Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Jens í 10. bekk fékk nemendaverðlaun skóla- og frístundráðs Reykjavíkur

Það var mjög ánægjuleg stund í dag þegar nemendur í 32 skólum í Reykjavík tóku á móti nemendaverðlaunum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Að þessu sinni tilnefndu kennarar Jens Arinbjörn Jónsson til þessara verðlauna. Í rökstuðningi segir meðal annars:

Jens er skemmtilega leitandi og hefur sýnt miklar framfarir í námi og skólastarfi. Jens er sérlega áhugasamur og jákvæður nemandi. Hann er forvitinn og leitandi og innri áhugi birtist mjög gjarnan í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann er afar vel máli farinn, bæði á íslensku og ensku og kafar gjarnan djúpt í viðfangsefnin. Hann hefur sýnt athyglisverðar framfarir árin sín í Tjarnarskóla, hefur verið virkur þátttakandi og er með góða rökhugsun. Hann hefur einnig gert eftirtektarverð og frumleg rannsóknarverkefni.

Það var glöð fjölskylda sem mætti með Jens við þetta tækifæri.

Við óskum Jens innilega til hamingju með þessa viðurkenningu.


Efst á síðu