Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


 • 6. feb. Spilahönnun í gangi

  Nemendur í spilahönnun eru langt komnir með borðspilin sem þeir hafa verið að búa til. Í dag var verið að prófa spilin og spilareglurnar.

 • 4. feb. Þín eigin goðsaga

  Gaman að rekast á umfjöllun um bók Ævars vísindamanns þar sem hann lætur getið um heimsókn sína í Tjarnarskóla við gerð bókarinnar. Myndirnar tala sínu máli, takk fyrir komuna Ævar! 

 • 31. jan. Tíundu bekkingar í heimsókn í Seðlabankann

  Tíundu bekkingar fóru í skemmtilega heimsókn í Seðlabankann. Þeir fræddust um starfsemi bankans og tóku síðan nokkur létt dansspor með upplýsingafulltrúanum sem tók vel á móti hópnum. 

 • 30. jan. Flott rannsóknarverkefnin 2018

  Gerð rannsóknarverkefna eru árleg nemendaverkefni. Nemendur sýndu mjög fjölbreytt verlefni að vanda og sýndu gestum afrakstur heilmikillar vinnu. Verkefnavalið er frjálst og lögð áhersla á að þau séu skapandi, grípandi og vel unnin. Verkefnið hennar Júlíu G. var sérstakt; það fjallaði m.a. um hænur fjölskyldunnar og tvær hænur komu í heimsókn af því tilefni wink

 • 26. jan. Söngkeppni Samfés; fjórar Tjarnóstelpur tóku þátt

  Þær Rakel, Wiktoría, Guðrún Ýr og Júlía Helga tóku þátt í Söngkeppninni og Rakel komst í úrslit, söng eins og engill. Til hamingju Rakel - og takk allar fjórar fyrir að keppa fyrir hönd Tjarnó! smiley

 • 23. jan. Tíundu bekkingar fóru í heimsókn í Menntaskólann í Kópavogi

  Tíundu bekkingar fóru í mjög áhugaverða heimsókn í MK ásamt Helgu Júlíu, kennara. MK býður upp á fjölbreyttar námsleiðir. Fín heimókn í alla staði. Takk fyrir okkur!

 • 22. jan. Tíundubekkingar í Alþingishúsið

  10. bekkur fór í mjög skemmtilega heimsókn í Alþingishúsið eftir hádegi í dag.

 • 17. jan. Ungbarnadagar í 10. bekk

  Tíundu bekkingar stóðu sig mjög vel á ungbarnadögunum sem lauk í dag. Sumir voru þreyttari en aðrir enda vöknuðu börnin misoft á nóttunni (reyndar tveimur nóttum). Við erum mjög stolt af frammistöðu þeirra! Þátttaka í þessu verkefni er alltaf krefjandi og að sögn fannst þeim erfiðast að vakna á nóttunni til að sinna barninu ,,sínu". Flott hjá ykkur 10. bekkur!!!!!

 • 19. des. Frábærir þemadagar!

  Frábærum þemadögum er lokið í Tjarnó. Það ríkti mikil vinnugleði og sköpunargleði þessa fjóra daga. Jólapeysur, jólaspil, myndbönd, Molajólabúningar, jólapopp, jóladrykkir, jólakókoskúlur, skautakennsla á Tjörninni og Ingólfstorgi, piparkökuhúsaskreytingar, viötöl við túrista í Miðborginni, viðtöl við þá sem muna jólin á árum áður, gengið í kringum jólatréð á Austurvelli, alls konar hönnun og margt fleira skemmitlegt leit dagsins ljós! Við kennarar og Sigrún Edda þökkum krökkunum kærlega fyrir samveruna og vinnusemina þessa daga - svo eru þemadagar alltaf mikil þjálfun í samvinnu og því að vera góður liðsmaður í hóp.

 • 15. des. Eyrún Ósk Jónsdóttir, rithöfundur í heimsókn

  Fengum góðan gest í heimsókn; Eyrúnu Ósk Jónsdóttur, rithöfund, sem kynnti fyrir okkur bókina Ferðina til Mars. Við Þökkum Eyrúnu kærlega fyrir komuna til okkar.

 • 30. nóv. Árlegt jólaföndur foreldrafélagsins

  Við áttum frábært jólaföndursíðdegi í Tjarnó sem foreldrafélagið stóð fyrir að vanda. Súkkulaðiilmur, góð samvera og viðfangsefni gerði þennan viðburð MJÖG ánægjulegan. Tíundubekkingar stóðu sig vel í að bjóða upp á glæsilegt hlaðborð og voru einnig með heilsusamlegan varning á boðstólum sem ein mamman í foreldrahópnum útvegaði (Omega 3 er málið í skammdeginu; reyndar alltaf!). Það er ekki lítið framlag í bekkjarsöfnunina fyrir Danmerkurferðina í vor! Bestu þakkir! 

 • 28. nóv. Heimsókn í Fjölbrautaskólann í Breiðholti

  Tíundu bekkingar fóru í heimsókn í Fjölbrautaskólann í Breiðholti, ásamt Helgu Júlíu, kennara. Það var afar vel tekið á móti hópnum og fengu krakkarnir okkar sérstakt hrós frá námsráðgjafanum fyrir að sýna áhuga og jákvæðni. Alveg til fyrirmyndar þessi frábæri hópur! Framhaldsskólaheimsóknir tíundu bekkinga eru ávallt fastir liðir hjá 10. bekk á hverjum vetri og fleiri skólar verða heimsóttir eftir því sem líður á skólaárið. 

 • 21. nóv. Heimsókn í Spilavini

  Hópurinn í valinu ,,spilahönnun" fór í heimsókn í Spilavini. Hópurinn fékk fullt af góðum hugmyndum og fræddust um gangverk og þemu spila. Svo er bara að hefjast handa næsta þriðjudag.

 • 20. nóv. Brynja fékk íslenskuverðlaun Skóla- og frístundasviðs

  Það var afar ánægjulegt þegar Brynja Kristinsdóttir, nemandi í 10. bekk, tók á móti íslenskuviðurkenningu á degi íslenskrar tungu í Hörpunni, ásamt fulltrúum úr skólum í Reykjavík. Þetta var hátíðleg stund þar sem Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sem er verndari verðlaunanna, afhenti nemendum bók og verðlaunaskjal. Við erum afar stolt af Brynju. Innilega til hamingju, Brynja!

 • 20. nóv. Kósý lestrarstund í vikulok

  Við enduðum  vikuna með því að hafa kósý lestarstund fram til kl. 10. Nemendur máttu hafa með sér kodda, teppi og jafnvel svefnpoka OG vasaljós til að lesa. Það skapaðist ljúf stemning við lestur og afslöppun. Svo var boðið upp á pizzur í hádeginu í tilefni af því að góðri og viðburðaríkri viku var að ljúka og því að ný önn var að hefjast. Stefnum á frábæra 2. önn!!!!!!!!!

 • 20. nóv. Lækjarkrakkar ,,heimsóttu" Tómas Guðmundsson

  Lækjarkrakkar ,,heimsóttu" Tómas (styttuna við Tjarnarbakkann) ásamt Kristínu kennara á degi íslenskrar tungu og stilltu sér upp með borgarskáldinu (komið endilega auga á Tómas).

 • 20. nóv. Aðalsteinn Ásberg og Svavar Knútur á degi íslenskrar tungu

  Síðasta vika var viðburðarík. Við lukum 1. önninni á miðvikudaginn með því að afhenda vitnisburð annarinnar og í tilefni af degi íslenskrar tungu fengum við þá Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Svavar Knút til þess að segja okkur frá Tómasi, borgarskáldi, Guðmundssyni, í máli og tónlistarflutningi. Frábær heimsókn undir yfirskriftinni: Skáld í skólum.

 • 14. nóv. fór 10. bekkur á Þjóðminjasafnið. Mjög áhugaverð sýning!

  14. nóv. fór 10. bekkur á sýninguna Ísland í heiminum, heimurinn á Íslandi á Þjóðminjasafninu. Mjög áhugaverð sýning!

 • 11. nóv. Lego League keppnin í Háskólabíói

  Við áttum flottan hóp í Lego League kepnninni í Háskólabíói undir leiðsögn Þóris kennara. Nemendur stóðu sig mjög vel og höfðu lagt mikla vinnu í undirbúninginn. Flott hjá ykkur, krakkar!

 • Skrekkhópur á svið Borgarleikhússins á þriðjudaginn

  Þessi dásamlegi nemendahópur verður fulltrúi Tjarnarskóla í Skrekk 2017. Við erum afar stolt af krökkunum sem hafa verið sjálfstæðir, skipulagðir, nýtt tímann sinn ótrúlega vel, gengið vel um, sýnt frumkvæði og góða samvinnu. Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með æfingaferlinu en eins og margir vita þá er aðstaðan í húsinu ekki beinlínis heppileg fyrir að æfa sig í að standa á sviði Borgarleikhússins. Það hefur ekki staðið í veginum, alls ekki. Þið foreldrar getið verið ótrúlega stoltir af krökkunum ykkar. Segi svo að lokum: Áfram Tjarnó á þriðjudagskvöldið þegar hópurinn stígur á stóra sviðið!!!!! :)


Efst á síðu