Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Borgarstjórinn í heimsókn 16. mars ´17

Það var mjög ánægjulegt að fá borgarstjórann, Dag B. Eggertsson, í heimsókn í dag. Hann skoðaði skólann og rabbaði við nemendur og fékk að sjá eitt verkefnið sem nemendur unnu á nýliðnum þemadögum. Frábært myndband um hvað hægt er að sýna dönsku gestunum okkar í 101 Reykjavík þegar þeir koma í næsta mánuði. Hann heilsaði einnig upp á Mola skólahund. Í kjölfarið var gerð sérstök frétt um Mola á mbl.is þar sem fjallað var um hundinn og borgarstjóraheimsóknina. Bara gaman - lífið í lit! (3 myndir)


Efst á síðu