Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Þemadagar hófust með skemmtilegu hópefli

Þemadagarnir hófust 13. desember og þeim lýkur 19. desember. Verkefnið að þessu sinni heitir ,,Köttur úti í mýri með mikro.bit á heilanum". Nemendahópar settu sig í vinnugírinn með því að vinna tvö skemmtileg hópeflisverkefni: Búa til skúlptúr úr spaghettílengjum og sykurpúðum. Síðan áttu hóparnir að pakka inn bók saman, en máttu bara nota aðra höndina (hafa hina fyrir aftan bak). Svo fóru allir á myndina ,,Hin ótrúlegu ævintýri Adele" í Bíó Paradís. 


Efst á síðu