Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Tjarnarhreystin 2016 (Hungurleikarnir)

Síðasti dagur fyrir páskafrí var ótrúlega skemmtilegur. Tjarnarhreystin (Hungurleikarnir) undir stjórn Margrétar Huldu tókust afar vel. Nemendur fundu m.a. mótkeppendur á förnum vegi og fóru í armbeygjukeppni og sjómann auk þess sem þeir þurftu að leysa verkefni í ratleik. Næst stigahæsta liðið (Spékopparnir) fékk 430 stig en stigahæsta (Bleiku kindurnar) 549 stig. Liðið í 2. sæti fékk lítil páskaegg að launum en það í 1. sæti stærri páskaegg. Hekla í 8. bekk fékk sérstök einstaklingverðlaun fyrir að leggja sig virkilega vel fram í sínu liði. Allir fengu ostaslaufur og kakó eftir útiveruna og voru síðan kvaddir með lítilli páskaeggjagjöf. 


Efst á síðu