Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

24. janúar Tíundu bekkingar voru ,,foreldrar" í tvo sólarhringa

Tuttugu 10. bekkingar fengu lítil kríli í hendurnar á miðvikudaginn; mikið fjör og spenningur. Ungbarnaverkefnið er árlegur viðburður í skólanum en nemendur annast ,,ungbarn" í tvo sólarhringa. Það þarf að huga að þörfum barnsins, skipta á bleyjum, gefa pela, rugga, láta ropa og láta fara vel um barnið. Þetta verkefni er heilmikil áskorun, sérstaklega á nóttunni, þegar þarf að vakna og sinna barninu. Nemendur stóðu sig með mikilli prýði sem löngum fyrr.


Efst á síðu