta kvöldið hittust margir Tjarnókrakkar og Danirnir í ísbúðinni, þrátt fyrir kulda utan dyra. Ísland hvað?
Krakkarnir í 10. bekk fóru í skemmtilega heimsókn í Borgarholtsskóla, ásamt Helgu Júlíu kennara. Það er alltaf gaman að heimsækja Borgó.
Tíundu bekkingar þurftu að ljúka forinnritun í framhaldsskóla 10. apríl. Nú styttist óðfluga í að grunnskólaárunum þeirra ljúki og framhaldsskólaárin taka við.
Við breytum alltaf út af vananum síðasta dag fyrir páska. Stundum höfum við íþróttakeppni, dans eða eitthvað annað. Að þessu sinni vorum við með alls konar þrautir í skólanum. Nemendur fóru út í Mæðragarð og söfnuðu ,,eggjum", síðan var pílukast, Kahoot-keppni, spilaþraut, púsluþraut og fleira skemmtilegt. Liðið sem vann fékk páskaegg í verðlaun og síðan voru allir kvaddir með litlu páskaeggi í nesti áður en kærkomið páskafrí tók við.
Árshátíð nemenda er hápunkturinn í félagsstarfinu á hverju skólaári. Mikill undirbúningur liggur að baki en nemendur í 10. bekk eiga veg og vanda að öllum undirbúningi. Undanfarin ár höfum við haldið árshátíðina hjá nágrönnum okkar í Iðnó. Góður matur frábær skemmtiatriði, alls konar tilnefningar s.s. bros skólans, bjartasta vonin, húmor skólans og margt fleira er mjög gleðjandi. Nemendur gera grín að kennurum með myndbandinu ,,Kennaragrín" og kennarar skólans gera líka sitt myndbandsgrín þar sem þeir sýna á sér óvæntar hliðar. Allt mjög skemmtilegt!. Svo er auðvitað dansað og dansað. Tíundu bekkingar stóðu sig afar vel við að gera árshátíðina sem glæsilegasta og margir nemendur í skólanum voru með tónlistaratriði. Margir duttu einnig í lukkupottinn í ´árlega miðahappdrættinu. Sjá má helling af myndum á ,,Myndasíðunni".
Á hverju ári tökum við okkur hlé frá hefðbundnu skólastarfi og leggjum ABC hjálparstarfi lið. Nemendur rölta um miðborgina og biðja vegfarendur að setja smáræði í söfnunarbaukana. Það er misjafnt hver árangurinn er - en alltaf ánægjulegt að leggja lið með það í huga að margt smátt gerir eitt stórt.
Gaman að prófa eitthvað nýtt.
Það eru margar skemmtilegar sýningar í gangi í tilefni af ,,hönnunarmars". Ein þeirra er á Kjarvalsstöðum og sýnir ýmislegt sem tengist vöruhönnun. Gaman að skoða og fá fræðslu. Níundubekkingar og Birna fóru í góða veðrinu í dag.(7 myndir)
Á hverju ári fara nemendur á Skólaþing þar sem þeir kynnast störfum á Alþingi Íslendinga. Þeir fá að spreyta sig á að taka mál til umfjöllunar og greiða atkvæði og þurfa að vera ýmist með tillögu eða á móti. Margir tóku til máls og Helga Júlía kennari var mjög ánægð með frammistöðu nemenda. Hver veit nema einhver verði þingmaður í framtíðinni?(5 myndir)
Skemmtilegt að prófa babminton! (3 myndir)
Þetta var umsögn foreldra: ,,Yndislegir krakkar úr 9. bekk fóru saman í keilu í gær Það var æðislega gaman að fylgjast með þeim þau eru æðislegur hópur". (5 myndir)
Nemendur í 9. bekk fóru á sýninguna 871 í svo nefndum Skerputíma. Skemmtilegt!
Pörupiltar er frábær kynfræðsluleiksýning sem nemendum í 10. bekk hefur gefist kostur á að sjá undanfarin ár. Mjög skemmtileg sýning og fræðandi.
Frábært veður og skemmtilegt umhverfi - tilvalið að klifra og hreyfa sig á ýmsan máta. (3 myndir)
Rýmisæfing gekk afar vel. Rýmdum húsið á tæplega tveimur mínútum. Allir söfnuðust saman fyrir framan Iðnó - í röð.
Flott krakkar! (2 myndir)