Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Metþátttaka á mjög góðum fundi nemenda, foreldra og kennara

Skólaráðið hélt svo nefndan opinn fund á dögunum. Nemendur í 10. bekk köstuðu boltanum yfir til 9. bekkinga og sögðu frá hvernig þeim tókst að skapa góðan bekkjaranda, skipuleggja árshátíð, gera kennaragrínið og standa að fjáröflun. Foreldrar í 10. bekk miðluðu einnig af sinni reynslu til foreldra 9. bekkinga, en þeir hafa verið ötulir við að styðja við nemendur í bekknum og skólastarfið. Nemendur og foreldrar í 8. bekk fengu það viðfangsefni að koma með hugmyndir að hvernig við getum tengst grenndarsamfélaginu enn frekar. Margar frábærar hugmyndir komu fram sem verða nýttar í skólastarfinu næsta vetur. Ekki má gleyma að 9. bekkingar sáu um hlaðborð en það verkefni var fyrsta skrefið hjá þeim í að safna fyrir útskriftarferð vorið 2017. Við vorum hæst ánægð með hvernig til tókst!


Efst á síðu