Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

3. - 9. okt. Danskir gestir í Tjarnó

Það var ótrúlega skemmtilegt að taka á móti dönsku krökkunum frá Roskilde lille skole í byrjun október. Gestirnir dvöldu á Íslandi í viku. Nemendur gistu hjá frábærum Tjarnarskólafjölskyldum sem voru aldeilis góðir gestgjafar. Dönsku gestirnir upplifðu margt skemmtilegt; fóru með okkur í haustferð í Vindáshlíð, fóru í alls konar skoðunarferðir, ísferðir, hellaskoðun, foreldragrill í Elliðaárdal, pizzukvöld og margt fleira. Myndirnar tala sínu máli. Tíundi bekkurinn okkar fer síðan í Danmerkurferð í maí - það verður örugglega eftirminnilegt!


Efst á síðu