Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Ungbarnadagar í janúar

Nemendur í 10. bekk sáu um sýndarungbörn í tvo sólarhringa 18. - 20. janúar.  Þetta er í 8. sinn sem við tökum þátt í þessu verkefni sem er unnið í samvinnu við Ólaf Gunnarsson hjá ÓB-ráðgjöf. Nemendur þurfa að sinna þörfum barnsins; skipta á bleyjum, gefa pela, láta ropa, rugga því og hugga eftir þörfum. Nemendur mættu í skólann með barnið og það var ótrúlega skemmtileg stemning í skólanum þessa daga. Í lokin mæltu allir nemendur með því að næsti 10. bekkur fengi að taka þátt í verkefninu að ári liðnu.  


Efst á síðu