Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Óttar Sveinsson ,,útkallinn" góður gestur hjá 10. bekk 26. sept.

Krakkarnir í 10. bekk fengu góðan gest, Óttar Sveinsson, rithöfund Útkallsbókanna svo nefndu. Óttar sagði frá skrifum sínum og kynnum af fólki í tengslum við Goðafossslysið á stríðsárunum, þegar þýskur kafbátur skaut niður skipið með rúmlega 60 Íslendingum innanborðs. Hann lýsti einnig viðburði á bókamessunni í Frankfurt fyrir nokkrum árum þegar áhafnarmeðlimur á kafbátnum og skipverji á Goðafossi hittust og féllust í faðma. Áhrifamikil frásögn! Við þökkum Óttari kærlega fyrir heimsóknina.


Efst á síðu