Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


 • Haustferð í Vindáshlíð 7. - 8. september

  Nemendur fóru í skemmtilega hausferð í Vindáshlíð. Veðrið var frábært, maturinn frá Smjattpatta frábær og nýir nemendur kynntust betur – og kynni nýrri og eldri nemenda hófust einnig. Umsjónarkennararnir Birna Dís, Kristín Inga og Helga Júlía voru mjög ánægðar með hópinn og dvölina.

 • Metþátttaka foreldra á haustfundum 5. sept.

  Metþátttaka var á haustfundum foreldra, en foreldrar tæplega 90% nemenda mættu á fundi 8., 9. og 10. bekkinga. Lofar svo sannarlega góðu!!! Við erum afar ánægð með þetta, eiginlega í skýjunum!

 • Nemendur í íþróttavali í Hljómskálagarðinum 1. sept.

  Íþróttavalsnemendur fóru og fengu útrás í Hljómskálagarðinum ásamt Helgu Júlíu, kennara. Góð stemning!

 • Lego League hópurinn kominn af stað 1. sept.

  Legogengið fór af stað í verklega valinu. Flottur hópur sem kemur til með að taka þátt í grunnskólakeppni í Háskólabíói í nóvember.

 • Föstudagssamhristingur 25. ágúst

  Það er orðin nokkurs konar hefð að hafa ,,föstudagssamhristing“ fyrsta föstudag á nýju skólaári. Nemendum var skipt í hópa sem unnu mörg skemmtileg verkefni, bæði utan dyra og innan. Síðan var boðið upp á kleinuveislu í lokin.

 • Skólahundurinn Moli hefur aðdráttarafl

  Skólahundurinn Moli hefur mikið aðdráttarafl. Ljúfir endurfundir og ný kynni fyrir Mola í byrjun skólaárs. 

 • Skólasetningin sú 33. í röðinni 22. ágúst

  Skólasetningin, sú 33. í röðinni var í Dómkirkjunni 22. ágúst. Sessý Magnúsdóttir, fyrrverandi Tjarnskælingur kom og söng mjög fallega fyrir okkur og lét meira að segja alla syngja saman ,,Nínu“ 😊.

  Nýir nemendur voru boðnir sérstaklega velkomnir auk Helgu Markúsdóttur, kennara, sem ætlar að vera með okkur vetur. Hún hefur áður starfað við skólann og við fögnum því að hún hefur bæst við frábæran hóp starfsmanna. Hlökkum til að vinna með nemendum, foreldrum og samhentum hópi starfsmanna í vetur.

 • Ivana fékk viðurkenningu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur 28. maí

  Í dag tók hún Ivana okkar í 10. bekk við viðurkenningu frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur. Á hverju vori tilnefnum við nemanda í skólanum til að taka við viðurkenningunni. Hver skóli tilnefnir einn nemanda. Ivana var í glæsilegum hópi 33 nemenda í Reykjavík á þessum viðburði. Við erum mjög stolt af henni. Hún er vel að viðurkenningunni komin sem var viðurkenningarskjal og bók. Hún er ótrúlega þrautseig, vinnusöm og listræn. Er í krefjandi píanónámi og stundar Aikido af kapp i( list friðarins - japönsk íþrótt). Hún leggur alltaf mjög mikið á sig í námi og hefur einnig lagt sitt af mörkum í félagslífi skólans. Til hamingju Ivana og fjölskylda!

 • Frábær forvarnafyrirlestur Magnúsar Stef og Davíðs Tómasar og ,,opinn fundur" skólaráðsins 16. maí

  Við höfðum þrjá mikilvæga viðburði 16. maí. Um morguninn komu þeir Magnús Stef og Davíð Tómas og upplýstu nemendur um hættulegar afleiðingar af neyslu alls konar efna sem standa unglingum til boða. Klukkan 17.00 sama dag komu þeir síðan aftur og fluttu frábæran fyrirlestur fyrir foreldra Tjarnarskóla. Það var einstaklega góð mæting, þvílíkt ánægjuefni!!!!! Síðan buðu 9. bekkingar upp á veitingar, en það var upphafið af fjáröflun fyrir næsta vetur þegar stefnt er að Danmerkurferð 10.bekkinga. Í lokin var þrískipt dagskrá: Foreldrar og nemendur í 8. bekk ræddu um tillögur að reglum um símanotkun í skólanum. Nemendur í 10. bekk sögðu nemendum í 9. bekk frá því hvernig þeir skipulögðu árshátíð, kennaragrín og fjáröflun í vetur. Foreldrar í 9. og 10. bekk hittust í einni stofunni þar sem 10. bekkjar foreldrar gáfu 9. bekkjar foreldrum góð ráð um fjáröflun og fleiri viðburði á þeirra vegum. Það var skyldumæting hjá nemendum en það var auk þess frábær þátttaka foreldra á fundum dagsins. Húrra fyrir þeim!

 • Farið í Kaplakrika að kynnast frjálsum íþróttum 10. maí

  Nemendur fengu frábæra tilsögn hjá Íslandsmeistaranum Ara Braga Kárasyni í Hafnarfirðinum. Frjálsar eru skemmtileg iðja.

 • Krakkarnir í íþróttavalinu fóru í Klifurhúsið 3. maí

  Klifra, klifra, klifra, það er málið!

 • Níundi bekkur á sýninguna Panik eftir Ilmi Stefánsdóttur 28. apríl

  Níundi bekkur og Birna Dís fóru og skoðuðu sýninguna Panik í Hafnarhúsinu. Skemmtileg sýning.

 • Hellisheiðarvirkjun og Garðyrkjuskólinn í Hveragerði

  Eftir frábæra dvöl í Bláfjöllum var farið með dönsku gestina í Hellisheiðarvirkjun og síðan í heimsókn í Garðyrkjuskólann í Hveragerði. Þar var boðið upp á dásamlega hressingu, kleinur og ávaxtasafa. Við þökkum kærlega fyrir frábærar móttökur!

 • Skíðaferðin 24. apríl með dönsku gestunum

  Við vorum ótrúlega heppin að fá gott skíðaverður í Bláfjallaferðinni okkar. Gist var í skála Breiðabliks og allir glaðir. 

 • Viðburðarík helgi með dönsku gestunum

  Tjarnógestgjafarnir sýndu mikla gestristni og voru hugmyndaríkir í því að sinna gestunum. Hér koma nokkrar myndir sem sýnishorn.

 • Morgunverðarhlaðborð og pizzuhádegi fyrir Danina og Tjarnókrakkana 21. apíl

  Foreldrar í skólanum stóðu að myndarlegu morgunverðarhlaðborði fyrir Danina á föstudegi heimsóknarinnar. Síðan fóru allir í hópum um miðborgina og kynntust mörgu áhugaverðu, s.s. Hörpu, Sólfarinu, Hallgrímskirkjuturninum, söfnum, Höfninni og fleiru skemmtilegu. Hluti verkefna var að taka sniðugar myndir. Síðan var boðið upp á pizzur í hádeginu áður en dönsku gestirnir héldu heim með gestgjöfunum. Framundan skemmtileg helgi.

 • Danirnir komu 19. apríl og voru í viku

  Nemendur og kennarar í vinaskólanum okkar Roskilde Lille Skole komu í heimsókn til okkar og dvöldu á Íslandi í eina viku. Mikill undirbúningur liggur að baki þannig heimsóknar og Tjarnarskólafjölskyldurnar voru ómetanlegir bakhjarlar í að taka á móti Dönunum. Fyrsta daginn gistu þeir í skátaskála í Vesturbænum og þá næstu í Gróttu. Fyrsta kvöldið hittust margir Tjarnókrakkar og Danirnir í ísbúðinni, þrátt fyrir kulda utan dyra. Ísland hvað?

 • Heimsókn í Borgarholtsskóla 19. apríl

  Krakkarnir í 10. bekk fóru í skemmtilega heimsókn í Borgarholtsskóla, ásamt Helgu Júlíu kennara. Það er alltaf gaman að heimsækja Borgó.

 • Forinnritun í framhaldsskóla 10. apríl

  Tíundu bekkingar þurftu að ljúka forinnritun í framhaldsskóla 10. apríl. Nú styttist óðfluga í að grunnskólaárunum þeirra ljúki og framhaldsskólaárin taka við. 

 • 1.Maí 1970
  Tjarnarþrautir daginn fyrir páskafrí 8. apríl

  Við breytum alltaf út af vananum síðasta dag fyrir páska. Stundum höfum við íþróttakeppni, dans eða eitthvað annað. Að þessu sinni vorum við með alls konar þrautir í skólanum. Nemendur fóru út í Mæðragarð og söfnuðu ,,eggjum", síðan var pílukast, Kahoot-keppni, spilaþraut, púsluþraut og fleira skemmtilegt. Liðið sem vann fékk páskaegg í verðlaun og síðan voru allir kvaddir með litlu páskaeggi í nesti áður en kærkomið páskafrí tók við.


Efst á síðu