Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Glæsileg rannsóknarverkefni á sýningu 29. janúar

Árleg rannsóknarverkefni eru meðal þeirra mörgu verkefna sem við erum svo stolt af. Nemendur velja sér viðfangsefni og útfæra eftir eigin höfði. Útkoman er alltaf ákaflega fjölbreytt og sem er gaman að skoða. Foreldrar mættu á sýninguna og hrósuðu nemendum fyrir flott verkefni. Við veitum alltaf viðurkenningar þeim nemendum sem fá A og að þessu sinni voru það þau Ívar í 8. bekk, Agnes, Hera, Rakel og Wiktoría í 9. bekk og þær Mist, Guðrún Ýr  Júlía G og Eva María í 10. bekk sem fengu viðurkenningarskjal og hádegishressingu í verðlaun. Til hamingju verðlaunahafar og allir hinir!  Glæsileg verkefni!


Efst á síðu