Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


 • Halloweendagur 31. október

  Nemendur ákváðu að mæta í búningum í tilefni af Halloween. Alltaf fjör og stemning í kringum það.

 • Þorgrímur Þráinsson gestur 23. okt.

  Það var enn meiri gestagangur í 10. bekk í dag þegar Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og fyrrum landsliðsmaður í fótbolta, flutti frábæran fyrirlestur sem hann nefnir: ,,Verum ástfangin af lífinu". Hann var með dásamleg skilaboð til nemenda og þessir tímar voru sannkallaðir mannræktartímar!

 • Rosalie Rut skiptinemi 23. okt.

  Rosalie Rut Sigrúnardóttir, AFS-skiptinemi og fyrrverandi Tjarnskælingur, var gestur hjá 10. bekk í dag. Hún sagði nemendum frá dvöl sinni í Bandaríkjunum og þeim tækifærum sem skiptinám felur í sér.

 • Nemendur í íþróttavali fóru í frisbígolf

  Gaman í frisbígolfi í frábæru veðri!

 • Áttundubekkingar fóru á barnabókahátíðina Úti í Mýri

  Hátíðin var í Norræna húsinu en nemendur fræddust m.a. um Valhalla (Goðheima) hjá höfundinum Peter Madsen.

 • Frábær samvera með Dönunum 9. okt.

  Kæru Tjarnarskólafjölskyldur! Við sendum ykkur margfaldar þakkir fyrir ykkar þátt í að gera Danaheimsóknina eftirminnilega. Gestgjafar eiga auðvitað stærsta þáttinn en þið sem lögðuð til veitingar á morgunverðarhlaðborðið, lánuðu það sem þurfti, senduð tillögur eða hvað annað: Þið áttuð svo sannarlega risastóran þátt í að láta gestunum líða vel . Við erum afar glöð með hvernig til tókst til. Ævintýri Tjarnskælinga í Danmörku verður örugglega skemmtilegt þegar þar að kemur. Danirnir eru mjög fúsir að endurgjalda gestrisni ykkar. 

 • Morgunverðarhlaðboð, Hellisheiðarvirkjun og fleira skemmtilegt með Dönunum 8. okt.

  Tjarnarskólafjölskyldurnar stóðu sig afar vel í að koma með girnilegar veitingar á morgunverðarhlaðborðið í tilefni af Danaheimsókninni. Eftir hádegi fór 9. bekkur með gestunum í Hellisheiðarvirkjun og fóru í ævintýri í aparólu í Hveragerði. Frábært!

 • Með dönsku gestunum í Vindáshlíð 4. - 5. okt.

  Haustferðin var farin að þessu sinni í Vindáshlíð. Gestir í ferðinni voru 28 Danir frá danska vinaskólanum okkar Roskilde Lille Skole og dvelja hjá okkur í viku. Ferðin tókst frábærlega vel, allir glaðir. Gestirnir dvelja hjá okkur í viku, nemendur gista hjá Tjarnarskólafjölskyldum og fararstjórar í skólanum. Hlökkum til áframhaldandi samveru með gestunum!

 • 10. bekkur í heimsókn til Flugbjörgunarsveitarinnar 2. október

  Nemendur í 10. bekk fóru í heimsókn til Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Mjög skemmtileg og fróðleg heimsókn. Við þökkum kærlega fyrir okkur!

 • Kósý kvöld í skólanum 26. september

  Krakkarnir í skólanum buðu vinum með sér á kósýkvöld í skólanum. Tókst mjög vel.

 • Áttundu- og níundubekkingum var boðið í Norræna húsið 20. sept.

  Nemendur fengu að sjá myndina Völvens Dom. Frábær mynd sem er umhugsunarverð.

 • Krakkar í íþróttavali hjá Gerðarsafni 7. september

  Nemendur og kennarar brugðu sér í Kópavoginn og skemmtu sér meðal annars á ærslabelg rétt hjá Gerðarsafni. 

 • Haustfundir foreldra 5. september

  Frábæru foreldrar! Bestu þakkir fyrir fína mætingu á fundi morgunsins. Erum hæst ánægð með ykkur!!!

 • 1.Des 1970
  Hljómskálagarðurinn - fín útivera 29. ágúst

  Nemendur í Hljómskálagarðinum í góða veðrinu. 

 • Föstudagssamhristingur 24. ágúst

  Það er orðin hefð hjá okkur að hrista saman hópinn í lok fyrstu viku skólastarfsins. Þá blöndum við nýjum og eldri nemendum saman í hópa til þess að hefja góð kynni. Nemendur unnu ýmis verkefni utan dyra og síðan gæddum við okkur á skúffuköku í lokin.

 • Skólasetning í Dómkirkjunni 22. ágúst

  Það er alltaf ánægjulegt að hefja skólastarf í ágúst og hitta fyrrverandi nemendur, nýja nemendur og fjölskyldur þeirra. Jónas Þórir, tónlistarmaður, mætti einnig og spilaði meðal annars stef úr Star Wars á orgelið. Mjög flott! Hlökkum til samstarfsins framundan og stefnum á farsælt og gott skólastarf sem löngum fyrr.

 • Skólaslitin 2018

  Skólaslitin okkar númer 33 fóru fram í Dómkirkjunni eins og venjulega og voru mjög ánægjuleg. Fjórir nemendur, þær Hrefna, Vaka, Ásdís Ósk og Júlía G. fluttu hver um sig tónlistaratriði. Brynja, útskriftarnemandi, flutti kveðjuorð 10. bekkinga og Kristinn, formaður foreldrafélagsins, flutti kveðjuorð foreldra. Síðan tóku við verðlaunaafhendingar og þá var komið að útskrift 10. bekkinga. Að lokinni athöfn hittust fjölskyldur 10. bekkinga í skólanum þar sem komið var að kveðjustund. Við þökkum þeim öllum fyrir góð kynni og samvinnu á Tjarnarskólaárunum þeirra. Tónlistarstúlkurnar og ræðumenn fá miklar þakkir fyrir afar hlý orð í garð okkar í skólanum. Hér eru nokkrar myndir frá útskriftinni. Öllum Tjarnskælingum og fjölskyldum þeirra og starfsfólki þökkum við samvinnuna í vetur. Hafið það sem allra best í sumar!!!!

 • 29. maí Birta Dís í 10. bekk fékk viðurkenngu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur

  Það var mjög ánægjulegt að vera viðstödd afhendingu nemendaverðlauna Skóla- og frístundasviðs í gær í Hólabrekkuskóla. Við kennarar í Tjarnarskóla sendum tilnefningu um Birtu Dís í 10. bekk að þessu sinni. Hún er glæsilegur fulltrúi skólans og var tilnefnd fyrir marga sigra, bæði á sjálfri sér og sem námsmaður. Hún hefur einnig stundað fjarnám í Versló á vorönninni í þremur námsgreinum. Til hamingju Birta Dís og foreldrar! 😀Birta Dís fékk viðurkenningarskjal og verðlaunabókina ,,Vertu ósýnilegur"

 • 28. maí Leirlistarkrakkar gerðu flotta hluti

  Nemendur í leirlistarvali hafa gert mjög fallega hluti á námskeiðinu hjá Kristínu Ísleifsdóttur, kennara. Nemendur hafa fengið að vera í húsakynnum Háskóla Íslands í Skipholti. Mjög gaman að skoða afraksturinn. 

 • 25. maí Foreldrar grilluðu í Mæðragarðinum

  Á föstudaginn mættu foreldrar galvaskir með grill, hamborgara og meðlæti og grilluðu ofan í mannskapinn. Gaman að ljúka vikunni með þessum hætti því nú eru prófin framundan og skólastarfinu brátt að ljúka. Takk frábærtu foreldrar fyrir framtakið; sérstaklega þau Kristinn og Anna Margrét!


Efst á síðu