Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Skólaslitin 2018

Skólaslitin okkar númer 33 fóru fram í Dómkirkjunni eins og venjulega og voru mjög ánægjuleg. Fjórir nemendur, þær Hrefna, Vaka, Ásdís Ósk og Júlía G. fluttu hver um sig tónlistaratriði. Brynja, útskriftarnemandi, flutti kveðjuorð 10. bekkinga og Kristinn, formaður foreldrafélagsins, flutti kveðjuorð foreldra. Síðan tóku við verðlaunaafhendingar og þá var komið að útskrift 10. bekkinga. Að lokinni athöfn hittust fjölskyldur 10. bekkinga í skólanum þar sem komið var að kveðjustund. Við þökkum þeim öllum fyrir góð kynni og samvinnu á Tjarnarskólaárunum þeirra. Tónlistarstúlkurnar og ræðumenn fá miklar þakkir fyrir afar hlý orð í garð okkar í skólanum. Hér eru nokkrar myndir frá útskriftinni. Öllum Tjarnskælingum og fjölskyldum þeirra og starfsfólki þökkum við samvinnuna í vetur. Hafið það sem allra best í sumar!!!!


Efst á síðu