Þær Ivana, Leónóra, Mathilda og Rakel tóku þátt í Stíl í Hörpu fyrir hönd Tjarnarskóla. Þær lögðu mjög mikið á sig og mættu með flotta hönnun í keppnina. Rakel var módelið, Ivana og Mathilda hönnuðu og Leónóra sá um förðunina. Við vorum mjög stolt af frammistöðu þessara stelpna en þetta er í 3. skipti sem Tjarnarskóli tekur þátt. (3 myndir)
Frábær öskudagur: Margir nemendur mættu í öskudagsbúningum og vegleg verðlaun voru í boði; miðar á Color Run í sumar, tvær skólatöskur, drykkjarflöskur og sokkar sem foreldrar útveguðu. Margir nemendur kusu að skreppa aðeins í bæinn og fá góðgæti meðan hinir voru í skólanum og skemmtu sér við spilamennsku eða horfa á myndbönd. Kennararnir mættu einnig í afrískum klæðnaði (8 myndir).
Foreldrar komu nemendum skemmtilega á óvart í hádeginu og buðu upp á ljúffengar pizzur. Þetta féll að sjálfsögðu í mjög góðan jarðveg, bæði hjá nemendum og kennurum. Bestu þakkir fyrir okkur!!! (2 myndir)
Tíundu bekkingar fóru á kynningu í Þjóðleikhúsinu. Það var leikarinn og leikstjórinn Þórhallur Sigurðsson sem tók á móti nemendum og Helgu kennara og fræddi þau um starfsemi leikhússins. Það voru allir sammála um að þetta hafi verið skemmtilegasta vinnustaðaheimsóknin hingað til. (3 myndir)
Nemendur skiluðu svo nefndum rannsóknarverkefnum í lok janúar og höfðu kynningu fyrir foreldra. Ótrúlega mörg skemmtileg og vel unnin verkefni voru á sýningunni. Nemendur sögðu frá verkefninu og hvernig þeir höfðu unnið það. Sjö nemendur fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi verkefni; þau Kristján Andri í 8. bekk, Birta Dís og Brynja í 9. bekk og þær Filippía, Ivana, Rebekka og Rakel í 10. bekk. Við óskum þeim öllum til hamingju með frábær verkefni. (4 myndir).
Tíundubekkingar fóru í heimsókn í Seðlabankann í dag. Þar fengu þau fræðslu um hlutverk og starfsemi bankans ásamt því að fá afar skemmtilega leiðsögn um myntsafn bankans. Frábærar móttökur, takk fyrir það! (3 myndir)
Nemendur í 10. bekk sáu um sýndarungbörn í tvo sólarhringa 18. - 20. janúar. Þetta er í 8. sinn sem við tökum þátt í þessu verkefni sem er unnið í samvinnu við Ólaf Gunnarsson hjá ÓB-ráðgjöf. Nemendur þurfa að sinna þörfum barnsins; skipta á bleyjum, gefa pela, láta ropa, rugga því og hugga eftir þörfum. Nemendur mættu í skólann með barnið og það var ótrúlega skemmtileg stemning í skólanum þessa daga. Í lokin mæltu allir nemendur með því að næsti 10. bekkur fengi að taka þátt í verkefninu að ári liðnu.
Alltaf gaman að fá smá tilbreytingu - pöntuðum pizzur í hádeginu og spiluðum (3 myndir)
Í dag fóru krakkarnir í 10. bekk í heimsókn í Verzlunarskóla Íslands. Þetta var fyrsta framhaldsskólaheimsóknin okkar af mörgum í vetur. Nemendur fengu fínar móttökur, fræddust um skólann og voru ánægðir með heimsóknina (2 myndir).
Tíundubekkingar fengu góðan gest, hana Rakel Dawn Hanson, fyrrverandi Tjarnskæling. Hún er nemi í dýrafræði við háskóla í Lieds og sagði nemendum frá náminu sínu og framtíðarsýn. Alltaf gaman að fá fyrrverandi nemendur í heimsókn og við óskum Rakel alls hins besta í framtíðinni.
Það er gaman að heimsækja Vísindasmiðju Háskóla Íslands. Að þessu sinni skiptum við nemendum í stráka- og stelpuhóp sem fóru saman tvo daga í röð. Gott framtak hjá HÍ.
Það er hefð að hittast á aðventunni og föndra, njóta veitinga og ljúfrar samveru. Foreldrar skipuleggja þennan viðburð og 10. bekkingar sjá um veitingarnar og safna í ferðasjóðinn sinn. Myndirnar tala sínu máli.
Þemadagarnir hófust 13. desember og þeim lýkur 19. desember. Verkefnið að þessu sinni heitir ,,Köttur úti í mýri með mikro.bit á heilanum". Nemendahópar settu sig í vinnugírinn með því að vinna tvö skemmtileg hópeflisverkefni: Búa til skúlptúr úr spaghettílengjum og sykurpúðum. Síðan áttu hóparnir að pakka inn bók saman, en máttu bara nota aðra höndina (hafa hina fyrir aftan bak). Svo fóru allir á myndina ,,Hin ótrúlegu ævintýri Adele" í Bíó Paradís.
Einn valhópurinn vann með Birnu kennara að því að mála og setja nýtt áklæði á bekkina á ganginum. Þetta eru eldgamlir bekkir - að minnsta kosti 40 ára gamlir. Halda nú áfram að þjóna hlutverki sínu, glaðir í bragði. Gangurinn hefur því fengið nýtt og betra yfirbragð. Bestu þakkir, krakkar og Birna fyrir vel unnið verkefni!
Tíundu bekkingar eru að safna í ferðasjóð til þess að komast í heimsókn til Danmerkur í mars. Ætlunin er að heimsækja vinaskólann okkar; Roskilde Lille Skole. Laugardaginn 9. desember var því skólinn opinn og gestum og gangandi boðið að líta á varning og fá sér kakóbolla. Einnig var hægt var að taka þátt í lukkuhljóli og fá glaðning. Fín stemning á Tjarnarbakkanum - og veðrið unaðslegt :)
Ragnheiður Eyjólfsdóttir, rithöfundur, kom og las upp úr nýju bókinni sinni; Skuggasaga - Undirheimar. Takk fyrir góða heimsókn, Ragnheiður!
Heimilisfræðinemendur buðu upp á vöfflur fyrir alla föstudaginn 25. nóvember. Ljúfur ilmur barst um allt hús og skapaði góða föstudagsstemningu.
Nemendaráðið skipulagði skemmtilegt vinaball þar sem nemendur máttu taka með sér góðan vin. Mjög gaman!
Nemendur í 10. bekk fengu að fara og sjá kvikmyndina Hefndin í Bíó Paradís 24. nóvember. Myndirnar eru valdar af Oddnýju Sen, sem fræðir nemendur alltaf um eitthvað sem tengist kvikmyndagerð í þessum bíóferðum. Það er frábært!
Við fengum góðan gest til að fjalla um matarsóun á dögunum. Rannveig Magnúsdóttir spjallaði við krakkana og sýndi þeim myndband um þetta málefni. Það var gaman að fá póst frá henni eftir heimsókina:
,,Það var mjög gaman að koma og tala við krakkana, sum þeirra eru klárlega með allt á hreinu í sambandi við umhverfismál ;) Við þurfum ekki að kvíða framtíðinni með svona flott ungmenni sem taka við."
Við þökkum Ragnheiði kærlega fyrir heimsóknina.