Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

16. nóv.: Árni fékk viðurkenningu á degi íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var viðburðaríkur hjá okkur. Á hverju ári sendum við tilnefningar til Reykjavíkurborgar um nemanda sem hefur sýnt góð tilþrif í notkun íslenskunnar. Verðlaunaafhending hefur farið fram í Hörpunni - mjög hátíðleg athöfn en frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti er verndari íslenskuverðlaunanna. Að þessu sinni tilnefndum við 10. bekkinginn Árna Kristin Hilmarsson. Vegna óvenjulegra aðstæðna var okkur falið að halda okkar eigin verðlaunaafhendingu. Við sýndum meðfylgjandi myndband áður en við héldum út í Mæðragarðinn. Þar fékk Árni skjal og bók með ljóðum Jónasar Hallgrímssonar að viðstöddum foreldrum Árna, nemendum og kennurum. Síðan var boðið upp á kakó í kleinur. Það var einnig annað tilefni til að gleðjast, því síðasta prófdaginn bar upp á dag íslenskrar tungu. Við óskum Árna og foreldrum innilega til hamingju með þessa viðurkenningu.


Efst á síðu