Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


 • Einstaklega ánægjulegur árshátíðardagur 7. apríl

  Árshátíð nemenda er hápunkturinn í félagsstarfinu á hverju skólaári. Mikill undirbúningur liggur að baki en nemendur í 10. bekk eiga veg og vanda að öllum undirbúningi. Undanfarin ár höfum við haldið árshátíðina hjá nágrönnum okkar í Iðnó. Góður matur frábær skemmtiatriði, alls konar tilnefningar s.s. bros skólans, bjartasta vonin, húmor skólans og margt fleira er mjög gleðjandi. Nemendur gera grín að kennurum með myndbandinu ,,Kennaragrín" og kennarar skólans gera líka sitt myndbandsgrín þar sem þeir sýna á sér óvæntar hliðar. Allt mjög skemmtilegt!. Svo er auðvitað dansað og dansað. Tíundu bekkingar stóðu sig afar vel við að gera árshátíðina sem glæsilegasta og margir nemendur í skólanum voru með tónlistaratriði. Margir duttu einnig í lukkupottinn í ´árlega miðahappdrættinu. Sjá má helling af myndum á ,,Myndasíðunni". 

 • Safnað fyrir ABC hjálparstarf

  Á hverju ári tökum við okkur hlé frá hefðbundnu skólastarfi og leggjum ABC hjálparstarfi lið. Nemendur rölta um miðborgina og biðja vegfarendur að setja smáræði í söfnunarbaukana. Það er misjafnt hver árangurinn er - en alltaf ánægjulegt að leggja lið með það í huga að margt smátt gerir eitt stórt.

 • Krakkar í íþróttavali fóru í Veggsport 5. apríl

  Gaman að prófa eitthvað nýtt. 

 • Nemendur í 9. bekk fóru á vöruhönnunarsýningu á Kjarvalsstöðum 31. mars ´17

  Það eru margar skemmtilegar sýningar í gangi í tilefni af ,,hönnunarmars". Ein þeirra er á Kjarvalsstöðum og sýnir ýmislegt sem tengist vöruhönnun. Gaman að skoða og fá fræðslu. Níundubekkingar og Birna fóru í góða veðrinu í dag.(7 myndir)

 • Nemendur í 10. bekk fóru á Skólaþing 30. mars ´17

  Á hverju ári fara nemendur á Skólaþing þar sem þeir kynnast störfum á Alþingi Íslendinga. Þeir fá að spreyta sig á að taka mál til umfjöllunar og greiða atkvæði og þurfa að vera ýmist með tillögu eða á móti. Margir tóku til máls og Helga Júlía kennari var mjög ánægð með frammistöðu nemenda. Hver veit nema einhver verði þingmaður í framtíðinni?(5 myndir)

 • Íþróttavalskrakkar fóru í TBR 29. mars

  Skemmtilegt að prófa babminton! (3 myndir)

 • Foreldrar í 9. bekk skipulögðu keiluferð 28. mars ´17

  Þetta var umsögn foreldra:  ,,Yndislegir krakkar úr 9. bekk fóru saman í keilu í gær 
  Það var æðislega gaman að fylgjast með þeim þau eru æðislegur hópur". (5 myndir)

 • Níundu bekkingar á sýninguna 871 24. mars

  Nemendur í 9. bekk fóru á sýninguna 871 í svo nefndum Skerputíma. Skemmtilegt!

 • Tínudi bekkur í Borgarleikhúsið á Pörupilta 23. mars

  Pörupiltar er frábær kynfræðsluleiksýning sem nemendum í 10. bekk hefur gefist kostur á að sjá undanfarin ár. Mjög skemmtileg sýning og fræðandi.

 • Krakkarnir í íþróttavalinu fóru á Klambratúnið 22. mars

  Frábært veður og skemmtilegt umhverfi - tilvalið að klifra og hreyfa sig á ýmsan máta. (3 myndir)

 • Rýmisæfingin gekk vel 20. mars

  Rýmisæfing gekk afar vel. Rýmdum húsið á tæplega tveimur mínútum. Allir söfnuðust saman fyrir framan Iðnó - í röð.

  Flott krakkar!  (2 myndir)

 • Frábær ferð til Danmerkur - Roskilde Lille Skole 10. - 15. mars

  Nemendur í 10. bekk, Birna Dís, kennari og Dagmar foreldri fóru í góða heimsókn til Danmerkur. Nemendur gistu hjá gestgjöfum og í skógarhúsi en dvölin tók tæpa viku. Allir komu hæstánægðir til baka eftir ánægjulega ferð og dvöl hjá Dönunum. Við hlökkum mikið til að endurgjalda gestrisnina í næsta mánuði þegar 23 danskir krakkar og 5 fullorðnir heimsækja okkur í Tjarnarskóla. Kíkið endilega á myndirnar hér á fréttasíðunni og svo eru fleiri myndir á myndakrækjunni. (11 myndir)

 • Borgarstjórinn í heimsókn 16. mars ´17

  Það var mjög ánægjulegt að fá borgarstjórann, Dag B. Eggertsson, í heimsókn í dag. Hann skoðaði skólann og rabbaði við nemendur og fékk að sjá eitt verkefnið sem nemendur unnu á nýliðnum þemadögum. Frábært myndband um hvað hægt er að sýna dönsku gestunum okkar í 101 Reykjavík þegar þeir koma í næsta mánuði. Hann heilsaði einnig upp á Mola skólahund. Í kjölfarið var gerð sérstök frétt um Mola á mbl.is þar sem fjallað var um hundinn og borgarstjóraheimsóknina. Bara gaman - lífið í lit! (3 myndir)

 • Krakkar í íþróttavali á skauta 8. mars ´17

  Alltaf gaman að skella sér á skauta! (2 myndir)

 • Stíll í Hörpu 4. mars 2017

  Þær Ivana, Leónóra, Mathilda og Rakel tóku þátt í Stíl í Hörpu fyrir hönd Tjarnarskóla. Þær lögðu mjög mikið á sig og mættu með flotta hönnun í keppnina. Rakel var módelið, Ivana og Mathilda hönnuðu og Leónóra sá um förðunina. Við vorum mjög stolt af frammistöðu þessara stelpna en þetta er í 3. skipti sem Tjarnarskóli tekur þátt. (3 myndir)  

 • Öskudagur 1. mars ´17

  Frábær öskudagur: Margir nemendur mættu í öskudagsbúningum og vegleg verðlaun voru í boði; miðar á Color Run í sumar, tvær skólatöskur, drykkjarflöskur og sokkar sem foreldrar útveguðu. Margir nemendur kusu að skreppa aðeins í bæinn og fá góðgæti meðan hinir voru í skólanum og skemmtu sér við spilamennsku eða horfa á myndbönd. Kennararnir mættu einnig í afrískum klæðnaði (8 myndir).

 • Foreldrar buðu upp á pizzuhádegi 17. febrúar ´17

  Foreldrar komu nemendum skemmtilega á óvart í hádeginu og buðu upp á ljúffengar pizzur. Þetta féll að sjálfsögðu í mjög góðan jarðveg, bæði hjá nemendum og kennurum. Bestu þakkir fyrir okkur!!!  (2 myndir)

 • Heimsókn í Þjóðleikhúsið 31. janúar ´17

  Tíundu bekkingar fóru á kynningu í Þjóðleikhúsinu. Það var leikarinn og leikstjórinn Þórhallur Sigurðsson sem tók á móti nemendum og Helgu kennara og fræddi þau um starfsemi leikhússins. Það voru allir sammála um að þetta hafi verið skemmtilegasta vinnustaðaheimsóknin hingað til. (3 myndir)

 • Rannsóknarverkefni í janúar 2017

  Nemendur skiluðu svo nefndum rannsóknarverkefnum í lok janúar og höfðu kynningu fyrir foreldra. Ótrúlega mörg skemmtileg og vel unnin verkefni voru á sýningunni. Nemendur sögðu frá verkefninu og hvernig þeir höfðu unnið það. Sjö nemendur fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi verkefni; þau Kristján Andri í 8. bekk, Birta Dís og Brynja í 9. bekk og þær Filippía, Ivana, Rebekka og Rakel í 10. bekk. Við óskum þeim öllum til hamingju með frábær verkefni. (4 myndir).

 • Tínudu bekkingar í Seðlabankann 25. janúar ´17

  Tíundubekkingar fóru í heimsókn í Seðlabankann í dag. Þar fengu þau fræðslu um hlutverk og starfsemi bankans ásamt því að fá afar skemmtilega leiðsögn um myntsafn bankans. Frábærar móttökur, takk fyrir það! (3 myndir)


Efst á síðu