Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


 • Nemendur kynntu sér júdó hjá Íslandsmeistaranum 27. október

  Helga Júlía og nemendur í íþróttavalinu fóru og hittu Íslandsmeistarann í júdó, Gísla Fannar Vilborgarson, í dag. Skemmtileg heimsókn og gaman að fá að kynnast þessari glæsilegu íþrótt hjá afreksmanni í greininni. Bestu þakkir fyrir góðar móttökur!

 • Kynning á starfsemi Landspítala 26. október

  Í morgun fóru nemendur í 10. bekk á kynningu á starfsemi Landspítalans í Háskóla Íslands. Þetta var flott kynning þar sem nemendur fengu að kynnast hinum ýmsu störfum spítalans eins og við hvað læknar, ljósmæður, sjúkraliðar, geislafræðingar og fleiri starfa við á spítalanum.

   

 • Heimsókn í Borgarleikhúsið 17. okt.

  Nemendur í 10. bekk fóru í frábæra heimsókn í Borgarleikhúsið. Helga Júlía, kennari, sem fór með hópnum er ekki frá því að nokkur þeirra stefni á frægð og frama í leikhúsinu í framtíðinni.

 • Foreldrar buðu upp á Mexíkósúpu í hádeginu 16. okt.

  Það var ljúf stemning hér í hádeginu þegar foreldrar komu með ljúffenga mexíkósúpu og meðlæti. Foreldrar fá miklar þakkir en þau Valgerður, Guðný, Kristinn, Anna Margrét, Guðrún og Ragnheiður höfðu veg og vanda að þessu frábæra framtak! 

 • Stílkrakkar í innkaupaferð 13. okt.

  Hluti Stílhópsins fór í Twill í dag - allir að kíkja í skápa og skúffur og leituðu að blúndum, perlum, borðum, efnum og fleiru, helst í rauðu og hvítu. Allt sem er endurnýtanlegt er einnig vel þegið. Fengum saumavél að gjöf í síðustu viku - allt að gerast!

 • Sýningin Neyzlan í Árbæjarsafni 10. okt.

  Tíundu bekkingarnir fóru á sýninguna Neyzlan á Árbæjarsafni þar sem varpað er ljósi á örar breytingar í neysluháttum Reykvíkinga á 20. öld. Sýningin er í góðum tengslum við umfjöllunarefnið okkar í samfélagsfræði þar sem unnið er með hugtökin neysla, sjálfbærni og vistspor. Allt mjög áhugavert.

 • Níundubekkingar á Sjóminjasafnið 9. okt.

  Nemendur í 9.bekk og Kristín Inga fóru í Sjóminjasafnið úti á Granda og fengu prýðilega leiðsögn þar. Gaman að rölta um og skoða þessa flottu sýningu.

 • Golf í Básum 6. okt.

  Krakkarnir í íþróttavalinu fóru og æfðu golf í Básum í Grafarholtinu. Gaman að slá bolta! 

 • Heimsókn 9. bekk í varðskipið Óðin 2. okt.

  Nemendur í 9. bekk fengu að fara um borð í varðskipið Óðin í dag. Fengu mjög góða leiðsögn og ferðin var bæði skemmtileg og fróðleg.

 • Vinaballið tókst mjög vel 28. sept.

  Fyrsta ball vetrarins, vinaballið, tókst afar vel. Svaka fjör, rúmlega 50 krakkar í húsi, pizza á boðstólum og norðurljósin dönsuðu yfir Tjarnarskóla í takt við tónlistina sem Heimir stjórnaði. 

 • Óttar Sveinsson ,,útkallinn" góður gestur hjá 10. bekk 26. sept.

  Krakkarnir í 10. bekk fengu góðan gest, Óttar Sveinsson, rithöfund Útkallsbókanna svo nefndu. Óttar sagði frá skrifum sínum og kynnum af fólki í tengslum við Goðafossslysið á stríðsárunum, þegar þýskur kafbátur skaut niður skipið með rúmlega 60 Íslendingum innanborðs. Hann lýsti einnig viðburði á bókamessunni í Frankfurt fyrir nokkrum árum þegar áhafnarmeðlimur á kafbátnum og skipverji á Goðafossi hittust og féllust í faðma. Áhrifamikil frásögn! Við þökkum Óttari kærlega fyrir heimsóknina.

 • Níundubekkingar á Landnámssýninguna 25. sept.

  Nemendur í 9.bekk fóru á Landnámssýninguna í Aðalstræti í dag. Malt og appelsín komu einnig við sögu. Mmmmm

 • Áttundubekkingar í Hannesarholt 25. sept.

  Nemendum í 8. bekk var boðið að heimsækja Hannesarholt og fræðast um Hannes Hafstein. Þeim var boðið upp á kakó með rjóma. Við þökkum Sigríði Hrund, mömmu í skólanum, kærlega fyrir að fá þetta tækifæri. Mjög skemmtileg heimsókn í alla staði.

 • Skautar í Skautahöll 22. sept.

  Nemendur í íþróttavali fóru á skauta í Skautahöllinni. Á skautum er aldeilis hægt að skemmta sér. Líka þegar maður dettur!“

 • Fyrstu fundur foreldraráðsins í dag, 18. sept.

  Fyrsti fundur foreldraráðsins var í dag. Okkur líst afar vel á hópinn með Kristin í forystu eins og í fyrra. Á haustfundunum í skólanum voru hvorki meira né minna en um 30 foreldrar sem eru tilbúnir að leggja lið í vetur. Frábært! Við hlökkum til að vinna með foreldraráðinu í vetur.

 • Nemendur í 9. bekk fóru á sýningu Jack Latham 18. sept.

  Nemendur í 9. bekk fóru á Ljósmyndasafn Reykjavíkur á sýningu Jack Latham. Viðfangsefni ljósmyndarans er Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Skemmtileg og áhugaverð sýning. 

 • Krakkar í íþróttavali æfðu strandblak í dag 15. sept.

  Krakkarnir í íþróttavalinu æfðu strandblak í dag – skemmtilegt!

 • Fyrsti fundur nemendaráðs 2017-2018 15. sept.

  Þau Kolbeinn, Ásdís, Hrefna, Mikael, Sunna Dís, Wiktoría, Guðrún, Svanhildur og Freyja voru kosin í nemendaráðið í vetur. Á myndina vantar Svanhildi og Freyju.

 • Skemmtileg heimsókn í Lýsi ehf 13. sept.

  Foreldri í 10. bekk bauð bekknum í frábæra heimsókn í Lýsi ehf. Nemendur fræddust um fyrirtækið og framleiðsluna og fengu mjög góðar móttökur. Takk fyrir okkur, Auður!

 • Hópurinn ,,Hönnun og skart" byrjaði af krafti 12. sept.

  Hópurinn í hönnun og skarti byrjaði af krafti – litrík og skemmtileg verkefni eru óðum að verða til undir stjórn Birnu Dísar, kennara.


Efst á síðu