Það var mjög ánægjulegt að vera viðstödd afhendingu nemendaverðlauna Skóla- og frístundasviðs í gær í Hólabrekkuskóla. Við kennarar í Tjarnarskóla sendum tilnefningu um Birtu Dís í 10. bekk að þessu sinni. Hún er glæsilegur fulltrúi skólans og var tilnefnd fyrir marga sigra, bæði á sjálfri sér og sem námsmaður. Hún hefur einnig stundað fjarnám í Versló á vorönninni í þremur námsgreinum. Til hamingju Birta Dís og foreldrar! 😀Birta Dís fékk viðurkenningarskjal og verðlaunabókina ,,Vertu ósýnilegur"
Nemendur í leirlistarvali hafa gert mjög fallega hluti á námskeiðinu hjá Kristínu Ísleifsdóttur, kennara. Nemendur hafa fengið að vera í húsakynnum Háskóla Íslands í Skipholti. Mjög gaman að skoða afraksturinn.
Á föstudaginn mættu foreldrar galvaskir með grill, hamborgara og meðlæti og grilluðu ofan í mannskapinn. Gaman að ljúka vikunni með þessum hætti því nú eru prófin framundan og skólastarfinu brátt að ljúka. Takk frábærtu foreldrar fyrir framtakið; sérstaklega þau Kristinn og Anna Margrét!
Skólaráðið stóð fyrir mjög skemmtilegum fundi. Á dagskránni var fyrirlestur Bjarts Guðmundssonar fyrir foreldra með yfirskriftinni Óstöðvandi sjálfstraust. Mjög skemmtilegur! Nemendur í 10. bekk sögðu frá Danmerkurferðinni og gáfu 9. bekkingum góð ráð um fjáröflum fyrir næstu Danmerkurferð. Níundu bekkingar stóðu fyrir veitingasölu, hlaðborð á staðnum, og eru byrjaðir að safna fyrir ferðinni í 10. bekk næsta vetur. Mjög góð mæting foreldra, allir glaðir!
Foreldar komu aldeilis færandi hendi á föstudaginn. Pizzuilmur fyllti húsið - en tilefnið var að halda upp á að ritgerðardögum lauk í vikunni. Allir skrifuðu heimildaritgerðir í öllu sínu veldi, með forsíðu, efnisyfirliti, heimildaskrá, beinum tilvitnunum eins og vera ber. Takk, frábæru foreldrar fyrir framtakið!
Stelpurnar í 9. bekk fengu frábært tækifæri ásamt um 750 öðrum 9. bekkjar stelpum. Um var að ræða áhugaverða kynningu á möguleikum tækninnar. Tekið var á móti þeim í Háskólanum í Reykjavík og síðan fóru þær einnig í heimsókn í fyrirtækið Kolibri. Þetta er í fimmta skipti sem svona viðburður er haldinn. Þeir sem standa fyrir honum eru Háskólinn í Reykjavík, Samtök Iðnaðarins, SKÝ og LS Retail. Frábært framtak!
Áttundu bekkingar lögðu leið sína á Landnámssýninguna - alltaf gaman að skoða og alltaf eitthvað nýtt.
Það er ævintýralegt að skoða Errósýninguna á Listasafni Reykjavíkur. Áttundu bekkingar skoðuðu sýninguna á dögunum.
Árshátíðin tókst frábærlega vel! Mikil gleði og mikil stemning. Við vorum mjög stolt af hópnum okkar allra. Kennaragrinin tvö vöktu mikla kátínu. Kynnarnir stóður sig afar vel og Guðrún Ýr söng eins og engill. Margir nemendur tóku við skemmtilegum tilnefningum s.s. krútt skólans, íþróttamaður skólans, svo dæmi sé tekið. Svo var dansað og dansað. Tíundi bekkur og Helga Júlía: Húrra fyrir ykkur og takk fyrir allan undirbúninginn! Þið eruð frábær!
Eðlis- og efnafræðitími hjá krökkunum í Roskilde Lilleskole. Ótrúlega skemmtilegt
Þá var loksins komið að Danmerkurferðinni. Þær Helga Júlía og Birna Dís fóru með hópinn til Danmerkur, mikill spenningur, að sjálfsögðu. Ævintýrin framundan. Það var til dæmis ekki amalegt að eyða degi í Tívolíinu í Köben, fara í Bakken eða i VIP-stúku á fótboltaleik.
Rakel okkar var glæsilegur fulltrúi Tjarnarskóla í Söngkeppni Samfés. Keppnin var í beinni á RÚV. Við getum verið afar stolt af framlagi Tjarnarskóla í keppninni! Til hamingju með þig, Rakel!
Páskabingóið heppnaðist mjög vel og auðvitað allir mjög sáttir sem fengu Bingó. Takk fyrir komuna öll og sérstakar þakkir fá þau Róbert Arnes Skúlason, pabbi hennar Sunnevu, og Eva, mamma hennar Svanhildar, fyrir að útvega flotta vinninga fyrir okkur.
Við í Tjarnarskóla erum afar ánægð með hvernig til tókst með móttöku Dananna okkar. Síðasta daginn hittust allir í skólanum og gæddu sér á glæsilegu morgunverðarhlaðborði í boði foreldra og nemenda. Tjarnarskólafjölskyldurnar voru frábærir gestgjafar. Dönsku kennararnir og krakkarnir eru alveg í skýjunum. Það var glaður hópur sem fór heim. Birna Dís, kennari fékk mikið hrós og þakklæti fyrir einstaka eljusemi við skipulag og undirbúning fyrir mótttöku gestanna okkar með dyggum stuðningi Helgu Júlíu, umsjónarkennara í 10. bekk og með afar mikilvægu framlagi kennarahópsins alls. Húrra fyrir ykkur öllum!
Dönsku gestirnir, í fylgd Tjarnókrakka, fóru vítt og breitt í dag. Sumir fóru og skoðuðu safnið í Perlunni og fóru í sjósund í Nauthólsvík. Aðrir fóru á skauta, í keilu eða gengu á Úlfarsfell. Frábær dagur með gestunum okkar!
Á heimleið eftir frábæra skíðaferð var stoppað við Rafveituhúsið í Elliðaárdal.
Þá eru dönsku krakkarnir komnir til Íslands og verða gestir hjá Tjarnskælingum og fjölskyldum þeirra á næstunni. Skíðaferð var fyrst á dagskrá, farið í skála Breiðabliks í Bláfjöllum. Veðrið var ekki alveg það besta til skíðaiðkunar, en samt hægt að renna sér inn á milli. Samveran var hinst vegar frábær!
Hönnunarkeppnin Stíll á vegum Samfés var haldin í Laugardagshöll. Fyrir hönd Tjarnarskóla kepptu þau Íris, Ásdís, Ásta og Agnes. Fylkir í 10. bekk var sérlegur tískuhönnuður og teiknaði flottar myndir fyrir hópinn. Þemað var drag. Hópurinn náði frábærum árangri og lenti í 3. sæti fyrir ,,ungfrú Marzipan! Til hamingju krakkar! Við erum mjög stolt af ykkur!
Á föstudaginn fór 10. bekkur á sýninguna Verk og vit í Laugardalshöllinni. Við vorum svo heppin að fá þetta boð á sýninguna og frábæra kynningu hjá Sigríði, mömmu Kolbeins og Snorra í 8. bekk. Takk kærlega fyrir okkur Sigríður Hrund!
Ellefu nemendur tóku þátt í stærðfræðikeppni MR að þessu sinni; fjórir í 8. bekk og sjö í 9. bekk. Frábært tækifæri að æfa sig i stærðfræðinni!