Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Flott rannsóknarverkefni komu í hús

Mánudaginn 25. janúar var skiladagur rannsóknarverkefna. Það var mjög gaman að ganga um og skoða verkefnin sem voru af fjölbreyttu tagi. Hér má nefna nashyrninga í útrýmingarhættu, nýtt forrit þar sem skoða má þjóðfána Evrópulanda og hlusta á þjóðsöng hvers og eins, verkefni um bardagaíþróttina mmn, kynningu á Óskarsverðlaunahátíðinni, sundverkefni, umfjöllun um tónlistarmennina David Bowie og Justin Bieber og margt, margt fleira. Hér má sjá nokkrar myndir en miklu fleiri eru á myndasíðunni. 


Efst á síðu