Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


 • Öskudagur er alltaf litríkur í skólanum

  Sú hefð hefur skapast undanfarin ár að við brjótum upp skólastarfið á öskudag. Við tökum fram spil, nemendur skjótast í miðbæinn og syngja fyrir nammi, eða öðrum gjöfum og í hádeginu bjóðum við upp á pizzur, vöfflur, kleinur eða annað sem kætir magann. Að þessu sinni urðu pizzur fyrir valinu. 

 • ,,Skypað" til Grikklands og Slóveníu

  Nýtt Evrópuverkefni er hafið í skólanum undir stjórn Þóris og Birnu með aðstoð Sirríar. Á dögunum var efnt til spjalls á Skypinu við nemendur í Grikklandi og Slóveníu. Þetta var einn liður í undirbúningi fyrir ferð nemendahóps til Ítalíu og Slóveníu í byrjun mars.

 • Undirbúningur ungbarnadaga fyrir foreldra

  Ólafur Grétar Gunnarsson kom til okkar snemma í febrúar og fræddi foreldra um væntanlegt verkefni 10. bekkinga. Við köllum verkefnið ,,Hugsað um barn" þar sem nemendur æfa sig í foreldrahlutverkinu með því að annast sýndarbarn í tvo sólarhringa. Fyrirlestur Ólafs var mjög fróðlegur og fjallaði meðal annars um rannsóknir sem sýna hve fyrstu mánuðir í lífi ungbarns eru mikilvægir fyrir það sem koma skal á lífsleiðinni.

 • Vöfflur, ávaxtaspjót og próflok

  Við próflok 2. annar gæddum við okkur á ávaxtaspjótum og vöfflum sem heimilisfræðihópurinn útbjó. Vöffluilmur og notaleg tilfinning var ríkjandi.

 • Skemmtilegt tölvuleikjakvöld

  Nemendaráðið skipulagði mjög vel heppnað tölvuleikjakvöld í skólanum fyrir skemmstu. Alls konar leikir voru á dagskrá og allir voru sammála um að kvöldið hafi heppnast mjög vel. Mikil stemning. 

 • Vísindakynning HÍ í Háskólabíói

  Nemendur nutu svo sannarlega góðs af kynningu Háskóla Íslands í Háskólabíói fyrir skemmstu. Nemendur fengu að kynnast ýmsu forvitnilegu á vísindasviðinu. Það er ómetanlegt að fá tækifæri eins og þetta. Það má sjá fleiri myndir á myndakrækjunni. 

 • Foreldrafélagið skipulagði gistiferð í Gufunesbæ

  Það kom upp sú hugmynd hjá nemendum að það gæti verið gaman að fara í  gistiferð í janúar. Hún kæmi til viðbótar við hefðbundna haustferð og skíðaferð. Foreldrar brugðust vel við þessu og skipulögðu skemmilega samveru í janúar frá kl. 18.00 og föstudegi til hádegis á laugardegi. Ekki þurfti að fara langt því samið var um gistingu í Gufunesbæ sem er innan borgarmarkanna. Um kvöldið var dansað, spilað, horft á mynd, borðað saman og síðan var endað á sameinginlegum ,,brunch" á laugardeginum. Stjórn foreldrafélagsins á veg og vanda að þessum vel heppnaða viðburði. Við sendum þakkir fyrir framtakið.

 • Skelltum okkur á skauta

  Það er tilvalið að skella sér á skauta í Laugardalnum. Það gerðum við.

 • Kakó í Tjarnarhólmanum

  Stundum notum við tækifærið og breytum til. Það er ævintýralegt að enda verkefni utan dyra með því að gæða sér á kakói í Tjarnarhólmanum.  Einmitt!

 • Þemadagar í desember

  Í desember voru skemmtilegir þemadagar í skólanum. Nemendur kynntu sér ýmislegt sem lýtur að kostnaði við hátíðahöld. Nemendur urðu margs vísari og þjálfuðu samvinnu af miklu kappi. Í lok þemadaga fór síðan fram víðtækt mat á þemaverkefnum hvers hóps um sig. Áður en nemendur fóru í jólafrí var tilkynnt hverjir höfðu skorað hæst. Myndirnar sýna verðlaunahafa í 1. og 2. sæti  en mjög mjótt var á mununum. Sjá má fleiri myndir á myndasíðunni.

 • Legotækniliðið stendur sig vel

  Það er gaman að fylgjast með krökkunum í Legotækniliðinu. Robotinn þeirra tekur framförum í hverri viku. Kristján, Þorsteinn, Sigga, Orri og Hákon, topplið undir leiðsögn Þóris kennara!

 • Salka Sól kom í heimsókn

  Salka Sól birtist óvænt í skólanum um daginn. Hún er fyrrverandi Tjarnskælingur og vakti mikla ánægju hjá þeim sem hittu hana. Það er gaman að fylgjast með henni og því sem hún er að fást við þessa dagana.

 • Grímugerð í myndmennt

  Flottar grímur hafa litið dagsins ljós hjá myndmenntakrökkum. Næsta skref er að mála grímurnar.

 • Keppni um stofuskreytingar

  Í byrjun aðventu kepptust nemendur um að skreyta stofurnar sem fallegast. Lækjarnemendur (9. bekkingar) unnu og fengu að poppa og horfa á myndband í verðlaunaskyni. 

 • Frábær aðventustund að hætti foreldrafélagsins

  Það hefur skapast skemmtileg hefð í skólanum að hittast í byrjun aðventu og njóta samverunnar. Foreldrar, nemendur, systkini afar og ömmur lögðu leið sína í skólann og tóku þátt í notalegri samveru. Tíundu bekkingar settu upp glæsilegt kaffihús þar sem boðið var upp á kræsingar og heitt súkkulaði. Þessi stund var ótrúlega ljúf og skemmtileg. Bestu þakkir til stjórnar foreldrafélagsins sem undirbjó daginn afar vel. Tíundu bekkingarnir fá einnig mikið hrós fyrir flott kaffihús. Afraksturinn fer í ferðasjóð nemenda. Skoðið endilega skemmtilegar myndir á myndakrækjunni.

 • Ævar Þór kynnti bókina sína

  Ævar Þór mætti til okkar og kynnti nýju bókina sína fyrir skömmu. Hann er hugmyndaríkur sem löngum fyrr. Við þökkum honum kærlega fyrir skemmtilega heimsókn.

 • Myndmenntarnemendur fóru á listasafn

  Myndmenntakennararnir Guðrún Vera og Sigrún eru duglegar að fara með nemendur á listasöfn. Alltaf forvitnilegt að skoða, upplifa og njóta.Það gerðu myndmenntakrakkarnir.

 • Hákon Darri fékk íslenskuverðlaun unga fólksins í Hörpu

  Í dag, 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Árlega tilnefna skólarnir í Reykjavíkurborg nemendur til þess að taka á móti íslenskuverðlaunum í bókmenntaborginni Reykjavík. Að þessu sinni var það Hákon Darri sem fékk verðlaunin. Þeim er ætlað að auka áhuga grunnskólanema á íslenskri tungu og hvetja þá til framfara í tjáningu og töluðu og rituðu máli.

 • Halloweenundirbúningur

  Halloweenball var haldið í kjölfar prófa 1. annar. Undirbúningshópurinn stóð sig afar vel og lagði mikið á sig til þess að kvöldið heppnaðist vel. Við birtum fljótlega myndir af ballinu en setjum myndir af undirbúningnum hér inn. Það má sjá fleiri myndir á myndakrækjunni.

 • 1.Nóv 1970
  Foreldrar skipulögðu spilakvöld í Læk

  Foreldrar stóðu fyrir skemmtilegu spilakvöldi í Læk á miðvikudaginn. Það var afar góð stemning og allir skemmtu sér vel. Það er fyrirhugað að hafa annað slíkt kvöld á nýju ári. Takk fyrir gott framtak!


Efst á síðu