Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Ævintýravika með 30 erlendum gestum

Gestirnir okkar frá Spáni, Ítalíu, Grikklandi, Finnlandi og Slóveníu hafa gert vikuna tilbreytingaríka og skemmtilega. Sextán nemendur frá þessum fimm löndum hafa gist hjá Tjarnarskólakrökkum og fjórtán kennarar eru einnig með í för. Dagskráin hefur verið fjölbreytt; útivera í Gufunesbæ, kynning á miðborginni okkar, Gullni hringurinn, hvalaskoðun, Bláa lónið, Laugardalurinn, sund og Elliðaárdalurinn hafa verið meðal viðkomustaða í vikunni. Þessi gefandi samvera tengist Erasmusverkefni sem Tjarnskælingar taka þátt í og hafa fengið styrk til þess. Um er að ræða gagnkvæmar heimsóknir og samvinnu í gegnum netið. Það er ótrúlega skemmtilegt að taka þátt í verkefni eins og þessu og það verður spennandi að fá einnig að fara í heimsókn til einverra af þátttökulöndunum í vetur.


Efst á síðu