Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Frábær árangur tveggja Tjarnskælinga í stærðfræðikeppni MR

Á hverju ári stendur Menntaskólinn í Reykjavík fyrir stærðfræðikeppni fyrir áhugasama grunnskólanemendur. Tólf Tjarnarskælingar tóku þátt í keppninni að þessu sinni. Þeir Ívar Björgvinsson og Starkaður Snorri Baldursson urðu í topp-tíu í 8. og 9. bekkjar hópnum.  Ívar varð í 1. sæti í hópi 8. bekkinga og Starkaður Snorri  í 8. - 9. sæti í 9. bekkjar hópnum. Frábær árangur hjá þessum strákum en 330 nemendur tóku þátt!. Báðir fengu viðurkenningarskjal og forláta reiknivél. Auk þess fékk Ívar 25 þús. krónur í verðlaun en Arionbanki lagði til viðurkenningar. Athöfnin var mjög ánægjuleg. Við erum mjög stolt af strákunum okkar! 


Efst á síðu