Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

29. maí Birta Dís í 10. bekk fékk viðurkenngu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur

Það var mjög ánægjulegt að vera viðstödd afhendingu nemendaverðlauna Skóla- og frístundasviðs í gær í Hólabrekkuskóla. Við kennarar í Tjarnarskóla sendum tilnefningu um Birtu Dís í 10. bekk að þessu sinni. Hún er glæsilegur fulltrúi skólans og var tilnefnd fyrir marga sigra, bæði á sjálfri sér og sem námsmaður. Hún hefur einnig stundað fjarnám í Versló á vorönninni í þremur námsgreinum. Til hamingju Birta Dís og foreldrar! 😀Birta Dís fékk viðurkenningarskjal og verðlaunabókina ,,Vertu ósýnilegur"


Efst á síðu