Mikið erum við fegin að samræmdum prófum sé lokið að þessu sinni. Nemendur í 9. bekk tóku tæknifárinu af mikilli yfirvegun og voru sjálfum sér og okkur til sóma. Í dag var enskuprófið og allir okkar nemendur tóku prófið (þolinmæði þrautir vinnur allar). Hins vegar vitum við ekkert hvernig tekið verðum á málum að svo stöddu. Fylgjumst með fréttum eins og landsmenn allir. Nemendur þreyttu prófið í Veröld, stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, fengum frábæra þjónustu og nutum geiðvikni í hæsta gæðaflokki. Frábært starfsfólk í Veröld, tölvuþjónustu HÍ og Háskólatorgi
Kvosarkrakkar fóru á Listasafn Íslands í dag og fengu frábæra leiðsögn um safnið. Gott að eiga góða nágranna.
10. bekkur fór á skólaþing. Þar fengu krakkarnir að kynnast betur starfsemi Alþingis og leika hlutverk þingmanna. Ótrúlega vel heppnuð heimsókn og skemmtileg.
Kvosarkrakkar, 8. bekkur, heimsótti Listasafn Íslands í vikunni og fræddist um álfa, tröll og drauga á sýningunni Korriró og Dillidó.
Tíundi bekkur fór á frábæra kynningu í Tækniskólann.
Það er orðin skemmtileg hefð hjá okkur að nemendur mæti í einhverju litríku og skemmtilegu á öskudaginn. Flottustu búningarnir eru valdir og veglegir vinningar í boði. Þeir sem eru ekki alveg í búningastuði geta jafnvel sett upp sniðuga húfu, sett í sig slaufur, mætt í litríkum sokkum, sett á sig trúðanef eða eplakinnar. Nú, svo má líka koma með skemmtiatriði. Nemendur fá að fara í nammileiðangur um stund og svo endum við í vöffluglaðingi í hádeginu. Síðan fara allir í sitt vetrarfrí. Að þessu sinni fá nemendur lengra frí en kennarar sem mæta í vinnuna á mánudaginn - en nemendur mega líka sofa út þann dag. Gott og gaman að fá tilbreytingu á köldum febrúardögum.
Það er alltaf gaman að fara í félagsvist. Tromp, nóló, grand og allt hitt æft og auðvitað gaman að fá sem flest stig ef maður er heppinn í spilum.
Nemendur í Tjarnarskóla fara reglulega á Borgarbókasafnið og velja sér bækur að láni en einnig að njóta þess að kíkja í bækur á safninu.
Í boltatímum æfa krakkarnir alls konar boltafimi. Gaman!
Nemendur í spilahönnun eru langt komnir með borðspilin sem þeir hafa verið að búa til. Í dag var verið að prófa spilin og spilareglurnar.
Gaman að rekast á umfjöllun um bók Ævars vísindamanns þar sem hann lætur getið um heimsókn sína í Tjarnarskóla við gerð bókarinnar. Myndirnar tala sínu máli, takk fyrir komuna Ævar!
Tíundu bekkingar fóru í skemmtilega heimsókn í Seðlabankann. Þeir fræddust um starfsemi bankans og tóku síðan nokkur létt dansspor með upplýsingafulltrúanum sem tók vel á móti hópnum.
Gerð rannsóknarverkefna eru árleg nemendaverkefni. Nemendur sýndu mjög fjölbreytt verlefni að vanda og sýndu gestum afrakstur heilmikillar vinnu. Verkefnavalið er frjálst og lögð áhersla á að þau séu skapandi, grípandi og vel unnin. Verkefnið hennar Júlíu G. var sérstakt; það fjallaði m.a. um hænur fjölskyldunnar og tvær hænur komu í heimsókn af því tilefni
Þær Rakel, Wiktoría, Guðrún Ýr og Júlía Helga tóku þátt í Söngkeppninni og Rakel komst í úrslit, söng eins og engill. Til hamingju Rakel - og takk allar fjórar fyrir að keppa fyrir hönd Tjarnó!
Tíundu bekkingar fóru í mjög áhugaverða heimsókn í MK ásamt Helgu Júlíu, kennara. MK býður upp á fjölbreyttar námsleiðir. Fín heimókn í alla staði. Takk fyrir okkur!
10. bekkur fór í mjög skemmtilega heimsókn í Alþingishúsið eftir hádegi í dag.
Tíundu bekkingar stóðu sig mjög vel á ungbarnadögunum sem lauk í dag. Sumir voru þreyttari en aðrir enda vöknuðu börnin misoft á nóttunni (reyndar tveimur nóttum). Við erum mjög stolt af frammistöðu þeirra! Þátttaka í þessu verkefni er alltaf krefjandi og að sögn fannst þeim erfiðast að vakna á nóttunni til að sinna barninu ,,sínu". Flott hjá ykkur 10. bekkur!!!!!
Frábærum þemadögum er lokið í Tjarnó. Það ríkti mikil vinnugleði og sköpunargleði þessa fjóra daga. Jólapeysur, jólaspil, myndbönd, Molajólabúningar, jólapopp, jóladrykkir, jólakókoskúlur, skautakennsla á Tjörninni og Ingólfstorgi, piparkökuhúsaskreytingar, viötöl við túrista í Miðborginni, viðtöl við þá sem muna jólin á árum áður, gengið í kringum jólatréð á Austurvelli, alls konar hönnun og margt fleira skemmitlegt leit dagsins ljós! Við kennarar og Sigrún Edda þökkum krökkunum kærlega fyrir samveruna og vinnusemina þessa daga - svo eru þemadagar alltaf mikil þjálfun í samvinnu og því að vera góður liðsmaður í hóp.
Fengum góðan gest í heimsókn; Eyrúnu Ósk Jónsdóttur, rithöfund, sem kynnti fyrir okkur bókina Ferðina til Mars. Við Þökkum Eyrúnu kærlega fyrir komuna til okkar.
Við áttum frábært jólaföndursíðdegi í Tjarnó sem foreldrafélagið stóð fyrir að vanda. Súkkulaðiilmur, góð samvera og viðfangsefni gerði þennan viðburð MJÖG ánægjulegan. Tíundubekkingar stóðu sig vel í að bjóða upp á glæsilegt hlaðborð og voru einnig með heilsusamlegan varning á boðstólum sem ein mamman í foreldrahópnum útvegaði (Omega 3 er málið í skammdeginu; reyndar alltaf!). Það er ekki lítið framlag í bekkjarsöfnunina fyrir Danmerkurferðina í vor! Bestu þakkir!