Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


 • 16. apríl Heimsókn í Roskilde Lille Skole; eðlis- og efnafræðitími

  Eðlis- og efnafræðitími hjá krökkunum í Roskilde Lilleskole. Ótrúlega skemmtilegt 

 • 13. apríl Tíundubekkingar til Danmerkur- ævintýrin framundan

  Þá var loksins komið að Danmerkurferðinni. Þær Helga Júlía og Birna Dís fóru með hópinn til Danmerkur, mikill spenningur, að sjálfsögðu. Ævintýrin framundan. Það var til dæmis ekki amalegt að eyða degi í Tívolíinu í Köben, fara í Bakken eða i VIP-stúku á fótboltaleik. 

 • 24. mars Rakel okkar var glæsilegur fulltrúi á Söngkeppni Samfés

  Rakel okkar var glæsilegur fulltrúi Tjarnarskóla í Söngkeppni Samfés. Keppnin var í beinni á RÚV. Við getum verið afar stolt af framlagi Tjarnarskóla í keppninni! Til hamingju með þig, Rakel!

 • 20. mars Páskabingó í skólanum

  Páskabingóið heppnaðist mjög vel og auðvitað allir mjög sáttir sem fengu Bingó. Takk fyrir komuna öll og sérstakar þakkir fá þau Róbert Arnes Skúlason, pabbi hennar Sunnevu, og Eva, mamma hennar Svanhildar, fyrir að útvega flotta vinninga fyrir okkur. 

 • 20. mars Dönsku gestirnir kvaddir með hópknúsi

  Við í Tjarnarskóla erum afar ánægð með hvernig til tókst með móttöku Dananna okkar. Síðasta daginn hittust allir í skólanum og gæddu sér á glæsilegu morgunverðarhlaðborði í boði foreldra og nemenda. Tjarnarskólafjölskyldurnar voru frábærir gestgjafar. Dönsku kennararnir og krakkarnir eru alveg í skýjunum. Það var glaður hópur sem fór heim. Birna Dís, kennari fékk mikið hrós og þakklæti fyrir einstaka eljusemi við skipulag og undirbúning fyrir mótttöku gestanna okkar með dyggum stuðningi Helgu Júlíu, umsjónarkennara í 10. bekk og með afar mikilvægu framlagi kennarahópsins alls. Húrra fyrir ykkur öllum!

 • 19. mars Dönsku dagarnir; Perlan, Nauthólsvík, keila, skautar og Úlfarsfell

  Dönsku gestirnir, í fylgd Tjarnókrakka, fóru vítt og breitt í dag. Sumir fóru og skoðuðu safnið í Perlunni og fóru í sjósund í Nauthólsvík. Aðrir fóru á skauta, í keilu eða gengu á Úlfarsfell. Frábær dagur með gestunum okkar!

 • 16. mars Rafveituhúsið skoðað á heimleið úr skíðaferð

  Á heimleið eftir frábæra skíðaferð var stoppað við Rafveituhúsið í Elliðaárdal. 

 • 15. mars Dönsku gestirnir komnir til landsins, allir á skíði!

  Þá eru dönsku krakkarnir komnir til Íslands og verða gestir hjá Tjarnskælingum og fjölskyldum þeirra á næstunni. Skíðaferð var fyrst á dagskrá, farið í skála Breiðabliks í Bláfjöllum. Veðrið var ekki alveg það besta til skíðaiðkunar, en samt hægt að renna sér inn á milli. Samveran var hinst vegar frábær! 

 • 17. mars Tjarnó tók þátt í Stíl og varð í 3. sæti !

  Hönnunarkeppnin Stíll á vegum Samfés var haldin í Laugardagshöll. Fyrir hönd Tjarnarskóla kepptu þau Íris, Ásdís, Ásta og Agnes. Fylkir í 10. bekk var sérlegur tískuhönnuður og teiknaði flottar myndir fyrir hópinn. Þemað var drag. Hópurinn náði frábærum árangri og lenti í 3. sæti fyrir ,,ungfrú Marzipan!  Til hamingju krakkar! Við erum mjög stolt af ykkur!

 • 12. mars Tíundi bekkur fór á sýninguna Verk og vit

  Á föstudaginn fór 10. bekkur á sýninguna Verk og vit í Laugardalshöllinni. Við vorum svo heppin að fá þetta boð á sýninguna og frábæra kynningu hjá Sigríði, mömmu Kolbeins og Snorra í 8. bekk. Takk kærlega fyrir okkur Sigríður Hrund!

 • 10. mars Stærðfræðikeppni MR

  Ellefu nemendur tóku þátt í stærðfræðikeppni MR að þessu sinni; fjórir í 8. bekk og sjö í 9. bekk. Frábært tækifæri að æfa sig i stærðfræðinni!

 • 9. mars Samræmdu prófin í Veröld, húsi Vigdísar

  Mikið erum við fegin að samræmdum prófum sé lokið að þessu sinni. Nemendur í 9. bekk tóku tæknifárinu af mikilli yfirvegun og voru sjálfum sér og okkur til sóma. Í dag var enskuprófið og allir okkar nemendur tóku prófið (þolinmæði þrautir vinnur allar). Hins vegar vitum við ekkert hvernig tekið verðum á málum að svo stöddu. Fylgjumst með fréttum eins og landsmenn allir. Nemendur þreyttu prófið í Veröld, stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, fengum frábæra þjónustu og nutum geiðvikni í hæsta gæðaflokki. Frábært starfsfólk í Veröld, tölvuþjónustu HÍ og Háskólatorgi  smiley 

 • 28. feb. Áttundi bekkur fékk frábæra leiðsögn um Listasafn Íslands

  Kvosarkrakkar fóru á Listasafn Íslands í dag og fengu frábæra leiðsögn um safnið. Gott að eiga góða nágranna.  smiley

 • 26. feb. Tíundi bekkur fór á Skólaþing Alþingis

  10. bekkur fór á skólaþing. Þar fengu krakkarnir að kynnast betur starfsemi Alþingis og leika hlutverk þingmanna. Ótrúlega vel heppnuð heimsókn og skemmtileg.

 • 23. feb. 8. bekkur fræddist um álfa, tröll og drauga á Listasafni Íslands

  Kvosarkrakkar, 8. bekkur, heimsótti Listasafn Íslands í vikunni og fræddist um álfa, tröll og drauga á sýningunni Korriró og Dillidó.

 • 20. feb. Tíundi bekkur á kynningu í Tækniskólann

  Tíundi bekkur fór á frábæra kynningu í Tækniskólann.

 • 14. feb. Öskudagur 2018

  Það er orðin skemmtileg hefð hjá okkur að nemendur mæti í einhverju litríku og skemmtilegu á öskudaginn. Flottustu búningarnir eru valdir og veglegir vinningar í boði. Þeir sem eru ekki alveg í búningastuði geta jafnvel sett upp sniðuga húfu, sett í sig slaufur, mætt í litríkum sokkum, sett á sig trúðanef eða eplakinnar. Nú, svo má líka koma með skemmtiatriði. Nemendur fá að fara í nammileiðangur um stund og svo endum við í vöffluglaðingi í hádeginu. Síðan fara allir í sitt vetrarfrí. Að þessu sinni fá nemendur lengra frí en kennarar sem mæta í vinnuna á mánudaginn - en nemendur mega líka sofa út þann dag. Gott og gaman að fá tilbreytingu á köldum febrúardögum.

 • 13. feb. Félagsvistin æfð

  Það er alltaf gaman að fara í félagsvist. Tromp, nóló, grand og allt hitt æft og auðvitað gaman að fá sem flest stig ef maður er heppinn í spilum. 

 • 12. feb. Notalegt að bregða sér á Borgarbókasafnið

  Nemendur í Tjarnarskóla fara reglulega á Borgarbókasafnið og velja sér bækur að láni en einnig að njóta þess að kíkja í bækur á safninu.

 • 9. feb. Alltaf stuð í boltavalinu

  Í boltatímum æfa krakkarnir alls konar boltafimi. Gaman!


Efst á síðu