Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Skrekkhópur á svið Borgarleikhússins á þriðjudaginn

Þessi dásamlegi nemendahópur verður fulltrúi Tjarnarskóla í Skrekk 2017. Við erum afar stolt af krökkunum sem hafa verið sjálfstæðir, skipulagðir, nýtt tímann sinn ótrúlega vel, gengið vel um, sýnt frumkvæði og góða samvinnu. Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með æfingaferlinu en eins og margir vita þá er aðstaðan í húsinu ekki beinlínis heppileg fyrir að æfa sig í að standa á sviði Borgarleikhússins. Það hefur ekki staðið í veginum, alls ekki. Þið foreldrar getið verið ótrúlega stoltir af krökkunum ykkar. Segi svo að lokum: Áfram Tjarnó á þriðjudagskvöldið þegar hópurinn stígur á stóra sviðið!!!!! :)


Efst á síðu