Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


 • 28. nóv. Heimsókn í Fjölbrautaskólann í Breiðholti

  Tíundu bekkingar fóru í heimsókn í Fjölbrautaskólann í Breiðholti, ásamt Helgu Júlíu, kennara. Það var afar vel tekið á móti hópnum og fengu krakkarnir okkar sérstakt hrós frá námsráðgjafanum fyrir að sýna áhuga og jákvæðni. Alveg til fyrirmyndar þessi frábæri hópur! Framhaldsskólaheimsóknir tíundu bekkinga eru ávallt fastir liðir hjá 10. bekk á hverjum vetri og fleiri skólar verða heimsóttir eftir því sem líður á skólaárið. 

 • 21. nóv. Heimsókn í Spilavini

  Hópurinn í valinu ,,spilahönnun" fór í heimsókn í Spilavini. Hópurinn fékk fullt af góðum hugmyndum og fræddust um gangverk og þemu spila. Svo er bara að hefjast handa næsta þriðjudag.

 • 20. nóv. Brynja fékk íslenskuverðlaun Skóla- og frístundasviðs

  Það var afar ánægjulegt þegar Brynja Kristinsdóttir, nemandi í 10. bekk, tók á móti íslenskuviðurkenningu á degi íslenskrar tungu í Hörpunni, ásamt fulltrúum úr skólum í Reykjavík. Þetta var hátíðleg stund þar sem Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sem er verndari verðlaunanna, afhenti nemendum bók og verðlaunaskjal. Við erum afar stolt af Brynju. Innilega til hamingju, Brynja!

 • 20. nóv. Kósý lestrarstund í vikulok

  Við enduðum  vikuna með því að hafa kósý lestarstund fram til kl. 10. Nemendur máttu hafa með sér kodda, teppi og jafnvel svefnpoka OG vasaljós til að lesa. Það skapaðist ljúf stemning við lestur og afslöppun. Svo var boðið upp á pizzur í hádeginu í tilefni af því að góðri og viðburðaríkri viku var að ljúka og því að ný önn var að hefjast. Stefnum á frábæra 2. önn!!!!!!!!!

 • 20. nóv. Lækjarkrakkar ,,heimsóttu" Tómas Guðmundsson

  Lækjarkrakkar ,,heimsóttu" Tómas (styttuna við Tjarnarbakkann) ásamt Kristínu kennara á degi íslenskrar tungu og stilltu sér upp með borgarskáldinu (komið endilega auga á Tómas).

 • 20. nóv. Aðalsteinn Ásberg og Svavar Knútur á degi íslenskrar tungu

  Síðasta vika var viðburðarík. Við lukum 1. önninni á miðvikudaginn með því að afhenda vitnisburð annarinnar og í tilefni af degi íslenskrar tungu fengum við þá Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Svavar Knút til þess að segja okkur frá Tómasi, borgarskáldi, Guðmundssyni, í máli og tónlistarflutningi. Frábær heimsókn undir yfirskriftinni: Skáld í skólum.

 • 14. nóv. fór 10. bekkur á Þjóðminjasafnið. Mjög áhugaverð sýning!

  14. nóv. fór 10. bekkur á sýninguna Ísland í heiminum, heimurinn á Íslandi á Þjóðminjasafninu. Mjög áhugaverð sýning!

 • 11. nóv. Lego League keppnin í Háskólabíói

  Við áttum flottan hóp í Lego League kepnninni í Háskólabíói undir leiðsögn Þóris kennara. Nemendur stóðu sig mjög vel og höfðu lagt mikla vinnu í undirbúninginn. Flott hjá ykkur, krakkar!

 • Skrekkhópur á svið Borgarleikhússins á þriðjudaginn

  Þessi dásamlegi nemendahópur verður fulltrúi Tjarnarskóla í Skrekk 2017. Við erum afar stolt af krökkunum sem hafa verið sjálfstæðir, skipulagðir, nýtt tímann sinn ótrúlega vel, gengið vel um, sýnt frumkvæði og góða samvinnu. Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með æfingaferlinu en eins og margir vita þá er aðstaðan í húsinu ekki beinlínis heppileg fyrir að æfa sig í að standa á sviði Borgarleikhússins. Það hefur ekki staðið í veginum, alls ekki. Þið foreldrar getið verið ótrúlega stoltir af krökkunum ykkar. Segi svo að lokum: Áfram Tjarnó á þriðjudagskvöldið þegar hópurinn stígur á stóra sviðið!!!!! :)

 • Nemendur kynntu sér júdó hjá Íslandsmeistaranum 27. október

  Helga Júlía og nemendur í íþróttavalinu fóru og hittu Íslandsmeistarann í júdó, Gísla Fannar Vilborgarson, í dag. Skemmtileg heimsókn og gaman að fá að kynnast þessari glæsilegu íþrótt hjá afreksmanni í greininni. Bestu þakkir fyrir góðar móttökur!

 • Kynning á starfsemi Landspítala 26. október

  Í morgun fóru nemendur í 10. bekk á kynningu á starfsemi Landspítalans í Háskóla Íslands. Þetta var flott kynning þar sem nemendur fengu að kynnast hinum ýmsu störfum spítalans eins og við hvað læknar, ljósmæður, sjúkraliðar, geislafræðingar og fleiri starfa við á spítalanum.

   

 • Heimsókn í Borgarleikhúsið 17. okt.

  Nemendur í 10. bekk fóru í frábæra heimsókn í Borgarleikhúsið. Helga Júlía, kennari, sem fór með hópnum er ekki frá því að nokkur þeirra stefni á frægð og frama í leikhúsinu í framtíðinni.

 • Foreldrar buðu upp á Mexíkósúpu í hádeginu 16. okt.

  Það var ljúf stemning hér í hádeginu þegar foreldrar komu með ljúffenga mexíkósúpu og meðlæti. Foreldrar fá miklar þakkir en þau Valgerður, Guðný, Kristinn, Anna Margrét, Guðrún og Ragnheiður höfðu veg og vanda að þessu frábæra framtak! 

 • Stílkrakkar í innkaupaferð 13. okt.

  Hluti Stílhópsins fór í Twill í dag - allir að kíkja í skápa og skúffur og leituðu að blúndum, perlum, borðum, efnum og fleiru, helst í rauðu og hvítu. Allt sem er endurnýtanlegt er einnig vel þegið. Fengum saumavél að gjöf í síðustu viku - allt að gerast!

 • Sýningin Neyzlan í Árbæjarsafni 10. okt.

  Tíundu bekkingarnir fóru á sýninguna Neyzlan á Árbæjarsafni þar sem varpað er ljósi á örar breytingar í neysluháttum Reykvíkinga á 20. öld. Sýningin er í góðum tengslum við umfjöllunarefnið okkar í samfélagsfræði þar sem unnið er með hugtökin neysla, sjálfbærni og vistspor. Allt mjög áhugavert.

 • Níundubekkingar á Sjóminjasafnið 9. okt.

  Nemendur í 9.bekk og Kristín Inga fóru í Sjóminjasafnið úti á Granda og fengu prýðilega leiðsögn þar. Gaman að rölta um og skoða þessa flottu sýningu.

 • Golf í Básum 6. okt.

  Krakkarnir í íþróttavalinu fóru og æfðu golf í Básum í Grafarholtinu. Gaman að slá bolta! 

 • Heimsókn 9. bekk í varðskipið Óðin 2. okt.

  Nemendur í 9. bekk fengu að fara um borð í varðskipið Óðin í dag. Fengu mjög góða leiðsögn og ferðin var bæði skemmtileg og fróðleg.

 • Vinaballið tókst mjög vel 28. sept.

  Fyrsta ball vetrarins, vinaballið, tókst afar vel. Svaka fjör, rúmlega 50 krakkar í húsi, pizza á boðstólum og norðurljósin dönsuðu yfir Tjarnarskóla í takt við tónlistina sem Heimir stjórnaði. 

 • Óttar Sveinsson ,,útkallinn" góður gestur hjá 10. bekk 26. sept.

  Krakkarnir í 10. bekk fengu góðan gest, Óttar Sveinsson, rithöfund Útkallsbókanna svo nefndu. Óttar sagði frá skrifum sínum og kynnum af fólki í tengslum við Goðafossslysið á stríðsárunum, þegar þýskur kafbátur skaut niður skipið með rúmlega 60 Íslendingum innanborðs. Hann lýsti einnig viðburði á bókamessunni í Frankfurt fyrir nokkrum árum þegar áhafnarmeðlimur á kafbátnum og skipverji á Goðafossi hittust og féllust í faðma. Áhrifamikil frásögn! Við þökkum Óttari kærlega fyrir heimsóknina.


Efst á síðu