Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Skemmtileg skólaslit

Skólaslitin 2016 voru afar ánægjuleg. Nemendur, foreldrar og kennarar ásamt fjölskyldum nemenda fögnuðu skólalokum. Þrír nemendur fluttu tónlistaratriði, þau Ivana, Anna og Kristján, Rosalie Rut flutti glæsilega ræðu fyrir hönd útskriftarnemenda, Anna Sif flutti kveðjuræðu fyrir hönd foreldra og margir fengu viðurkenningar og hrós. Tíundu bekkingar voru auðviðtað útskrifaðir og fengu auk þess sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa skapað mjög góðan bekkjaranda og liðsheild sem smitaði út frá sér til annarra í skólanum. Við erum afar stolt af skólastarfinu sem var mjög viðburðaríkt í vetur. Við óskum útskriftarnemendum innilega til hamingju og óskum þeim gæfu og gengis og hlökkum til endurfunda í haust með hinum. 


Efst á síðu