Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


 • Heimsókn 9. bekk í varðskipið Óðin 2. okt.

  Nemendur í 9. bekk fengu að fara um borð í varðskipið Óðin í dag. Fengu mjög góða leiðsögn og ferðin var bæði skemmtileg og fróðleg.

 • Vinaballið tókst mjög vel 28. sept.

  Fyrsta ball vetrarins, vinaballið, tókst afar vel. Svaka fjör, rúmlega 50 krakkar í húsi, pizza á boðstólum og norðurljósin dönsuðu yfir Tjarnarskóla í takt við tónlistina sem Heimir stjórnaði. 

 • Óttar Sveinsson ,,útkallinn" góður gestur hjá 10. bekk 26. sept.

  Krakkarnir í 10. bekk fengu góðan gest, Óttar Sveinsson, rithöfund Útkallsbókanna svo nefndu. Óttar sagði frá skrifum sínum og kynnum af fólki í tengslum við Goðafossslysið á stríðsárunum, þegar þýskur kafbátur skaut niður skipið með rúmlega 60 Íslendingum innanborðs. Hann lýsti einnig viðburði á bókamessunni í Frankfurt fyrir nokkrum árum þegar áhafnarmeðlimur á kafbátnum og skipverji á Goðafossi hittust og féllust í faðma. Áhrifamikil frásögn! Við þökkum Óttari kærlega fyrir heimsóknina.

 • Níundubekkingar á Landnámssýninguna 25. sept.

  Nemendur í 9.bekk fóru á Landnámssýninguna í Aðalstræti í dag. Malt og appelsín komu einnig við sögu. Mmmmm

 • Áttundubekkingar í Hannesarholt 25. sept.

  Nemendum í 8. bekk var boðið að heimsækja Hannesarholt og fræðast um Hannes Hafstein. Þeim var boðið upp á kakó með rjóma. Við þökkum Sigríði Hrund, mömmu í skólanum, kærlega fyrir að fá þetta tækifæri. Mjög skemmtileg heimsókn í alla staði.

 • Skautar í Skautahöll 22. sept.

  Nemendur í íþróttavali fóru á skauta í Skautahöllinni. Á skautum er aldeilis hægt að skemmta sér. Líka þegar maður dettur!“

 • Fyrstu fundur foreldraráðsins í dag, 18. sept.

  Fyrsti fundur foreldraráðsins var í dag. Okkur líst afar vel á hópinn með Kristin í forystu eins og í fyrra. Á haustfundunum í skólanum voru hvorki meira né minna en um 30 foreldrar sem eru tilbúnir að leggja lið í vetur. Frábært! Við hlökkum til að vinna með foreldraráðinu í vetur.

 • Nemendur í 9. bekk fóru á sýningu Jack Latham 18. sept.

  Nemendur í 9. bekk fóru á Ljósmyndasafn Reykjavíkur á sýningu Jack Latham. Viðfangsefni ljósmyndarans er Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Skemmtileg og áhugaverð sýning. 

 • Krakkar í íþróttavali æfðu strandblak í dag 15. sept.

  Krakkarnir í íþróttavalinu æfðu strandblak í dag – skemmtilegt!

 • Fyrsti fundur nemendaráðs 2017-2018 15. sept.

  Þau Kolbeinn, Ásdís, Hrefna, Mikael, Sunna Dís, Wiktoría, Guðrún, Svanhildur og Freyja voru kosin í nemendaráðið í vetur. Á myndina vantar Svanhildi og Freyju.

 • Skemmtileg heimsókn í Lýsi ehf 13. sept.

  Foreldri í 10. bekk bauð bekknum í frábæra heimsókn í Lýsi ehf. Nemendur fræddust um fyrirtækið og framleiðsluna og fengu mjög góðar móttökur. Takk fyrir okkur, Auður!

 • Hópurinn ,,Hönnun og skart" byrjaði af krafti 12. sept.

  Hópurinn í hönnun og skarti byrjaði af krafti – litrík og skemmtileg verkefni eru óðum að verða til undir stjórn Birnu Dísar, kennara.

 • Haustferð í Vindáshlíð 7. - 8. september

  Nemendur fóru í skemmtilega hausferð í Vindáshlíð. Veðrið var frábært, maturinn frá Smjattpatta frábær og nýir nemendur kynntust betur – og kynni nýrri og eldri nemenda hófust einnig. Umsjónarkennararnir Birna Dís, Kristín Inga og Helga Júlía voru mjög ánægðar með hópinn og dvölina.

 • Metþátttaka foreldra á haustfundum 5. sept.

  Metþátttaka var á haustfundum foreldra, en foreldrar tæplega 90% nemenda mættu á fundi 8., 9. og 10. bekkinga. Lofar svo sannarlega góðu!!! Við erum afar ánægð með þetta, eiginlega í skýjunum!

 • Nemendur í íþróttavali í Hljómskálagarðinum 1. sept.

  Íþróttavalsnemendur fóru og fengu útrás í Hljómskálagarðinum ásamt Helgu Júlíu, kennara. Góð stemning!

 • Lego League hópurinn kominn af stað 1. sept.

  Legogengið fór af stað í verklega valinu. Flottur hópur sem kemur til með að taka þátt í grunnskólakeppni í Háskólabíói í nóvember.

 • Föstudagssamhristingur 25. ágúst

  Það er orðin nokkurs konar hefð að hafa ,,föstudagssamhristing“ fyrsta föstudag á nýju skólaári. Nemendum var skipt í hópa sem unnu mörg skemmtileg verkefni, bæði utan dyra og innan. Síðan var boðið upp á kleinuveislu í lokin.

 • Skólahundurinn Moli hefur aðdráttarafl

  Skólahundurinn Moli hefur mikið aðdráttarafl. Ljúfir endurfundir og ný kynni fyrir Mola í byrjun skólaárs. 

 • Skólasetningin sú 33. í röðinni 22. ágúst

  Skólasetningin, sú 33. í röðinni var í Dómkirkjunni 22. ágúst. Sessý Magnúsdóttir, fyrrverandi Tjarnskælingur kom og söng mjög fallega fyrir okkur og lét meira að segja alla syngja saman ,,Nínu“ 😊.

  Nýir nemendur voru boðnir sérstaklega velkomnir auk Helgu Markúsdóttur, kennara, sem ætlar að vera með okkur vetur. Hún hefur áður starfað við skólann og við fögnum því að hún hefur bæst við frábæran hóp starfsmanna. Hlökkum til að vinna með nemendum, foreldrum og samhentum hópi starfsmanna í vetur.

 • Ivana fékk viðurkenningu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur 28. maí

  Í dag tók hún Ivana okkar í 10. bekk við viðurkenningu frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur. Á hverju vori tilnefnum við nemanda í skólanum til að taka við viðurkenningunni. Hver skóli tilnefnir einn nemanda. Ivana var í glæsilegum hópi 33 nemenda í Reykjavík á þessum viðburði. Við erum mjög stolt af henni. Hún er vel að viðurkenningunni komin sem var viðurkenningarskjal og bók. Hún er ótrúlega þrautseig, vinnusöm og listræn. Er í krefjandi píanónámi og stundar Aikido af kapp i( list friðarins - japönsk íþrótt). Hún leggur alltaf mjög mikið á sig í námi og hefur einnig lagt sitt af mörkum í félagslífi skólans. Til hamingju Ivana og fjölskylda!


Efst á síðu